Klósett

Sá í fréttunum áðan eitthvern danshóp sem ætlar að halda sýningu í þjóðleikhúsinu, rosalega flippað  að hafa sýninguna á klósettinu fannst þeim, svona táknrænt fyrir aðstöðuleysi dansins á Íslandi

Þetta er nákvæmlega ástæðan afhverju skemmtilegt listafólk á ekki að stjórna landinu. 

Ég meina það er rosalega töff að hafa sýninguna á klósettinu..... eiginlega  alveg þangað til einhver þarf að fara Á klósettið!!! 

Annars fór maður að spá, á geðdeildum borgarinnar var komið upp rúmi á klósettinu vegna skorts á plássi og síðan þetta, heil danssýning. Hvað næst .....  náttúruminjasafninu vantar pláss er það ekki......erum við kannski að tala að um  almenningsklósettið á Hlemmi fyrir það?

Ég legg til að næstu borgarstjórnarfundir verða haldnir inn á klósetti ráðhússins. Alveg þangað til þeir laga þetta allavega....Klósett eiga bara þjóna einum tilgangi...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband