Ef þú myndir persónugera Frjálslyndaflokkinn

Þá er hann vinurinn sem lemur aðkomumanninn á sjallanum á Ísafirði, daginn eftir þegar fólk spyr hann hvað hann var að pæla, verður hann rosalega pirraður og skilur ekkert í því afhverju fólk er svona nójað út í hann.

Ef þú myndir persónugera Framsóknarflokkinn

Þá er hann vinurinn sem þú ert stanzlaust að saka um að reka við...... en hann myndi í hvert einasta skipti staðfastlega neita því......hver kannast ekki við svoleiðis týpu, sem reynir að eyða umræðuefninu eða benda á einhvern annan

Og á endanum hættir þú að nenna að þræta við hann um hvert einstakt tilvik, gefur það bara út að þér þykir ótrúlegt hversu saklaus hann er miðað við  skítalyktina sem virðist alltaf fylgja honum.


DEXTER

Dexter í kvöld, eini þátturinn sem ég horfi á í sjónvarpinu, Það er eitthvað við það að halda með fjöldamorðingja og vona að þeir nái honum ekki. Dexter nefnilega er aðeins breytt útgáfa af Hróa Hetti, lætur sér ekki nægja að ræna þá vondu,,,,Líklega þarf ég samt að leita mér hjálpar, held að það sé sjálfgefið að það er  vont fólk sem  horfir á þennan þátt , en ég get svo sem andað rólega ef hið illa leynist í mér mun lögreglan ná mér , ef þeir sjá ekki í gegnum mig þá finnur DEXTER mig...... 

PS

Fann hérna gamla þætti sem á einhvern hátt orsökuðu margar svefnlausar nætur hjá mér þegar ég var lítill,,hver man ekki eftir þrífætlingunum. ( TRIPODS )

Þú getur horft á flest alla sjónvarpsþætti hérna (þegar sæstrengurinn í lagi þar að segja) 


Danmörk

Hef verið að spá í skóla í Danmörku, og höfum við konan verið að ræða þann möguleika á heimilinu.

Kári hefur greinilega verið duglegur að sía inn upplýsingar um þessa Danmörku, og hefur nú staðurinn orðið að eitthverri útópíu í hans huga. 

Eitthvað vorum við að reyna að siða hann til um daginn, vorum við bæði sammála um að framkvæmdageta hans færi stundum úr böndunum og vildum við setja niður ramma um hvað mætti gera og hvað ekki.

 Varð hann samstundis pirraður á þessarri afskiptasemi í okkur, og fylgdi þessu  löng ræða hjá honum þar sem megin línan var sú að hann vildi bara vera látinn í friði, fannst þetta í raun  ósanngjarnt af okkur og benti á að í Danmörku  væri hann  allavega látinn í vera. 

Mér fannst þetta í lokinn vera gríðalega sterk rök hjá honum, það vita allir Íslendingar að Danir eru svo ligeglad...meira segja þeir sem eru tveggja ára....

Vissuð þið að kassi af bjór kostar þar 1000 kall út í BÚÐ...... 


Nostradamus

Nostradamus, geðsjúklingur eða snillingur?

Hef verið að stúdera þennan mann svolítið, þar sem hann talar í gátum hef ég þróað með mér minn eigin dulmálslykil, nú liggur framtíðin mér ljós. Þriðja Heimsstyrjöldin er að bresta á, síðasta en versta blóðbað heimssögunar.... í lok hennar mun rísa mikill leiðtogi frá Íslandi, alheimsleiðtogi, Nostradamus kallar hann rauðskegg......

Ég vill svo sem ekki tala meira um þetta hérna, skil þó eftir slóða hér fyrir neðan fyrir þá sem vilja kynna sér þetta betur. En þó vill ég segja þetta, þegar kallið kemur mun ég ekki skorast undan, ég mun heiminum til heilla taka á mig þetta hlutverk sem mér var ætlað.

 Auðvitað er mér svolítið órótt, ég meina, það er mikil vinna að verða alheimsleiðtogi,,,,en samt finn ég jafnframt fyrir ákveðni ró,  ég vissi alltaf að mér væri ætlað hlutverk í lífinu, nú er áralöng leit á enda, ég hef fundið köllun mína,. Veit ekki hvað ég get bloggað mikið meira hérna, næstu mánuðir munu fara í stífa undirbúningsvinnu fyrir alheimsleiðtogahlutverkið sem ég var ekki búinn að sjá fyrir. Hef auðvitað til þessa verið að bíða eftir að ofurhetjuhæfileikar mínir myndu koma í ljós, og hefur allur minn undirbúningur farið í það.

Leiðtoginn frá Íslandi 

Allt stuffið beint í æð



Bitur

Hringdi í ríkisstarfsmanninn í gær, alltaf hægt að hringja í hann á vinnutíma, aldrei upptekinn. Óskaði hann mér til hamingju með afmælið og spurðist fyrir um hvað ég hefði fengið í gjafir, lét ég honum í té þær upplýsingar að mér hefði áskotnast líkamsræktarkort frá konunni minni......

Kom þá þögn á hinum endanum,  ekki samt venjuleg þögn, maður heyrði að hann var einungis að taka sér tíma, var að undirbúa sig, stundum heyrir maður þegar ræða er á leiðinni, að hinn aðilinn er einungis að taka saman hráefnið áður en hann matreiðir ofaní mig rétt visku sinnar..

Svo kom það,  hann ákveður að hefja sitt mál með spurningunni, og hvað ætlar þú að gefa henni.... ryksugu?...Ég sagðist ekki skilja spurninguna,, hann heldur áfram, hvað heldur þú að konan þín sé að meina með þessari gjöf ,, ég svara: veit það ekki, ekkert spáð í það og ég efast um að hún hafi eitthvað gert það,,,,,,, áður en ég næ að klára, spyr hann: ef þú rifjar það upp, hefur konan þín einhverntímann gert eða sagt eitthvað án þess að vilja/meina einhvað með því?.......ég hugsaði mig og eftir að hafa hlýtt á ræðuna hans til enda var hið óumflýjalega svar,,,NEI það liggur alltaf eitthvað á bakvið allt sem þær gera/segja.

Og þá var eins og það heltist yfir mig sannleikurinn  

"Ég vill hafa þig svona"  "þú ert miklu flottari en íþróttaþjálfarinn" "Og að ógleymalega frasanum, "ég elska þig eins og þú ert"  var bara lýgi hjá henni, ég meina hún gaf mér líkamsræktarkort í afmælisgjöf........

Nú er ég bara bitur,,,,,ætla að leyfa mér að vera  það í smá stund,,,,,veistu  núna þegar ég hef komist að því að konur eru undirförular hef ég með þessum nýju sannleiksgleraugum tekið eftir ýmsu torkennilegu.

T.d. var frétt um daginn þar sem haldið var fram að aðeins 30% kvenna fengju fullnægingu með samförum....veistu hvað ég held,,,ég held að þær fái ALLAR fullnægingu, en 70% af þeim FEIKI það að fá hana EKKI ,,,,,bara til að halda karlmanninum óöruggum með sjálfan sig..........spáið í því strákar....... 


Hjalti í Noregi??? vissi ekki af því.

Steini, greinilegt er að Hjalti Gylfasson hefur skellt sér til þíns föðurlands.....

Ég þykist lesa úr þessarri frétt að eitthversstaðar í Bergen á hótel-klósettherbergi er rauðhærður drengur í miðjum þarmalétti.....

Má geta að íbúðarverð í Garðabæ steig nokkuð er Hjalti fór úr landi, eru menn þar á bæ byrjaðir að sýna húsin sín í von um að ná að selja þau áður en Gylfason verður sendur heim af Bergen búum......


mbl.is Óútskýrð ólykt í Bergen
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nágrannafíflið

Ég tel mig vera skilningsríkann mann, tel það vera einn af mínum stærstu kostum að geta sett mig í spor annarra, vera ekki of fljótur til að dæma, reyna að sjá alla vinkla á öllum málum sem og mönnum.

Sonur minn er eins og mamma sín, hann álítur nágranna okkar vera vitleysing, enginn annar vinkill til þar, hreinræktaður vitleysingur. Tveggja ára strákurinn lítur í hvert skipti í  átt að húsinu með fyrirlitningarsvip er við keyrum framhjá, greinilega gríðalega hneikslaður á framferði þessarra manna sem gera svona, ég meina vita þeir ekki að bátar eiga  að vera í  sjónum, halda þeir að þetta sé bíll eða hvað, tautar hann og hristir hausinn yfir þessum bjánaskap.....

 

Líklega á hann efir að fara þarna eitthvern daginn og skamma þá aðeins, heimta að báturinn verði fjarlægður og settur út í sjó, það er mjög auðvelt enda er kvikindið á kerru.....


Hugurinn

Hugur manns er alltaf fyrstur til að stoppa mann. Stóð hann að verki í morgun, er hann var að dæla út úr sér frekar einhliða upplýsingar....... letja mig niður í stöðnun

-------------------------------------------------------------------------------------------------------- 

  •  Gerðu þetta bara seinna, þá þarfu ekki að gera þetta núna, einfalt

  • Við hvern verknað eykst hættan á slysum, það er staðreynd

  • Nauðsynleg tæki og tól eru örugglega ekki til þegar þú kemur á staðinn, hví að leggja þetta á þig.

  • Reiknaðu þér þann tímasparnað sem þú græðir á því að sleppa þessu bara í framtíðinni, reiknaðu svo sjálfur þér lágmarkslaun sem þú svo margfaldar með tímanum,  sýndu konunni svo svart á hvítu afhverju það margborgar sig að gera þetta ekki.

  • Eyþór þú ert með slitið liðband, eitt orð ÁLAGSMEIÐSL

  • Slepptu þessu bara, kannski ekki talið vera eðlilegt í samfélaginu, en hvað er samfélagið hvors sem  er?  Er það fullkomið? Er það ekki að taka sífelldum breytingum? Það sem þykir rétt í dag þykir rangt á morgun og öfugt.

  • Hættu að hugsa um þetta, þú ert að drekka kaffið þitt núna, eyðirleggur alla stemmningu

  • Þetta er endalaus vinna sem hleðst upp aftur og aftur ef þú ferð ekki að stoppa þetta, taktu afstöðu núna í að sleppa þessu bara

  • Útkoman á eftir að verða verri en hitt, hjá sumum er einfaldlega betra að gera ekki neitt en að framkvæma og mistakast. þú Eyþór er í hópi með þessum sumum....

  • Þetta er nákvæmlega það sem konan þín vill að þú gerir, ef þú gerir þetta þá fylgir allt hitt á eftir....

---------------------------------------------------------------------------------------------------------

Eins og þið sjáið er ég minn versti óvinur, eins og hugur manns sé sjálfstæð vél sem hefur alltaf á takteinum hvers vegna á ekki að gera hlutina, allt þetta á nokkrum mínútum.

Í baráttu minni við hugann hafði ég samt betur í þetta skipti, ég sigraði minn stærsta óvin, ég sigraði sjálfan mig. Er ég stóð upp fann ég fyrir frelsinu, staðráðinn í að framkvæma verknaðinn, þrátt fyrir allar afsakaninar. Fannst að með sigri í þessum bardaga þá   gæti ég unnið allar mínar framtíðar orustur við þenna leikna óvin. Með bjartsýni að vopni mun ég kljást við öll mín framtíðarverkefni hugsaði ég með mér er ég labbaði inn á klósettið og skeit..... 


Apaskítur

Er kominn í það að skoða háskólanám, margt í boði. Einhvernveginn verð ég minna nálægt því að taka ákvörðun því meira sem ég skoða. Þú getur greinilega orðið allur fjandinn þessa daganna.

Í gær var mér boðið apaskítskaffi, rándýrt kaffi sem að mér skilst að sé svona einstaklega gott útaf því að það hefur ferðast í gegnum meltingarfæri apa (hef ekki lagst í rannsóknavinnu um sannleiksgildi). Það var bara hvorki skíta né apabragð af kaffinu, bara ágætis kaffibragð. Skilst mér að aðal shittið sé samt kattarskítskaffi, víst meiri péningar í kattaskítbransanum...en apaskítsbransanum.....

Þetta fékk mig til að hugsa, hversu mörg störf eru til, finnst svoldið spennandi starfa í apaskítbransanum, þætti það vera eitursvalt svar þegar fólk spyr mig við hvað ég starfa, tja ég er aðalega apaskítnum sjáðu til......magnað.....

 Vonandi er apaskítskaffi og kattarskítskaffi leið fátæku þjóðana til að gefa skít til hinna ríkari þjóðir heimsins, það er ekkert meira fyndið en að pakka skít í poka og selja dýru verði til vesturveldana, hafa það bara nóg og dýrt og snobbað svoleiðis að einhver ofalin gáfumenni reyni að giska á aldur apans útfrá bragði kaffisins......því meiri skítabragð því eldri er apinn sjáðu til.........


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband