Færsluflokkur: Bloggar

Á maður að taka sjénsinn

Maður er svona á báðum áttum, Gæti endað illa 

Martröðin mín í gær!!


Skattaskýrslan

Ætlaði að fara að gera skattaskýrsluna, uppgvötaði þá að konan hefur í rauninni séð um þetta síðustu árin.

Ég get hinsvegar jogglað þrem boltum í einu,,,,,,eins lengi og ég vill.... 


Motta

Sagði við konuna í dag að mig langar í yfirvaraskegg, hef langað að segja þetta við hana í fimm ár, en hef ekki kunnað við að grípa fram í fyrir henni :)

Hinn hverfandi karlmaður

Á tannlæknastofunni greip ég Lifandi Vísindi, þar var verið að fjalla um hinn merkilega litning Y, eða öllu heldur hversu ómerkilegur hann er.  XX er kvenmaðurinn ,XY er karlmaðurinn. Þetta var mjög vísindaleg grein sem ég ætla nú ekki að hafa beint eftir  en inntakið var sláandi, Y litningurinn er  95% rusl, eina sem þeir segja sé nysamlegt í honum er þessi 5 prósent sem gera eistun, virkni sem þeir spá að X taki yfir með tímanum. Eina setningu man ég orðrétt, "Það sem við köllum karlmennska mun einungis fyrirfinnast í nokkrum konum í framtíðinni"

Semsagt það að segja að karlmenn hugsi bara með *****, er greinilega ósköp skiljanlegt, Y litningurinn hefur hreinlega ekkert uppá annað að bjóða. 

Y litningurinn hefur stökkbreytt sér fjórum sinnu, eftir stendur að hann getur bara 5% tengst X litningnum ( var fimmtíu prósent)

Þannig að þegar konan öskrar á þig næst um að þú skiljir hana ekki, segir þú bara 5%, ástin ég skil þig bara  5%.

Ég var auðvitað að lesa þessa grein undir gríðalegri pressu, fólk öskrandi inn í tannlæknastól o.s.fr en ég sá ekki í þessari grein mikla von fyrir karlkynið, hin ískalda staðreynd er sú að kvenfrelsis barátta á sér stað á stöðum sem við  getum engu breytt, eftir nokkur miljón ár verðum við öll konur.

Á erfitt með hugsa þetta til enda, þýðir þetta tildæmis að enginn fótbolti verður spilaður framar......hvað er í gangi!!!!!!!


Túss gekk berseksgang.

Keyptur var svokallaður permanet marker, eitthver geimfaratúss sem hannaður er sérstaklega í það að vera endingargóður. Greinilega hafa þeir passað sig að ekkert gæti unnið á blekinu, vara sem algjörlega er hægt að treysta að þegar þú skrifar eitthvað með honum, þá er það varanlegt....

En hugkvæmdist þeim að hafa BARNALÆSINGU á þessu kvikyndi.

Eftir leikskólann í dag fer strákurinn í þriðju gráðu yfirheyrslu, hann er með pennan faldan eitthverstaðar, hann neitar öllum sökum en ég mun hafa betur.

ps

Ef eitthver veit hvernig á að ná bleki af lcd skjá, vinsamlegast látið mig vita.

 


Magavöðvar

Sætið á toyotunni gaf sig í dag, þar að segja að bakhlutinn dettu núna niður, gæti lagað þetta en hef ákveðið að gera það ekki, ástæðan er sú að vegna legu botnsins er eini sjénsinn til að halda sér beinum í baki að nota magavöðvanna,,,, Ef þú verður of þreyttur og dettur aftur fyrir þig, keyrir þú útaf og DEYRÐ.......

 Stefni á að vera með hrikalega magavöðva í sumar.


 

 


Tannlæknirinn at 1400

Er að fara til tanza, ef þið heyrið ekkert í mér aftur hefur saddistinn drepið mig......

 

blómar og kransar afþakkaðir. 


Minn eiginn berari

Ætli það sé hægt að ráða mann til að bera mann, sinn eiginn berara. Þyrfti aldrei
standa upp og ganga framar, nema kannski þá bara út á sportið.

Ég myndir kalla minn Hans, hann þyrfti að vera stór og skreflangur, koma mér milli herbergja
á meiri hraða en ég færi þangað sjálfur,

Hans komdu hérna, berðu mig út í bíl. Hans þarf að fara inn í eldhús, HANNNNSS

þeir sem þekkja mig vita að ég er ekki latur, þetta væri bara svo praktíst að eiga einn Hans,
hvað ætli maður þurfi að borga honum, ætla að fara að googla þetta, tjékka á hvað menn
eins og Hans fá í laun..

ps

niðurstöður mikillar leitar á veraldvefnum leiddu það í ljós að það tíðkast ekki að fólk
beri fólk. Þrátt fyrir að sonur minn haldi öðru fram..


Ég er ekki GUÐ

Vill gera það opinbert áður en orðrómurinn fer lengra. Hann er náttúrulega alþingismaður að aðalstarfi, við vitum öll fyrir hvern alþingismenn vinna fyrir.

Ég mun því hætta við partýið, og eyða helginni í að vona að þetta stundarbrjálæði í mér muni ekki hafa áhrif á ofurmannahæfileikana sem guð ætlar að gefa mér í afmælisgjöf. 

Ósýnilegur með xray-vision (stelpur þurfa ekkert að óttast,, great powers comes with great responsibility) 


Örlög mín ráðin

Ég var að leita á mbl hvar ég gæti fengið lykilorðið mitt á blogginu sent, sá ég fítus þar sem sagði að ég væri númer 261 í vinsælustu bloggum í heiminum held ég bara.

það var kannski ekkert merkilegt en svo sá ég að í sætinu fyrir neðan mig var Karl V. Matthíasson prestur.

Allan tímann litið á að guð væri eini sem gæti verið fyrir ofan presta.

Ég er í sjokki, ég fyrir ofan prest, ekki nema - gæti það verið, ég meina ég vissi alltaf að ég myndi verða að eitthverju, ég er búinn að vita það frá því í æsku að ég hefði ofurhetjuhæfileika. EN GUÐ

 

Bíð í partý á helginni, þar mun ég spreyta mig í að breyta þrem tunnum af vatni í vín, vinsamlegast komið með bland, þeir sem ekki mæta verða umsvifalaust lostnir niður með eldingu......

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband