17.5.2007 | 12:38
Af hverju hafa karlmenn geirvörtur?
Mágkona mín henti í mig bók sem hún var að lesa, í bókinni benti hún mér á niðurstöður rannsókna, um að munur kynjann er ekki svo mikill í náttúrunni. Samfélagið og menningin okkar gerir í raun meira í að undirstrika þennan mun alveg frá byrjun(strákar í bláu stelpur í bleiku o.sfr.) en náttúran nokkurntímann.
Hún kom með það pönslæn í endirinn að það væri sannað að karlmenn gætu í raun mjólkað fyir barnið sitt, það semsagt þekkist ef neyð þeirra hrekur þá í það......
Konur með skegg og mjólkandi karlmenn, það er draumurinn........ og svo er ég að lesa þessa frétt hérna....þeir vita greinilega ekki betur, eða hvað?
Athugasemdir
Viltu ekki bara prufa þetta á næsta barni? tímasetningin gæti ekki verið betri.
Gætir byrjað strax núna og fengið þér þar til gerða dælu og safnað upp smá birgðum, svo er þetta örugglega gott í kaffið og svona... Hrollur.....
Capt. Gylfason (IP-tala skráð) 17.5.2007 kl. 15:25
Ætla ekki að tala um þetta meira, sagði mágkonu minni að það væri ekki rétt leið til að fá meiri umræður um jafnrétti að byrja að tala um að karlmenn ættu að fara að sjá börnum sínum fyrir mjólkinni, það er bara of extreme fyrir mig....... Hún svaraði ekki heldur spurningunni minni um hvort hún myndi vilja vera með karlmanni sem mjólkaði.....
Eybjór, 17.5.2007 kl. 16:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.