Ég er sófasett

Stundum þegar óeðlilegur útlitsmunur er á fólki í sambandi vaknar oft sú spurning "afhverju er hann með henni?"....Skýringar á miklum útlitsmun geta verið margar, en oftast nær þarf ljótari aðilinn að bæta sig upp að einhverju leyti, að vera sjarmör,gáfaður,skemmtilegur,frægur,skapandi eða ríkur hjálpar málinu mikið. 

Jóna hneykslast stundum á því að ég nenni ekki að kynnast fólki sem hún þekkir. Vandamálið er tvíþætt, hún kynnist öðruvísi týpum af fólki en ég myndi annars kynnast. Ef einhver segir brandara í herbergi fullu af fólki, fær Jóna löngun í kynnast manneskjunni sem hlær hæst, ég vill kynnast manneskjunni sem sagði brandarann...

En svo uppgvötaði ég hinn þáttinn , ég er aðilinn sem þarf að sýna fram á aðra hæfileika.

Fimm mínúta tímabilið, er það tímabil sem byrjar þegar Jóna kynnir mig sem manninn hennar. Þegar ég er samviksulega búinn að svara því að ég bý ekki yfir neinum hæfileikum sem gætu skýrt þennan útlitsmun, fæ ég oftast nær restina af þessum mínútum í frjálsann tíma til að sannfæra gesti.....Þegar þessu tímabili er lokið og engar skýringar komnar fær Jóna "sér" meðferð sem eftir er að kvöldinu, svona eins og hjá  manneskju  sem hefur keypt sér (dýrum dómi) alltof lélegt sófasett og getur ekki skilað því....... 

Hins vegar þegar Jóna kynnist fólki sem ég þekki fer það fólk samstundis að reyna að finna út hvað er að henni......það er miklu skemmtilegara....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Veit hvað þú meinar, pældi mikið í þessu á árshátið MÍ 1994 þegar Jóna átti eitt af sínum frægu Episódes, svo áttaði ég mig á því seinna að andstæður laðast að og þá er þetta fullkomlega eðlilegt í ykkar tilviki.

Hún hefur sönghæfileika og ég verð að viðurkenna er myndarlegri en þú, svo að þó þú sért ekki með neitt þér í hag þá er það bara í lagi...

hjalti (IP-tala skráð) 7.5.2007 kl. 18:53

2 Smámynd: Eybjór

Þessi "frægu Episódes" er smekklega orðað hjá þér, Og líka hvernig þú hefur skilið eftir þessa setningu opna fyrir túlkun,  fyrir Jónu,,

Vertu viðbúinn að konan mín hringi í konuna þína og síðan eitt kvöldið verður þú krafinn svara yfir því hvað þú meintir,,,,,líklega verður ráðist á þig í skjóli nætur,,,

Meðan laufin sofa liggja spaðarnir andvaka,,,,,og eineygði hjartagosinn liggur á varðbergi.........

Eybjór, 7.5.2007 kl. 22:19

3 identicon

Tja ég meinti nú bara þegar við ræddum um kenningar Proust og hvernig þær hafa haft áhrif á nútíma heimspeki, og túlkun þeirra í iðnvæðingunni og kreppunni miklu í byrjun 19. aldar með tilliti til hvarfs kvótans á Vestfjörðum. 

Ekkert öðruvísi sko... 

hjalti (IP-tala skráð) 7.5.2007 kl. 22:40

4 Smámynd: Eybjór

Of seint konan mín er búin að tala við konuna þína, samviskulausar hefndaraðgerðir eru í undirbúningi,,,,,,hún talaði um hrottalega niðurlægingu í samblandi við stingandi  sársauka sem mun fá þig til að gráta eins og  smástelpu......

Ég spurðu hveru mikla niðurlægingu þú þyrftir að þola, þá svaraði hún því til að "það væri bara opið til túlkunar eftir verknaðinn"....

Ég reyndi að fá nánari upplýsingar  en var settur í "HOLUNA" í refsiskyni fyrir tilraunina, hún heldur að ég sé á klósettinu núna.

Ekki treysta neinum og hvað sem þú gerir ekki sofna...............

Eybjór, 7.5.2007 kl. 23:28

5 identicon

bara ein spurning....les jóna bloggið þitt??

berglind (IP-tala skráð) 8.5.2007 kl. 08:09

6 Smámynd: Eybjór

Hún les sms-in  in mín, hlustar og svarar í símann, les tölvupóstinn minn sem og opnar allann brefpóst. Hún hinsvegar veit ekki um þetta blogg,

Ef þú segjir henni frá því, birti ég hérna óþægilegu lífreynsluna þína 1996, þessa sem ég var búinn að lofa að segja ekki frá , manstu þetta um strákinn sjúkrabílinn og allann rjómann..............

Eybjór, 8.5.2007 kl. 11:34

7 identicon

nei ...þú ert að rugla við insidentið árið 1998...1996 var ég á ísafirði...ég hefði aldrei verið með neinum strák á isafirði í sjúkrabíl með rjóma..það bara stenst ekki!

berglind (IP-tala skráð) 8.5.2007 kl. 15:54

8 Smámynd: Eybjór

Já alveg rétt 1998.. þegar þrýstilofts-rjómasprautubrúsinn sprakk er honum var stillt of nálægt kertaljósi á mjög svo óþægilegum tíma.

Man eftir því eins og í gær þegar fjölskyldan (daginn eftir) sór þess eið að tala aldrei um þennan atburð, og erfiða tímabilið dagana á eftir vegna óttians við að fjölmiðlar kæmust í þettta.  

Eybjór, 10.5.2007 kl. 00:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband