Færsluflokkur: Bloggar
11.4.2007 | 17:28
Hún er ekki dvergur
Kom núna að tölvunni minni og sé að eftir daginn liggja þónokkur persónuleg skilaboð frá mágkonu minni, þar harmar hún þann gjörning minn að setja fram á opinberum vettfangi þá rangfærslu að hún sé aðeins þrem sentimetrum fyrir ofan dvergarmörk, ég ítreka að eftirfarandi fullyrðing var einungis sett fram til að leggja áherslu á mál mitt, vill hér með leiðrétta þann misskiling og lýsa því yfir að ég er fullkomlega sammála hennar útskýringum í sambandi við hæð hennar, hún er t.d mjög stórt númer(fata) í Japan, og er gjaldgeng í alla stærstu rússíbana í disney garðinum í Frakklandi. Þarafleiðandi er ómögulegt að halda því fram að hún sé smávaxin.
Ég vill því biðjast afsökunar á þessum orðum mínum, og segja um leið að ég ber gríðalega virðingu fyrir mágkonu minni sem persónu og sem manneskju, jafnvel meiri en mörgum öðrum hávaxnari persónum sem ég þekki.
PS
Vill líka biðja dverga afsökunar á ósmekklegum skrifum mínum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.4.2007 | 01:26
Tvö tonn af grjóti
Er í gríðalegum vandræðum, lánaði mágkonu minni íbúðina á meðan ""aldrei fór ég suður hátíðin" stóð yfir, hún fór svo suður, ég kom vestur, á svölunum stendur núna heilt vörubretti af grjóti.
Ég fékk hausverk á staðnum er ég sá þetta, of margar spurningar of fá tiltæk svör.
í fyrsta lagi, afhverju í ósköpunum ætti hún að flytja heilt vörubretti af gangstéttarhellum á svalirnar hjá mér, í öðru lagi bý ég á 3ju hæð, hún er circa 3 sentímetrum yfir dvergamörkum. Hvernig í ósköpunum kom hún þessu hingað upp?, Hvað er hún að reyna að segja mér? Ef þetta er grín, afhverju er ég ekki að fatta það, ég fatta vanalega alla brandara.
Án þess að hugsa tók ég upp símann og ætlaði að fara að hringja í hana, náði svo áttum á síðustu stundu og skellti á, veit ekki afhverju þetta er þarna, en að hringja í hana? það er örugglega eimmit það sem hún vill......
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
4.4.2007 | 13:07
Afhverju ekki lestir
Keyrði stanzlaust í 6 tíma í gær, frá Reykjavík til Ásbyrgis. Eina umferðin sem kom á móti mér voru trukkar, og það mikið af þeim.
Á miðri leið uppgvötaði ég að ég vildi miklu meira sitja í lest og horfa á landslagið en að keyra. Í lestum eru svefnklefar, veitingarstaðir, tölvutengingar, sæti , borð, afþreying og margt margt meira. Plús það að vera mun ódýrari ferðamáti.
Við eigum nóg rafmagn, sem þarf til að knýja þessar lestir, lestir fara hratt, lestir flytja vörur jafn og fólk, sem þýðir að þungaflutningur myndi færast af vegunum. Er dýrara að leggja teina en vegi? Er dýrara að bora lestargöng en göng fyrir vegi. Hvað kostar lestarkerfi til helstu þéttbýlisstaða á landinu, Akureyri, Reykjavík, Ísafjörður, Egilsstaðir og kannski Keflavík airport?
Langar að vita meira um lestir, langar að vita afhverju enginn talar um umhverfisvænari lausnir á öllum sviðum, í staðinn kemur öfgafull umræða um álver. Getum við notað þetta rafmagn í eitthvað annað sniðugt, í staðin fyrir að nota það til að græða pening, notað það til að spara pening. Kemur út á það sama skilur. Að minnka innflutning á olíu er alveg eins og að auka útlfutning á áli. Í báðum tilfellum lögum við viðskiptahallann.
Mig hefur líka dreymt frá því að ég var krakki að verða lestarstjóri. Jóna á sameiginlegann draum með mér í því, henni dreymir um að ég fari í vinnu sem krefst einkennisbúnings, veit ekki afhverju
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
3.4.2007 | 10:41
Hermaður í Írak
Nú er ég kominn til siðmenningarinnar, hérna hitti ég fólk. Það virðist vera venjan að spyrja mann hvað maður gerir.
Ég reyni þá eins alvalega og ég get að svara, Ég er maðurinn hennar Jónu.
Sumir hlæja að þessu, og fara, kannski til að leita að Jónu.
Aðrir eru handvissir um að svar mitt sé byggt á misskilingi, spyrja aftur, vitum hver þú ert Eyþór, en
hvað gerir þú?
Nú ég er maðurinn hennar Jónu, svara ég ögn hægar
Og hvað þá? spyr það með meiri forvitni, hefur þú enga vinnu?
Jú ég hafði einu sinni starf en það hentaði engann veginn og átti ekkert sameiginlegt með því sem ég geri núna, í raun voru sífelldir árekstrar að koma upp og endaði með því að ég þurfti að segja upp.
Nú hvaða árekstrar
Jú gamla starfið mitt krafðist þess að ég væri með sjálfstæða hugsun......
Þá fara allir í burt , allir nema einn , sem spyr hálf örvæntingafullt, og hvað getur þú þá ekkert gert....
Gat ekki svarað honum,
Ef eitthver veit um vinnu sem eftirfarandi hæfileikar gætu nýst sem kostir látið mig vita,
Ég hlýði skipunum án þess að hugsa, ekki snefill að gagnrýnni hugsun skilar sér upp á yfirborðið og í raun er ég orðinn svo skilyrtur að hlýða að það er byrjað að skila sér í eðlisávísun mína. Á móti þarf ég gríðalega mikinn aga, það þarf stanzlaust að vera að segja mér hvað á að gera, á engann hátt getur mér verið treyst til að taka sjálfstæða ákvörðun en get sem betur fer nýst til að framkvæma ákvarðanir annarra,
veit að það eru ekki margar vinnur, eina sem mér dettur í hug er hermaður í Írak.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.3.2007 | 13:41
Borg óttans
Á morgun þarf ég að gera mér ferð í hina syndugu borg óttans. Langt síðan ég var þar síðast, og veit ekki hvernig ástandið orðið, hef heyrt slæma hluti.
Gat ekki ákveðið mig hvort það sé nóg að taka stóra veiðihnífinn minn a'la krókudíla Dundí , eða hvort að ég þurfi að saga framan af haglabyssunni a'la Rambó. Hef ákveðið að gera bæði bara.
Setti kredidkortið mitt í smokk og gleypti, þeir ná mér aldrei......
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.3.2007 | 11:52
Gjörsamlega agndofa
Sonur minn þjáist að lepidophobia , eins og það kallast á engilsaxneskri tungu.Hafa foreldrar hans núna í þónokkurn tíma rokið á fætur við brjálæðislegt öskur barnsins, ástæðan er oftast sú að hann telur að fiðrildi sé að éta af honum hendina. Þetta er semsagt óstjórnleg hræðsla við fiðrildi, áður en barnið fer að sofa þarf móðir hans að athuga og þá taka öll hugsanleg mannskæð fiðrildi af honum, Ímynduð sem raunveruleg.
Þetta er víst ekki einsdæmi, ef menn vilja fræðast meira um þetta geta menn farið á http://www.ihatebutterflies.com sen er klúbbur eða lesið hér reynslusögur þeirra sem þjást af þessum hræðilega sjúkdómi.
Ég hef hinsvegar sent bréf til Roman Abróhamvíts, eiganda Chelsea
Dear Roman,
As we discussed i intend Kari to come to you on his 12th birthday, he should be ready then to go directly to the starting line up....we however have a slight problem, it turns out that he has an illness called lepidophobia , i dont know what that is called in russian, but it means that he is afraid of butterflies, I need some information, can there be some messuares taken so the threat of an butterflie attack can be minimized?
In other news things are same, i will continue the training program tha Maurinhio sent me, and hopefully will the new director sweet that you promised me be ready when i bring my kid.
PS
Maður bara bíður og vonar eftir jákvæðu svari, vonandi á þetta ekki eftir að há hans fótboltaferli.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
27.3.2007 | 11:20
Minna rými
Konan mín hugsar stíft þessa daganna, hún hefur uppgvötað að kostur þess að flytja úr 400 fermetrum í 60 er sá að minna svæði sé að þrífa, um daginn heyrði ég hann tuldra með sjálfum sér að 60 fermetrar séu jafnvel of stórt, þegar ég keyrði henni skólann í morgun horfði ég með skelfingu á hana þegar hún mældi út spennustöðvar húsið sem er í leiðinni, það hús er ekki miklu stærra en 4 hundakofar samanlagt. Hún sagði ekkert en ég vissi hvað hún var að hugsa.
Ég ætla að fara að laga meira til, áður en hún eyðir aleigu okkar í einbýlishús sem er jafnstórt og rúmið okkar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.3.2007 | 23:39
Vændi
Skil ekki alveg þessi nýju vændislög....
Ímyndið ykkur eftirfarandi í smástund , eftir að barir loka í miðbænum tækju menn upp á þeirri iðju að bjóða rónum bæjarins eina vodkaflösku ef þeir bæru þá á bakinu heim eftir djammið. Þeir sem ekki fá leigubíl mundu nýta sér ömulegt hlutskipti þessarra manna til sinna eigin þarfa. Myndi þetta vera stoppað? og þá hvernig, hverjum segjum við að hætta að gera þetta.
Flestir vita að áfengissýki er eimmit það, SÝKI.... flaskan gaf greyjið rónunum eiginlega lítið val, kannski myndum við tala við þá sem höfðu valið, gátu tekið sér leigubíl.
Að sama skapi er í þessum nýju lögum gengið út frá þeirri hugsun að þeir sem stunda vændi séu sjúklingar. Ef allir eru sammála þeirri skilgreiningu þá hlýtur næsta skref að banna mönnum að nýta sér eymd þeirra , annað er þversögn.
Ef þú vilt blanda eitthverju frelsishugmyndum í þetta, hlýtur þú að þurfa taka rökræðuna fyrr, taka upp hanskann fyrir þá sem þú telur að stundi vændi á frjálsum vilja, og þá með því að banna viðskiptin værir þú að skerða frelsi þeirra, það er rökræða út af fyrir sig. Ég meina róninn vildi bera mig upp í Breiðholt.
Meginrök þeirra sem vilja ekki sænsku leiðina er að það skili engu að banna þetta, að þetta sé félagslegt vandamál sem refsiramminn geti ekki tekið á, menn sjá kannski fyrir sér stútfull fangelsi, og að vændið fari í undirheimana. Vilja frekar beita félagslegum úrræðum.
Morð og þjófnaður er félagslegt vandamál sem gerist vanalega einhversstaðar sem enginn sér til. Get ég með sömu rökum sagt að það þýði ekkert að banna morð, þar sem þá fer þetta bara í undirheimana, að það þurfi að taka á morði í félagslega kerfinu.
Mér finnst það skrýtið að þegar menn viðurkenna að það að kaupa vændi sé vissuleg lögbrot en hafa eitthvenveginn algjörlega misst trúna á réttarkerfinu og þeim leiðum sem það notar, akkúrat í þessu máli, eins og þetta lögbrot sé eitthvað öðruvísi en hin, sem refsileiðin er þó farin í.
Til þessa höfum við sem samfélag reynt að skilgreina hvað er lögbrot og hvað er ekki lögbrot, ef það er lögbrot þá er það bannað, þá er það rangt, þeir sem nást er refsað. Á meðan refsingu stendur reynum við að betrumbæta þá, ef þeir gera þetta aftur er þeim refsað aftur.
Fangelsi eru meira stútfull af fíkniefnaneitendum, sem sumir hverjir hafa engum öðrum gert mein en sjálfum sér.... það er önnur rökræða.
Ég veit hvað menn eru að meina þegar það segjir að refsileiðinn skili ekki miklu. Ég er tilbúinn að hlusta á aðrar leiðr til að fá fólk til að hætta að níðast á hvort öðru. Fólk verður einfaldlega að verða að betra fólki til að laga vandamál heimsins, það er stóra málið. En á meðan það er að gerast notumst við við LÖG , grunnlög sem verndar frelsi fólks. Frelsi til að lifa, frelsi til að eiga, frelsi til að vera. Þú hefur ekki frelsi til að ganga á annarra manna frelsi. Þú hefur ekki frelsi til að nýta þér neyð annarra.
ps
Eftirfarandi texti er ekki skrifaður til að koma mér í mjúkinn hjá feministum, ég er öfgamaður í þessu, ég vill helst láta lögregluna sitja fyrir karlmönnum þegar þeir reyna að kaupa vændiskonu, taka mynd af þeim og birta á öllum mjólkurfernum í heila viku undir fyrirsögninni, þetta er JÓN JÓNSSON, eiginmaður og tveggja barna faðir sem reyndi á föstudaginn að kaupa sér hóru...Jón er saurkall!
það væri töffffff. Myndi skapa almennilegar vinnustaðaumræður.....
Bloggar | Breytt 27.3.2007 kl. 00:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
26.3.2007 | 20:52
OK byrjaður að sækja um vinnu.
Mjög villandi frétt, er búið að ráða eða ekki?
ps
Öllum ómálefnalegum athugasemdum verður eytt samstundis......
Leita að alvöru mönnum á ástarsögurnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.3.2007 | 19:45
Nagla í samkaup
Fjölskyldunni gengur misjafnlega vel að aðlagast nýjum búsetu aðstæðum, eitthvað saknar Kári innanhúsfótboltavallarins sem hann hafði og hefur verið að viðra þá hugmynd fyrir okkur hvort hann eigi ekki að byggja eitt hús fyrir okkur, bendir hann á stórt einbýlishús sem er staðsett fyrir neðan okkur sem eitthvað sem hann gæti hugsanleg gert. Þegar foreldrar hans tóku vel í hugmyndina veðraðist hann allur upp og stakk upp á að hann færi í Samkaup til að kaupa nagla, varð strax hugafarsbreyting hjá foreldrunum sem byrjuðu samstundis að spá í hvort að verkkunnáttan væri í alvörunni fyrir hendi..... hún dó hinsvegar um leið og barnið sagði að næsta mál á dagskrá væri að fara að kaupa prump í bónus,
Hann þyrfti á því að halda til að prumpa niður nöglunum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)