25.4.2007 | 11:28
Hugurinn
Hugur manns er alltaf fyrstur til að stoppa mann. Stóð hann að verki í morgun, er hann var að dæla út úr sér frekar einhliða upplýsingar....... letja mig niður í stöðnun
--------------------------------------------------------------------------------------------------------
- Gerðu þetta bara seinna, þá þarfu ekki að gera þetta núna, einfalt
- Við hvern verknað eykst hættan á slysum, það er staðreynd
- Nauðsynleg tæki og tól eru örugglega ekki til þegar þú kemur á staðinn, hví að leggja þetta á þig.
- Reiknaðu þér þann tímasparnað sem þú græðir á því að sleppa þessu bara í framtíðinni, reiknaðu svo sjálfur þér lágmarkslaun sem þú svo margfaldar með tímanum, sýndu konunni svo svart á hvítu afhverju það margborgar sig að gera þetta ekki.
- Eyþór þú ert með slitið liðband, eitt orð ÁLAGSMEIÐSL
- Slepptu þessu bara, kannski ekki talið vera eðlilegt í samfélaginu, en hvað er samfélagið hvors sem er? Er það fullkomið? Er það ekki að taka sífelldum breytingum? Það sem þykir rétt í dag þykir rangt á morgun og öfugt.
- Hættu að hugsa um þetta, þú ert að drekka kaffið þitt núna, eyðirleggur alla stemmningu
- Þetta er endalaus vinna sem hleðst upp aftur og aftur ef þú ferð ekki að stoppa þetta, taktu afstöðu núna í að sleppa þessu bara
- Útkoman á eftir að verða verri en hitt, hjá sumum er einfaldlega betra að gera ekki neitt en að framkvæma og mistakast. þú Eyþór er í hópi með þessum sumum....
- Þetta er nákvæmlega það sem konan þín vill að þú gerir, ef þú gerir þetta þá fylgir allt hitt á eftir....
---------------------------------------------------------------------------------------------------------
Eins og þið sjáið er ég minn versti óvinur, eins og hugur manns sé sjálfstæð vél sem hefur alltaf á takteinum hvers vegna á ekki að gera hlutina, allt þetta á nokkrum mínútum.
Í baráttu minni við hugann hafði ég samt betur í þetta skipti, ég sigraði minn stærsta óvin, ég sigraði sjálfan mig. Er ég stóð upp fann ég fyrir frelsinu, staðráðinn í að framkvæma verknaðinn, þrátt fyrir allar afsakaninar. Fannst að með sigri í þessum bardaga þá gæti ég unnið allar mínar framtíðar orustur við þenna leikna óvin. Með bjartsýni að vopni mun ég kljást við öll mín framtíðarverkefni hugsaði ég með mér er ég labbaði inn á klósettið og skeit.....
Athugasemdir
Hvað er að? ertu með niðurgang, harðlífi eða gyllinæð, það er nú ekki svo mikið mál að skíta er það?
Fyrst þú ert að tala um skitu þá datt mér í hug að minnast á nýirði, eða nýtt orð sem ég fann uppá: Þarmaléttir, ástand eða lýsing.
Lýsir sér í því að þú ert búinn að halda í þér í nokkurn tíma, ert kannski búinn að vera niðrí bæ og vilt ekki skíta á almennings salerni en svo þegar að athöfninni líkur og þú ert nokkrum kílóum léttari, þá finnur þú fyrir rosalegum létti í þörmunum og innyflunum öllum eftir að þau fá sitt eðlilega pláss. Því meiri meiri saurlosun því meiri þarmaléttir.
Ætla að vinna í því að fá þetta í næstu orðabók.
hjalti (IP-tala skráð) 25.4.2007 kl. 16:30
takk Hjalti,,,,
Það eru til þrjár gerðir af bloggum í heiminum,,,,
(1) Pólítíkusar og aðrir áróðuspésar sem blogga villt þessa dagana. (2)Þó má inni á milli greina góða, fræðandi og skemmtilega penna sem hafa eitthvað að segja, eru kannski að segja manni frá heiminum, skrifa dagbók um hvernig þeir upplifa annað fólk á ferðum sínum , eru interessant, blog sem menn eins og ég heimsæki, (3) Og svo eru það hvíta hyskis hjólhýsabloggararnir, menn sem hafa hvorki gæði né málfar til að blogga, bloggið er tilgangslaust, efnislaust, minnir frekar á Jerry Springer þátt, algjör lágmenning...
Minn draumur hefur undir niðri verið að verða í blogghópi númer tvö. Að kannski eitthverntíman verði litið svo á að rödd mín þurfi að heyrast, að djúpstæð virðing fyrir skrifum mínum vakni meðal almennings.
Og svo kemur þú með orðið ÞARMALÉTTIR,
Finnst ÞARMALÉTTIR og umræða um það orð vera eðlileg framvinda á mínum skrifum......
Og allt í einu finnst mér eins og lágmenningin sé komin til að refsa mér,,,,,,
ps
Vissi að þú væri með óeðlilega mikla fóbíu við að gera númer tvö á almennigsalernum, en að þú værir búinn að búa til þitt eigið tungumál þegar þú ert í þessu ástandi kemur mér gjörsamlega á óvart.
Eybjór, 25.4.2007 kl. 22:49
Hjalti, því meira sem ég hugsa um þetta orð, því meira fer ég að sjá hvaðan þú kemur, sjá niðurstöðu leitar á google, þetta orð er ekki til, þú ert fyrsti maðurinn sem ég þekki sem hefur möguleika á að koma að sínu eigin orði í Orðabók Íslands....HJALTI þetta er stórt, þú getur verið maðurinn sem fann upp orðið Þarmaléttir,,,,,,,,
Engin skjöl fundust með leitarstrengnum - þarmaléttir.
Uppástungur:
Eybjór, 25.4.2007 kl. 23:29
Veit það, þetta vantar og ég fann upp á því, Hjalti Gylfason Orðsmiður hefur talað.
Mér finnst nú engin lágmenning að vera að ræða nýirða smíðar og fá komment á bloggið sitt frá einum af rithöfundum íslensku orðabókarinnar. Þetta er nú bara frekar að nálgast hámenningu ef eitthvað er.
þarf að fara að pússa spariskónna finn á mér að heimboð á Bessastaði nálgast, kæmi mér ekki á óvart þó að ég kæmi heim með Riddarakrossinn.
Hjalti (IP-tala skráð) 26.4.2007 kl. 09:27
Ég er búinn að brjóta heilann um stuttan og hnitmiðaðan texta í orðabókina, þar að segja skýringu á orðinu, finnst eins og þetta orð eigi sér ekki samheiti,,,, þetta er ný skilgreining á ástandi, orðasambandið "alveg að kúka á mig" nær ekki upp í þær hæðir sem "þarmléttir" stendur í.
Hér er því smá tillaga...
ÞARMALÉTTIR: Lýsing,,,, Er viðkomandi nær að afstýra innvortis þarmasprengingu, dæmi "þetta var sannkallaður þarmaléttir", viðkomandi aðili finnur fyrir líkamlegum sem sálfræðilegum létti, gæti hugsanlega grátið eftir á......Orð sem er vel þekkt í heimi þeirra með óeðlilega hræðslu við almennings klósett..
Eybjór, 26.4.2007 kl. 12:16
já það er ekkert grín að eiga erfitt með að skíta á almenningssalerni.
Heyrði sanna sögu um mann (erlendan flugstjóra) sem átti við klósett phobiu á alvarlegu stigi að etja, nema hvað að maðurinn var á leið í flug og það voru eilífar seinkanir, loksins er farið af stað frá Manchester til Kúbu sem tekur um 10 tíma og allann tímann heldur okkar maður í sér. Þegar komið er uppá hótel rúmum klukkutíma eftir lendingu þá hefur talsverð saurþjöppun orðið sér stað og þegar átökin eru sem mest að þá RIFNAR Á HONUM HRINGVÖÐINN....
Ég er nú ekki svona langt leiddur en drulla þó ekki hvar sem er.
Varðandi tillögu þína þá tek ég hana til skoðunar og mun birta niðurstöður eftir að ég kynni orðið fyrir nýirðanefnd Orðabókarinnar....
Hjalti (IP-tala skráð) 26.4.2007 kl. 22:15
Já eins og sést á þessarri síðu sem benti á hér fyrir ofan er þetta eitthvað sem maður á ekki að gera grín af, var aðeins að gúgla meira,, stöku sinnum er efnt til svokallaðra nýyrða keppna, þá erum við að tala um vegleg peningaverðlaun,,,,Hjalti held að þetta sé stóra tækifærið þitt til frægðar, þetta gæti vel verið þinn ofurhæfileiki sem við vitum báðir að þú hefur verið að bíða eftir að kæmi í ljós......
"Hjalti Gylfasson, nýyrðasmiður og einn af höfundum íslensku orðabókarinnar",,,,, svona titil hlýtur að kitla hégómann aðeins,,,,hættu í dagvinnunni þinni strax.......
Eybjór, 26.4.2007 kl. 22:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.