Rökræðulistin

Þegar tveir þriggja ára hugar takast á sitthvoru meginn við þig við háttartíma er oft gott ráð að þykjast bara sofa. Og njóta þess að hlusta á rökræður þeirra sem komnir eru jafn langt í lífinu. Fyrst byrjar þetta auðvitað á keppni í vitneskju.

Hún vildi meina að lögreglan myndi handtaka alla þá sem færu út á þessum tíma, Þessu var hann hjartalega ósammála og benti meðal annars á það að hann hefði oft verið úti án þess að vera handtekin,Hún svaraði með hörðum rökum á móti, ef Kári færi út núna yrði hann handtekinn....svona gekk þetta fram og til baka þangað til Kári reis upp með yfirburðarökfærsluvopn í farteskinu, Löggan handtekur ekki fólk sem er gott.......lét sig svo síga aftur í sængina í sigurvímu er hún varð loksins kjaftstopp.....eftir þrjár mínútur í þögn heyrðist svo úr vinstra horninu sem þolir greinilega ekki að tapa,,,en þú ert smá vondur...

Eftir keppni í röklistinni var svo farið í að skiptast á upplýsingum

Næsta umræðuefni var hvernig óskasteinar væru á litinn, taldi hún upp alla sína liti sem hún kunni og bað frænda sinn um að klára litaflóruna, Hann gat bætt tveim litum við  (einn af þeim meira segja ljósblár) en eitthvað voru þau samt óánægð með niðurstöðurnar vitandi það að það hlyti að vera til fleiri litir. Eftir fimm mínútur í því að telja upp sömu litina aftur og aftur skall á þögn, sameiginlegt samkomulag þeirra beggja að hugsa þetta í hljóði....

svo allt í einu upp úr þurru mátti heyra söng sem smá hækkaði,,,gulur, rauður, grænn og blár................................

Hún stökk hæð sína í loftinu af einskærri spennu og tók undir með frænda sínum,  spennan gríðarleg, skyldi nýr litur leynast þarna einhversstaðar.... þegar kom að brúnum ætla þakið af húsinu... hefur liturinn brúnn líklega aldrei notið jafn mikils sannmælis eins og akkúrat á þessari stundu....

 Var ég svo vakinn úr þykjustu svefn mínum og spurður mikilvægar spurningar. Enn og aftur kom sönglagatexta vankunnáttan mín mér í vandræði þegar ég gat ekki svarað fjórum eftirvæntingafullum augum sem störðu stíf á mig og biðu í ofvæni eftir svari við spurningunni..

Hvað kemur á eftir appelsína talandi?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tinna

Hahaha hann Kári er nottla bara snillingur.

Tinna, 29.6.2008 kl. 12:24

2 identicon

AHHAHAHAHA....misskildi þetta eithvað fyrst og hélt að það væri jóna sem sagði að kári væri smá vondur!!!! en já...held að það komi ekkert á eftir appelsína talandi......geturur ekki sent Kára hingað í smá tíma:) bara svona uppá skemmtun!!!:)

berglind (IP-tala skráð) 30.6.2008 kl. 01:19

3 identicon

Á eftir appelsínunni talandi er "gulur rauður grænn og blár, svartur hvítur fjólublár" endurtekið.  Svo fann ég auka-vísu á netinu: 

Gulur, rauður, grænn og blársvartur, hvítur, fjólublár.Brúnn, bleikur bananiappelsína talandi.Gulur, rauður, grænn og blársvartur, hvítur, fjólublár Gulur, rauður, grænn og blársvartur, hvítur, fjólublár.Gott er að eiga góða skóí rigningu og miklum snjó.Gulur, rauður, grænn og blársvartur, hvítur, fjólublár.

Nú verður þú að setjast við og læra texta utanbókar Eyþór minn, svo þú hafir tromp uppí hendinni við næsta háttartíma.

Skrifaðu nú oftar sögur út daglega lífinu, okkur lesendum þínum til gleði og yndisauka.

Kær kveðja, Guðný frænka í Víkinni.

Guðný Hildur Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 1.7.2008 kl. 10:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband