14.11.2007 | 19:54
Flugmaðurinn er kona
Var að kubba með syninum. Smíðuð var legolest, þega faðirinn ætlaði að keyra á stað var rekið upp vein. Flugmaðurinn varð að sitja undir stýri, var þá gramsað í skúffu og rétti kallinn tekinn upp. Reyndist flugmaðurinn vera ljóshærð konulegókall, meira segja með sítt hár, Þetta þótti mér svosem ekki frásögu færandi þar sem strákurinn þekkir nú tvo flugmenn og annar þeirra er kona með sítt ljóst hár.......
Annað sem kom þó á óvart var að freknótti rauðhærði legókallinn var gjörsamlega vonlaus, honum var engann veginn treystandi að stýra nokkrum sköpuðum hlut, hann fékk þó far með lestinni þar sem hann gat ekki labbað, var sleppt út á tún og fékk að bíta gras í smá tíma þangað til honum var skutlað heim í legókastalann en þar var hann skilinn eftir meðan restin fór í ísbúðina,.... Hannn var nefnilega svo leiðinlegur skilur........
þar hefur þú það Hjalti meðan þú ert með konunni þinni þá munu allir telja að hún sé að halda þér uppi, fólki finnst þú greinilega sí étandiog í samanburði við konuna þína þá ert þú hreinlega leiðinlegur.....
en þetta er svo sem bara skoðun þriggja ára krakka, hvað veit hann.....
Athugasemdir
A) Ég er fullkomlega fær um að borga mína reikninga og fara út í Bónus, á meira að segja afgang til að KAUPA MÉR ENSKA BOLTANN (annað en sumir sem ég þekki sem eiga heima í yfirgefinni herstöð)
B) Það er ekkert að því að éta, það er meira að segja hollt og jafnvel svo gaman að sumir gera of mikið af því (eins og sumir sem ég þekki sem eiga heima í yfirgefinni herstöð)
C) Konan mín er skemmtilegri en ég, ég viðurkenni það og ég er stoltur af því. Hvers vegna ætti ég að vera með konu sem er leiðinlegri en ég? Hvað væri svona gaman við það (Jóna þú ert samt ekki leiðinleg)
Svo finnst mér Ís ekkert góður
hjalti (IP-tala skráð) 15.11.2007 kl. 01:35
Mér finnst ís ekkert góður,,,já já , varst þú einn af þeim sem notaðir svona setningar eins og," mér finnst bara betra að vera valinn síðastur í fótbolta", "hvaða rosalega partí var í gær", "ég sit fremst svo ég geti tekið betur eftir" og að ógleymanlegum "hvað meinaru með því að hún hafi sofið hjá öllum í bekknum nema mér"
Flest allir sem eiga erfið unglingsár Hjalti minn gera upp æsku sína á fullorðinsaldri og horfa fram á veginn....ekki fastir í sömu frösunum....
Eybjór, 15.11.2007 kl. 17:25
Eyþór keyptu þér bara enska þá ætti þessi öfund að róast hjá þér, ég veit vel að Konan þín er á móti þessu og finnst þetta sóun en ég held að sálarlíf þitt sé á ystu nöf og þú hreinlega verðir bara að ganga frá þessu.
Get skýrt þessar setningar aðeins og raðað þeim upp í tímaröð.
"hvað meinaru með því að hún hafi sofið hjá öllum í bekknum nema mér"
Ég var nú með konuni þinni í bekk í 4 ár og þetta fór nú alveg framhjá mér, enda sagði ég oft á mánudögum:
"hvaða rosalega partí var í gær"
hjalti (IP-tala skráð) 17.11.2007 kl. 13:24
Magnað hvað þú ert duglegur að koma þér í vandræði,,,,ef ég skil þig rétt þá ertu að gefa það í skyn að Jóna hafi verið bekkjard****an
Án þess að vita það býst ég við að konan mín hringi í þína og í samráði ákveði þær réttláta refsingu....
Hugsanlega bara upp úr þurru þá ákveður konan þín kannski að enski boltinn sé ekki lengur í boði..gæti það verið...
Eybjór, 18.11.2007 kl. 21:26
Ég gaf EKKERT í skyn ég var einfaldlega að reyna að átta mig á þessum ógleymanlegu frösum sem Þú komst með. Eins og ég segi þá fór þetta alveg framhjá mér, enda veit ég ekkert hvað fram fór á vistinni í denn, maður vogaði sér ekki þangað inn af ótta við að smitast af einhverju hræðilegu.
hjalti (IP-tala skráð) 19.11.2007 kl. 18:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.