Vændi

Skil ekki alveg þessi nýju vændislög....

Ímyndið ykkur eftirfarandi  í smástund ,  eftir að  barir loka í miðbænum tækju menn upp á þeirri iðju að bjóða rónum bæjarins eina vodkaflösku ef þeir bæru þá á bakinu heim eftir djammið. Þeir sem ekki fá  leigubíl mundu nýta sér ömulegt hlutskipti þessarra manna til sinna eigin þarfa. Myndi þetta vera  stoppað? og þá hvernig, hverjum segjum við að hætta að gera þetta.

Flestir vita að  áfengissýki er  eimmit það,  SÝKI.... flaskan gaf greyjið rónunum eiginlega lítið val, kannski myndum við tala við þá sem höfðu valið, gátu tekið sér leigubíl. 

Að sama skapi er í þessum nýju lögum gengið út frá þeirri hugsun að þeir sem stunda vændi séu sjúklingar. Ef allir eru sammála þeirri skilgreiningu þá hlýtur næsta skref að banna mönnum að nýta sér eymd þeirra , annað er þversögn. 

Ef þú vilt blanda eitthverju frelsishugmyndum í þetta, hlýtur þú að þurfa taka rökræðuna fyrr, taka upp hanskann fyrir þá sem þú telur að stundi vændi á frjálsum vilja, og þá með því að banna viðskiptin værir þú að skerða frelsi þeirra, það er rökræða út af fyrir sig. Ég meina róninn vildi bera mig upp í Breiðholt.

Meginrök þeirra sem vilja ekki sænsku leiðina er að það skili engu að banna þetta, að þetta sé félagslegt vandamál sem refsiramminn geti ekki tekið á, menn sjá kannski fyrir sér stútfull fangelsi, og að vændið fari í undirheimana. Vilja frekar beita félagslegum úrræðum.

Morð og þjófnaður er félagslegt vandamál sem gerist vanalega einhversstaðar sem enginn sér til. Get ég með sömu rökum sagt að það þýði ekkert að banna morð, þar sem þá fer þetta bara í undirheimana, að það þurfi að taka á morði í félagslega kerfinu.  

Mér finnst það skrýtið að þegar menn viðurkenna að það að kaupa vændi sé vissuleg lögbrot en hafa eitthvenveginn  algjörlega misst  trúna á réttarkerfinu og þeim leiðum sem það notar, akkúrat í þessu máli, eins og þetta lögbrot sé eitthvað öðruvísi en hin, sem refsileiðin er þó  farin í.

Til þessa höfum við sem samfélag reynt að skilgreina hvað er lögbrot og hvað er ekki lögbrot, ef það er lögbrot þá er það bannað, þá er það rangt, þeir sem nást er refsað. Á meðan refsingu stendur reynum við að betrumbæta þá, ef þeir gera þetta aftur er þeim refsað aftur.

Fangelsi eru meira stútfull af fíkniefnaneitendum, sem sumir hverjir hafa engum öðrum gert mein en sjálfum sér.... það er önnur rökræða.

Ég  veit hvað menn eru að meina þegar það segjir að refsileiðinn skili ekki miklu. Ég er tilbúinn að hlusta á aðrar leiðr til að fá fólk til að hætta að níðast á hvort öðru. Fólk verður einfaldlega að verða að betra fólki til að laga vandamál heimsins, það er stóra málið. En á meðan það er að gerast notumst við við LÖG , grunnlög sem verndar frelsi fólks. Frelsi til að lifa, frelsi til að eiga, frelsi til að vera. Þú hefur ekki frelsi til að ganga á annarra manna frelsi. Þú hefur ekki frelsi til að nýta þér neyð annarra.

ps 

Eftirfarandi texti er ekki skrifaður til að koma mér í mjúkinn hjá feministum, ég er öfgamaður í þessu, ég  vill helst láta lögregluna sitja fyrir karlmönnum þegar þeir reyna að kaupa vændiskonu, taka mynd af þeim og birta á öllum mjólkurfernum í heila viku undir fyrirsögninni, þetta er JÓN JÓNSSON, eiginmaður og tveggja barna faðir sem reyndi á föstudaginn að kaupa sér hóru...Jón er saurkall!

það væri töffffff. Myndi skapa almennilegar vinnustaðaumræður.....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

loksins loksins - Það mætti kannski benda þér á karlahópinn í feministafélaginu? án gríns sko! ! !

Berglind (IP-tala skráð) 27.3.2007 kl. 09:11

2 identicon

Mjólkurfernur hmm, ekki nógu rótækt, hvað með gapastokk á austurvelli?

Hefurðu séð Running Man með Arnold Svartanaggi? Þar eru glæpamenn settir í kapphlaup um líf sitt, einn af öðrum eru þeir svo drepnir á mjög fjölbreytilegan hátt, svo ef einhver lifir það af þá fær hann að lifa og er hleypt aftur í samfélagið. Reyndar galli en einhvern veginn þurfti Arnold að lifa, myndin bara hálfnuð þegar hann vann.

 Svo var öllu sjónvarpað að sjálfsögðu svona eins og Survivor, þetta er eitthvað sem ég vildi sjá hérna.

Þetta meikar álíka sens eins og íslenska dómskerfið í dag þannig að mér finnst þetta ekkert svo vitlaust, maður losnar allavega við þessa aumingja og þetta er gott TV. 

Hjalti (IP-tala skráð) 27.3.2007 kl. 10:01

3 Smámynd: Eybjór

Berglind, hvar ætti ég að fá tíma til að ganga í karlahópinn, alltof upptekinn í Yoga therapy tímunum mínum, leðjubaðinu, pallaleikfimini og gufunni, svo ekki sé minnst á það að ég vinna á næturnar sem ofurhetja, sem er gríðalega krefjandi starf.

Finnst við erum að tala um róttækar hugmyndir hér er ein....

 Samkeppniseftirlitið fær rétt til að ryðjast inn á  stjórnarfundi með læknateymi með sér, á staðnum samstundis er körlunum breytt í kvennmenn með kynskiptiaðgerð, þar að segja þangað til helmingur stjórnarinnar eru kvennmenn..Þetta verður allt auðvitað í beinni útsendingu og endar þátturinn auðvitað gríðalega dramtíst þegar gömlu karlsvínin fá bref frá fyrirtækinu um að þeir séu búnir að lækka í launaflokk, eingöngu þar sem þeir/þær eru núna orðnar konur.....

Hvert sendir maður hugmyndir til stjórnmálaflokkana........... 

Eybjór, 27.3.2007 kl. 10:22

4 identicon

g

Gott blogg frændi :) Reyndu að útbreiða boðskapinn

Kannski vantar betri skilgreiningar á hvað vændi og klám er, við vitum nokkuð, og erum sammála um, hvað morð og þjófnaðir eru o.þ.a.l. auðveldarar að dæma í málunum.

Mér finnst þetta ekki góð hugmynd með mjólkurfernurnar, morgunmaturinn færi öfugur ofan í fjölskylduna, mér líst betur á gapastokkinn

Haltu svo áfram ritstörfunum þarna í útlendinganýlendunni, gaman að lesa bloggið þitt, var fyrst að uppgvöta það núna.

kveða

bessa (IP-tala skráð) 28.3.2007 kl. 16:31

5 Smámynd: Eybjór

Já sammála , það er gríðalega erfitt að skilgreina klám, en er eins erfitt að skilgreina vændi? Er vændi ekki svolítið þrengra consept en klám.

Mér finnst það líka stórfurðulegt að á meðan öll þessi klámumræða fór fram, forðaðist fólk beinlínis þá umræðu að skilgreina klám, umræðan fór í það að vera með eða á móti hlut sem fólk túlkaði misjafnlega. Þarfafleiðandi var þetta stutt öfgafull umræða, sem snerist meira um athyglisveiðar pólítíkusa en vitiborin umræða sem hefði getað verið viðhorfsbreytandi í þjóðfélaginu. Og ef menn halda að ég kjósi vinstri græna út af því að ég hef þessa skoðun, finnst mér hvernig umræðan fór alveg eins mikið þeim að kenna, hverskonar strategía er það tildæmis að kasta fram orði eins og netlögregla, og ekki einu sinni skilgreina það nánar strax.

Eybjór, 28.3.2007 kl. 17:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband