Hvar voru myndavélarnar....

Í gærkvöldið var lamið á hurðina, konan hljóp fram, er hún opnaði heyrði ég í Lögreglunni öskra að það væri kviknað í húsinu og við þyrftum að fara út strax......í sömu mund fóru brunabjöllurnar að öskra í sameigninni...

Ég brást auðvitað við á ofurhraða, rauk inní herbergi greip sofandi strákinn og rauk út, Bjóst við að sjá konuna standandi í sömu sporum ráðalaus ennþá við útidyrahurðina. Það reyndist hinsvegar ekki málið, hún hafði klófest dótturina og var kominn langleiðina út úr dyrunum, móðureðlið bregst ekki á ögurstundu.....

Ég var meira segja í náttslopp, þetta gat ekkii verið meira bíómyndalegara....

En það voru engar myndavélar þegar út var komið, ekkert tökulið gat smellt af gríðalega myndalegum Eybjórnum hlaupandi út úr eldi vöfðu húsinu með soninn í fanginu.... ég hafði meira segja planað að rífa mig úr sloppnum, það hefði verið flott myndskeið í kvöldfréttirnar, Eybjórinn ber að ofan í rigningunni með bæði börnin í fanginu, með alelda húsið í bakgrunninum......ég hefði auðvitað sagt eitthvað töff, horft í myndavélina með karlmannssvip og stingandi augnaráði....

Maður verður eiginalega að spyrja hvort fréttamenn hérna á Íslandi taki starfi sínu alvalega....að vera ekki mættir á svæðið væri talin vera brottrekstrarsök í öðrum siðmenntaðri löndum eins og t.d Bandaríkjunum,,,,(ég hinsvegar get huggsanlega sviðsett þetta aftur ef ég verð beðinn um það)

es

það kom hinsvegar í ljós að eldurinn var minniháttar og engin slys voru á fólki, það kviknaði í steikarpönnu upp á 2,hæð...það þýðir samt ekki að ég hafi ekki verið töff þegar ég hljóp út úr húsinu....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað með X-boxið? Ekki ætlaðir þú að láta það brenna? Mér finnst þú hefðir átt að vaða inn í eldinn og óvissuna, Jóna beðið skjálfandi fyrir utan, börnin með tárin í augunum og þá birtist þú sveittur og sótugur með X boxið á meðan húsið hrynur niður fyrir aftan þig. Það er töff...

hjalti (IP-tala skráð) 27.11.2007 kl. 15:11

2 Smámynd: Eybjór

Xboxið er auðvitað vel geymt í teflon eldvarða öryggisskápnum mínum sem lokast er það sensar hættu......hvað annað

Eybjór, 28.11.2007 kl. 00:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband