Það var hlegið af mér í bónus í dag

Ég hafði óvart stoppað hjá ilmkertarekkanum og var í óða önn að lykta af öllum því úrvali sem í boði var,,,,Vanillu,jarðabertja,krydd,bláberja,sítrónu,kanil,mintu og ég veit bara ekki hvað var ekki  í boði,,,,þegar konan þurfti akkúrat þegar ég var að lykta af dásamlegu fjólu-lavender ilmkerti öskra yfir hálfa búðina,,"Eyþór við eigum nóg af þessum ilmkertum heima!" með tóni eins eins ég væri nú að fara að kaupa ENN eitt ilmkertið...

Þegar áttað mig að þeim aðstæðum sem ég var kominn í var það of seint, nokkrir unglingar stóðu og reyndu að kæfa í sér hláturinn...... ég var gaurinn sem konan var að banna að kaupa fleiri ilmkerti!

 Eðlilega hljóp ég út í bíl í fýlu, konan hefði vel getað labbað rólega að mér og látið mig vita að ég væri líklega aðeins of mikið sokkinn í þessi kerti,,,,,

Er ég var kominn út í bíl uppgvötaði ég samt að líklega væri strunsið út í bíl bensín á bál  fólksins sem hló að mér, líklega hefur það haldið að ég hefði strunsað út vegna þess að ég fengi ekki að kaupa fleiri ilmkerti.....

 

Ennþá alverg brjálaður í konuna mína sem náði enn einu sinni að niðurlægja mig opinberlega, verð líkega að róa mig niður kvöld með að láta renna í heitt og gott bað, með smá slökunarolíu og  kveikja á nokkrum lavender  il............. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skemmtilegt hvað konan þín hefur margar leiðir til að halda þér niðurbrotnum og undirlægum, hún er líka mjög góð í því grunar mig. Hún velur greinilega á strategískan hátt hvenær hún lætur þig heyra það og við hvaða aðstæður, passar uppá að það séu vitni til að gera þetta ennþá pínlegra. Hún hefur örugglega leitt þig framhjá kertarekkanum því hún vissi að þú myndir taka uppá því að þefa af þeim öllum og svo kemur höggið....

þú mátt ekki gefa svona mikið færi á þér, mundu að konur geta ekki lamið karla þannig að þær eru í sífelldu sálfræðistríði, og mér sýnist konan þín vera að sparka duglega í þig á því sviðinu...

Hjalti (IP-tala skráð) 21.5.2007 kl. 20:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband