Einkavæðum Loftið

Í tilefni þess að ný ríkisstjórn er sest við völd og almennt er talið að einkarekstur/einkavæðing muni frekar aukast en minnka vil ég koma með tillögu. Þegar búið er að einkavæða skólakerfið,heilbrigðisgeirann,vatnið og orkuna er tilvalið að einkavæða loftið....í heimi þar sem mengun er sífellt að aukast er hreint loft að verða verðmæti........ þá hugsanlega gætu við á Vestfjörðum sem stóriðjulaus landshluti byrjað að rukka túrhesta fyrir hvern andardrátt......það væri ekkert mál að reikna það út. 

Afhverju ætti ríkið að eiga loftið? einkavæðum það og við gætum farið að selja það út í brúsum.......Olíuhreinsistöð hvað?  

 Eyþór síðasta von Vestfjarða.......Eyþór á þing!!!!! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú verður þá að setja ofurhetju-ferilinn á hilluna ef þú ætlar á þing, ofurhetjur verða alltaf að hafa frekar óáberandi secret identity svo þær komist alltaf í það að bjarga einhverjum. Ímyndaðu þér, þú ert á alþingi og ert alveg að fara að klára break þrú ræðuna sem bjargar Vestfjörðum frá gjaldþroti, en þá er veski stolið af gamalli konu fyrir utan alþingishúsið, hvað gerirðu??? Bjargarðu gömlu konunni eða Vestfjörðum?

P.Parker neytaði sér um ást MJ, hverju ætlar þú að neyta þér? 

With great power comes great responsibility 

hjalti (IP-tala skráð) 31.5.2007 kl. 02:28

2 Smámynd: Eybjór

Það fer eftir ýmsu, er gamla konan vestfirsk?

Ég er nú að neita mér um mat þessa daganna, smá átak í gangi til að komast í búninginn...finnst það alveg nóg. 

Eybjór, 31.5.2007 kl. 11:56

3 identicon

Ég skil, þarft semsagt að velja búðinginn eða búninginn hehe. Annars sýnist mér ástandið í borg óttans aldrei hafa verið verra en núna, Reykjavík þarf meira á ofurhetju að halda en Ísafjörður. 

hjalti (IP-tala skráð) 31.5.2007 kl. 12:38

4 Smámynd: Eybjór

Auðvitað eykst glæpatíðnin um leið og ofurhetja flytur af svæðinu, það segir sig sjálft.....

Eybjór, 31.5.2007 kl. 19:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband