Borg óttans

Á morgun förum við feðgar í bæjarferð, förinni er heitið í borg hinna týndu sála, þar sem óttin ræður ríkjum. Þar sem litlar smásálir rotta sig saman og byrja að líta á sig sem heimsborgara í skjóli fjöldans.  Þar sem rödd leiðtoganns kafnar undan  öskri hinnar staðföstu syndar sem nærist á málamiðlunum.............

Verður strákurinn gerður að manni í þessarri ferð, mun ég sýna honum Reykjavík og öll hennar dimmstu skot.........verður hann látinn læra að lífið er ekki alltaf fallegt, syndin er ljót.....................og hún er stanzlaust að bjóða sjálfri sér í kaffi........

Móðirin verður skilin eftir heima, enda myndi hún líklega brotna saman við þá ömulegu sjón að sjá ungann son sinn ganga í inn í ófreskjuna, ófreskjuna sem smásálinar dýrka , ófreskjuna sem þeir kalla Mcdonalds.....

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skil þig, þú ert að brjóta hann niður andlega og líkamlega á versta mögulega hátt, á meðan hann er ennþá nógu ungur til að geta náð sér fullkomlega. Þetta á örugglega eftir að herða hann svo gríðarlega að hann á eftir að standa af sér allar tæklingar og vinna öll skallaeinvígi á Nou Camp eftir 20 ár.

Þetta minnir á fólkið sem pínir áfengi í börnin sín einu sinni til að láta þeim verða óglatt og æla svo þau drekki aldrei aftur.

Óttastu samt ekki að hann eigi samt eftir að daðra við MSG Djöfullinn þegar hann hefur fengið að finna innantómt ruslbragðið af sveittum Bigmac, eða þá hann leggist í djúpsteikingarvímu eftir að hafa nagað einn KFC. Þetta gæti snúist algjörlega í höndunum á þér og hann endað sem offitusjúklingur með sykursýki og ég veit ekki hvað.....

Hjalti (IP-tala skráð) 10.5.2007 kl. 13:17

2 identicon

þú ert greinilega að bíða eftir að einhver komi og segi þér hverrsu mikla frásagnarhæfileika þú hefur og hve lunkinn þú ert að breyta hversdagslegum hlutum í magnþrungna spennusögu.Í örvæntingu þinni reyniru að hafa pennan að vopni í von um að einhver komi og mæli með því að þú gefir út bók.Einn maður er örugglega nóg til að koma þér af stað. Ég sé í gegnum þig, þú verður alltaf gamli sófinn sættu þig við það.

Bernharður (IP-tala skráð) 11.5.2007 kl. 20:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband