Reynsluboltinn ég

Yfir starfsmannastjóri Vegagerðarinnar hringdi í mig í dag, var það út af atvinnuumsókn sem ég hafði sent á þá ágætu stofnun.

Vildi hann vita meira um mig og spyrjast nánar um reynslu mína og hæfni. Ekki lá ég á því og hófst handa að tjá honum frá víðtæki reynslu minni í vegagerð. Hvernig ég hef í gegnum árin auðlast mikla reynslu í þeim geira, tjáði ég honum að ég hefði bæði unnið við  lagningu vega sem og viðhaldi við hinar ýmsu aðstæður, teldi ég það minn helsta kost þau öryggissjónamið sem ég færi eftir í hvívetna sem og hæfileiki til að vinna hratt og vel með fólki.

Honum fannst mikið til þess koma þegar ég tjáði  honum að hin síðustu  ár hef ég aðalega leiðst í hönnunar og  ráðgjafahlutverkið  og einblíni sérstaklega þá á að koma að stærri verkefnum,  t.d mislægum gatnamótum sem og ýmiskonar burðaþolsmælingum......Eftir langt samtal okkar um kosti og galla mislægra gatnamóta kvöddumst við á þeim nótum að hann vildi endilega fá sendar ítalegri upplýsingar um starfsreynslu mína en í hans huga væri mjög ólíklegt að annar hreppti starfið, enda reynslumenn í geiranum vandfundnir....... 

Var strákurinn bara nokkuð ánægður eftir þetta símtal,,,,,, en svo komu hinir óumflýjalegu bakþankar.

Ég hefði kannski átt að geta þess að þessi reynsla er nær eingöngu einskoruð við  Ikea bílabrautina hans sonar míns sem eingöngu hægt er að leggja í hring?

 

 es

Segi þeim það bara þegar þeir eru búnir að ráða mig, ég meina hvað ætla þeir að gera við mig þá..ekki geta þeir rekið mig,,RÍKISSTARFSMANNINN sjálfan..... 


Borg óttans

Á morgun förum við feðgar í bæjarferð, förinni er heitið í borg hinna týndu sála, þar sem óttin ræður ríkjum. Þar sem litlar smásálir rotta sig saman og byrja að líta á sig sem heimsborgara í skjóli fjöldans.  Þar sem rödd leiðtoganns kafnar undan  öskri hinnar staðföstu syndar sem nærist á málamiðlunum.............

Verður strákurinn gerður að manni í þessarri ferð, mun ég sýna honum Reykjavík og öll hennar dimmstu skot.........verður hann látinn læra að lífið er ekki alltaf fallegt, syndin er ljót.....................og hún er stanzlaust að bjóða sjálfri sér í kaffi........

Móðirin verður skilin eftir heima, enda myndi hún líklega brotna saman við þá ömulegu sjón að sjá ungann son sinn ganga í inn í ófreskjuna, ófreskjuna sem smásálinar dýrka , ófreskjuna sem þeir kalla Mcdonalds.....

 


Ég er sófasett

Stundum þegar óeðlilegur útlitsmunur er á fólki í sambandi vaknar oft sú spurning "afhverju er hann með henni?"....Skýringar á miklum útlitsmun geta verið margar, en oftast nær þarf ljótari aðilinn að bæta sig upp að einhverju leyti, að vera sjarmör,gáfaður,skemmtilegur,frægur,skapandi eða ríkur hjálpar málinu mikið. 

Jóna hneykslast stundum á því að ég nenni ekki að kynnast fólki sem hún þekkir. Vandamálið er tvíþætt, hún kynnist öðruvísi týpum af fólki en ég myndi annars kynnast. Ef einhver segir brandara í herbergi fullu af fólki, fær Jóna löngun í kynnast manneskjunni sem hlær hæst, ég vill kynnast manneskjunni sem sagði brandarann...

En svo uppgvötaði ég hinn þáttinn , ég er aðilinn sem þarf að sýna fram á aðra hæfileika.

Fimm mínúta tímabilið, er það tímabil sem byrjar þegar Jóna kynnir mig sem manninn hennar. Þegar ég er samviksulega búinn að svara því að ég bý ekki yfir neinum hæfileikum sem gætu skýrt þennan útlitsmun, fæ ég oftast nær restina af þessum mínútum í frjálsann tíma til að sannfæra gesti.....Þegar þessu tímabili er lokið og engar skýringar komnar fær Jóna "sér" meðferð sem eftir er að kvöldinu, svona eins og hjá  manneskju  sem hefur keypt sér (dýrum dómi) alltof lélegt sófasett og getur ekki skilað því....... 

Hins vegar þegar Jóna kynnist fólki sem ég þekki fer það fólk samstundis að reyna að finna út hvað er að henni......það er miklu skemmtilegara....


Nágrannar

Veit ekki hvort ég þarf að hringja á lögregluna, það býr einstæður gaur niðrá annari hæð. Hann er núna búinn að blasta Céline Dion  í tæpa tvo tíma á fermingargræjunum sínum. Þetta hlýtur að vera öskur á HJÁLP......

Annarskonar stuð var á hjónunum á fjórðu hæðinni um daginn , ég lá vakandi um nóttina er kunnuleg rúmgaflshljóð byrjuðu, varði þetta í þó nokkurn tíma en fóru svo leikar að herðast og hugsaði ég með mér að á þessum hraða endist enginn lengi, auðvitað hafði ég rétt fyrir mér er hinn magnþrungni endir laust yfir og rúmagaflinn ætlaði af í látunum. Kunni ekki við að fara upp og óska honum til hamingju með nýtt persónulegt met og um leið nýtt blokkarmet. Held samt að hann hafi vitað að ég vissi það þegar ég mætti honum í stiganum daginn eftir. Séríjósbros allan hringinn,,,,hann franskur og ég íslenskur,  tungumálið sem talað var ............. karlmENSKA.

Staðan er 1:0 , Frökkum í vil......

plan.................... 

Þarf því að fara að kaupa mér rúmgafl.....og svo troða eyrnartappa í konu og barn svo þau sofi nú örugglega meðan ég negli gaflinum í vegginn í heilar 5 mínútur og 15 sekúndur, ,,,,heilum fimmtán sekúndum lengur en  fransmaðurinn og heilli mínútu yfir portúgalanum við hliðina..

Er þetta svindl....já,,, en mér til varnaðar er þá er konan ólétt,, einu metin sem ég slæ með henni á næturnar núna  eru "hversu fljótur ertu í ískápinn og til baka"

Þörfin fyrir  alþjóðlega virðingu í blokkinni er líka svo mikil. Að geta mætt hinum í stiganum sem ríkjandi BLOKKARKÓNGUR er eitthvað sem mig hefur dreymt um svo lengi........þetta snýst um virðingu. .og ekkert annað. Ef ég á að geta látið sjá mig í blokkinni þá þarf ég að  fara láta heyrast í mér.......


Klósett

Sá í fréttunum áðan eitthvern danshóp sem ætlar að halda sýningu í þjóðleikhúsinu, rosalega flippað  að hafa sýninguna á klósettinu fannst þeim, svona táknrænt fyrir aðstöðuleysi dansins á Íslandi

Þetta er nákvæmlega ástæðan afhverju skemmtilegt listafólk á ekki að stjórna landinu. 

Ég meina það er rosalega töff að hafa sýninguna á klósettinu..... eiginlega  alveg þangað til einhver þarf að fara Á klósettið!!! 

Annars fór maður að spá, á geðdeildum borgarinnar var komið upp rúmi á klósettinu vegna skorts á plássi og síðan þetta, heil danssýning. Hvað næst .....  náttúruminjasafninu vantar pláss er það ekki......erum við kannski að tala að um  almenningsklósettið á Hlemmi fyrir það?

Ég legg til að næstu borgarstjórnarfundir verða haldnir inn á klósetti ráðhússins. Alveg þangað til þeir laga þetta allavega....Klósett eiga bara þjóna einum tilgangi...


Er þetta satt??

Hjalti ég er nýbúinn að horfa á nýjustu samsæriskenninguna þína "Total Onslaught -  The Secret Behind Secret Societies"

Þar sem heimsyfiráðarstefna páfagarðs og blautann draum þeirra um eitt veldi undir einum manni (páfanum) er útlistaður. hvernig þeir stjórna í raun heiminum í gegnum flókið net leynireglna...hvernig páfagarður er byrjaður að kalla eftir "the new world order" eins og þeir kalla það, og hvað það þýðir....

Við vitum þá allavega tveir núna hvaða leynilegu skilaboð páfinn er að senda með þessarri tilkynningu,, ekki vildi ég vera Andrea Riviera þegar Jesúítarnir ná til hans........

 Finnst samt gaman að fá svona samsæriskenningar frá þér, þú minnir mig svolítið á Mel Gibson í Conspiracy Theory, finnst samt eins og þú eigir að gefa út þitt eigið fréttabréf, síðan er náttúrulega alltaf möguleiki að þetta sé allt rétt, þá eins og í öllum góðum kvikmyndum er ég drepinn fyrst, eini maðurinn sem þú lést upplýsingarnar til skilur og svo ert þú hundeltur og enginn trúir þér, þarf að hætta það er eitthver að banka, votta jehóva gaurar fyrir utan............................................. .............................


mbl.is „Gagnrýni á Páfagarð jafngildir hryðjuverkum"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þori að veðja miljón á það

Að þessir vísindamenn eru Karlkyns.....
mbl.is Vonir bundnar við pillu sem örvar kynhvötina og dregur úr matarlyst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ef þú myndir persónugera Sjálfstæðisflokkinn

Þá er það vinurinn sem viðurkennir ekki að það hafi verið mistök að kaupa hlutabréf í Decode..... Það var rétt á þeim tíma miðað við þær upplýsingar sem lágu fyrir...skilur...... 

Ef þú myndir persónugera Vinstri Græna

Þá er hann vinurinn sem fer á strandirnar bara með salt og pipar til að lifa á náttúrunni, tímir svo ekki að veiða neitt dýr þar sem það væri brot gegn lífríkinu, þarf á endanum að vera bjargað af bensínspúandi herþyrlu sem drepur 33 svartfugla við lendingu....

Ef þú myndir persónugera Samfylkinguna

Þá er hún vinurinn sem er alltaf sammála þér, þangað til eitthver annar talar, þá er hún sammála honum.....

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband