Færsluflokkur: Bloggar
8.7.2007 | 19:17
Er byrjaður að taka vítamín
Fer núna reglulegar ferðir í vítamín skápinn hennar Jónu og tek vítamín. Á flestum glösunum stendur að það eigi að taka með mat, nema einu, þar stendur MEÐ BARNI...eins og ekkert sé sjálfsagðara!!!!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.6.2007 | 22:11
Á miðvikudaginn var ég múlaður
Er víst með vöðvabóglu á framanverðum hálsinum.....erfitt að teygja á þessu og svona...
fór til sjúkranuddara
Þegar ég kom inn sagði hann mér að fara úr að ofan, ég gerði það
Svo tók hann stól og sneri honum að hurðinni og sagði mér að setjast, ég gerði það.
Svo tók hann upp rauða teygju, og batt annan endann í hurðarhúninn, á hinum endanum var áföst eitthverskonar bitgræja sem hann svo bað mig um að bíta í, ég gerði það....svo bað hann mig að snúa hausnum 15 sinnum til hægri...ég gerði það....
Um miðja æfingu helltist svo raunveruleikinn yfir mig, ég var þarna í lokuðu herbergi ber að ofan sitjandi á stól með múl uppí mér gerandi það sem annar karlmaður var að segja mér að gera.....þegar ég var búinn með 15 vildi hann fá meira, sagði bara meira, meira, meira ,meira........þetta endaði svo á því að ég borgaði honum fyrir þetta.
Ég fer aftur til hans á föstudaginn............þá mun ég samt setja skýrar línur
Bloggar | Breytt 29.6.2007 kl. 09:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.6.2007 | 21:55
Sog klósett
Það er einn hugmyndasmiður í vinnunni, hann er alltaf að láta sig dreyma um þessa einu sönnu uppfinningu sem hann getur lifað af það sem eftir er að ævinni.
Það nýjasta hjá honum er SOG klósett, við erum hér að tala um smá loftsog í klósettinu, jafnvel heitur gustur sem sogast inn á við og þar með erum við komnir með lyktarlaust baðherbergi.....
Veit t.d. að konan hans Hjalta myndi borga morð fjár fyrir svona uppfinningu.....
es
Sá hinn sami var næstum því búinn að segja upp vinnunni þegar hann hann hélt sig hafa fundið upp fótamúsina.........varð samt ekkert úr því http://www.footmouse.com/ ,það er nefnilega allt til
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.6.2007 | 23:28
ÞEGAR GEIMVERURNAR RÆNDU MÉR
í þau 11 ár sem ég er búinn að vera með konunni hef ég ávalt haldið fast í þá sögu mína að geimverur hafi rænt mér við níu ára aldur, eftir þá reynslu hafi mig vantað ákveðinn drifkraft sem hún virðist alltaf sjá í öðrum karlmönnum.. Hún hefur hingað til allan tímann haldið því fram að ég væri bara latur og fundist sagan mín fráleit og undirritaður barnalegur....en ég hef þó þrjóskast til og haldið mig fast við sömu söguna, passað mig sérstaklega á að gefa sömu staðreyndir og ekki látið hanka mig á því að vera tvísaga......
Geimverur rændu mér er ég var að hoppa á túninu heima, ég fann mjög kaldan gust um bakið á mér og skært ljós sem blindaði mig á augabragði.....gríðalegur þrýstingur og búmm allt svart.....man ekki eftir neinu, nema að undaleg lykt situr ennþá í minningunni...... ómögulegt var að giska á tíma, en mér var skilað uppá hlaði....allur blautur.....
Auðvitað var mín fyrsta hugsun að annarhvor eldri bræðra minn hafi komist aftan að mér og rotað mig með skóflu enn einu sinni ..... en svo kom í ljós að svo var ekki.....þeir höfðu á sama tíma fundið eitt gamalt skot í riffilinn hans afa og voru að rífast um hvor ætti að skjóta hvern......
Í dag gerðist sá merkilegi atburður að þegar ég var að reyna að koma mér undan sokkasamstæðu þrælavinnu með þessarri sögu minni stoppaði konan mín mig af og spurði - Eyþór er þetta satt....
Ég auðvitað tók mér smá tíma og settist niður og sagði henni hversu gríðalega mér þætti vænt um að loksins eftir öll þessi ár væri einhver byrjaður að hlusta á reynslu mína með opnum huga....
hún hikaði aðeins í hugsun og þá bætti ég við
Að þó ég gerði mér fullkomlega grein fyrir mikilvægi þess að að raða þessum sokkum saman þá hefðu helvítis geimverurnar stolið af mér framtaksseminni.....
Bloggar | Breytt 5.6.2007 kl. 00:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
29.5.2007 | 15:52
Einkavæðum Loftið
Í tilefni þess að ný ríkisstjórn er sest við völd og almennt er talið að einkarekstur/einkavæðing muni frekar aukast en minnka vil ég koma með tillögu. Þegar búið er að einkavæða skólakerfið,heilbrigðisgeirann,vatnið og orkuna er tilvalið að einkavæða loftið....í heimi þar sem mengun er sífellt að aukast er hreint loft að verða verðmæti........ þá hugsanlega gætu við á Vestfjörðum sem stóriðjulaus landshluti byrjað að rukka túrhesta fyrir hvern andardrátt......það væri ekkert mál að reikna það út.
Afhverju ætti ríkið að eiga loftið? einkavæðum það og við gætum farið að selja það út í brúsum.......Olíuhreinsistöð hvað?
Eyþór síðasta von Vestfjarða.......Eyþór á þing!!!!!
Bloggar | Breytt 30.5.2007 kl. 00:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Er núna búinn að horfa á nýjustu samsæriskenninguna þína Hjalti "UFO The Greatest Story Ever Denied". Var náttúrulega dolfallinn yfir þeim yfirgnæfandi sönnunum sem þessi mynd sýndi fram á. Sérstaklega var skemmtilleg tilgátan um að ástæða þess að önnur tunglferð hafi ekki verið farin sé eingöngu út af því að tunglið er nú þegar í byggð, það er náttúrulega mindblowing tíðindi, og blörruðu myndirna gerðu meira en sitt í að sanna þetta. Síðan náttúrulega öll þessi geimskip sem fundist hafa og herinn falið....
Einnig mjög athyglisvert að ákveðin fyrirtæki tengd hernum hafi þróað margar tækninýjungar eins og ljósleiðarann með "reverse engineering" út frá öllum þeim geimskipum sem fundist hafa.
En tókstu eftir því, að þegar þessi fyrirtæki voru talin upp var minnst á eitt sem stendur nú fyrir stórum framkvæmdum á ÍSLANDI??
Hvað er BECHTEL að byggja fyrir austan????? er þetta álver eða geimskipafelustaður á norðurslóðum!!!!!!!!!!!!!!!!
.... Legg til að þú takir nú relluna og fljúgir nokkrum sinnum yfir svæðið, kæmi mér ekki á óvart þó neðanjarðarbyrgin séu undir vatni í Hálslóninu....
Ég persónulega ætla að skrifa Geir Haarde bréf þar sem ég krefst allra þeirra gagna sem íslenska ríkið hefur um geimskip, geimverur og hugsanlegt cover-up í þeim efnum sem ríkisstjórn Íslands hefur átt með Bandaríkjunum....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.5.2007 | 11:32
Vantar íbúð í sumar.
Flutningur suður í pípunum, þarf að leigja mér kofa með húsgögnum í tvo til þrjá mánuði frá og með næstu mánaðamótum,,,,,Hjalti hringdi náttúrulega um leið með dollaraglampa í augunum bauð mér sína íbúð, vildi fá millifærðar 300 þúsund strax inn á reikninginn SINN, ekki konunar. Hringdi síðan 20 mínútum seinna og baðst afsökunar á þessu loforði sínu, hann hafði nefnilega gleymt að konan hans býr í íbúðinni....
Jæja hóið í mig ef þið vitið um íbúð lausa í sumar...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.5.2007 | 17:55
Það var hlegið af mér í bónus í dag
Ég hafði óvart stoppað hjá ilmkertarekkanum og var í óða önn að lykta af öllum því úrvali sem í boði var,,,,Vanillu,jarðabertja,krydd,bláberja,sítrónu,kanil,mintu og ég veit bara ekki hvað var ekki í boði,,,,þegar konan þurfti akkúrat þegar ég var að lykta af dásamlegu fjólu-lavender ilmkerti öskra yfir hálfa búðina,,"Eyþór við eigum nóg af þessum ilmkertum heima!" með tóni eins eins ég væri nú að fara að kaupa ENN eitt ilmkertið...
Þegar áttað mig að þeim aðstæðum sem ég var kominn í var það of seint, nokkrir unglingar stóðu og reyndu að kæfa í sér hláturinn...... ég var gaurinn sem konan var að banna að kaupa fleiri ilmkerti!
Eðlilega hljóp ég út í bíl í fýlu, konan hefði vel getað labbað rólega að mér og látið mig vita að ég væri líklega aðeins of mikið sokkinn í þessi kerti,,,,,
Er ég var kominn út í bíl uppgvötaði ég samt að líklega væri strunsið út í bíl bensín á bál fólksins sem hló að mér, líklega hefur það haldið að ég hefði strunsað út vegna þess að ég fengi ekki að kaupa fleiri ilmkerti.....
Ennþá alverg brjálaður í konuna mína sem náði enn einu sinni að niðurlægja mig opinberlega, verð líkega að róa mig niður kvöld með að láta renna í heitt og gott bað, með smá slökunarolíu og kveikja á nokkrum lavender il.............
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.5.2007 | 12:38
Af hverju hafa karlmenn geirvörtur?
Mágkona mín henti í mig bók sem hún var að lesa, í bókinni benti hún mér á niðurstöður rannsókna, um að munur kynjann er ekki svo mikill í náttúrunni. Samfélagið og menningin okkar gerir í raun meira í að undirstrika þennan mun alveg frá byrjun(strákar í bláu stelpur í bleiku o.sfr.) en náttúran nokkurntímann.
Hún kom með það pönslæn í endirinn að það væri sannað að karlmenn gætu í raun mjólkað fyir barnið sitt, það semsagt þekkist ef neyð þeirra hrekur þá í það......
Konur með skegg og mjólkandi karlmenn, það er draumurinn........ og svo er ég að lesa þessa frétt hérna....þeir vita greinilega ekki betur, eða hvað?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.5.2007 | 22:58
Sloppinn lifandi úr borg óttans
Ferðinn ágæt, svifryksmengun haldið í lágmarki með grímum, var ekki rændur og náði öllum mínum helstu markmiðum í ferðinni..
Frétti að hópur sem vill oft kenna sig saman ræði það nú títt sín á milli hvernig beri að fagna næsta stórafmæli sem meirihlutinn á nú á næsta ári.
Að sjálfum mér er það að frétta að þriðji áfangi er á lokastigi, beyging tíma og rúms gengur nú loks upp á blaði hjá mér, nú þarf ég einungis að útvega mér nægt rafmagn fyrir fasa fjögur, Tímastoppsvélinn mun nást fyrir þrítugsafmælið mitt !
Hjalti eða MAVERIC eins og hann vill láta kalla sig núna , er orðinn flugmaður sjúkraflugsvélar vestmannaeyjar.......Þetta hlýtur að styrkja málflutning þeirra sem vilja göng til eyja strax.......
Hjalti tekur samt starfi sínu alvalega og sefur nú í fluggallanum til að spara mínútur,,,,,Ekki þarf að taka það fram að hann býr þarna einn. Enda maðurinn gjörsamlega óþolandi í þessu nýja hlutverki sínu, sem að hans sögn er ekkert síður mikilvægt en Læknastarfið...þar sem hann sé náttúrulega að bjarga lífum líka...........
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)