Hvar er skrifstofan?

Ég er núna að klára að flytja út úr frystihúsinu, hef unað mér ágætlega í 400 fermetra kaffistofunni þessa 6 mánuði.  Húsið er að verða tómt aftur, það er í lagi það er vant því. Kvótakerfið drap það.

Ekki langt síðan að þetta var eitt stærsta fyrirtækið á Ísafirði, fimmþúsundkallanir sem synda hérna fyrir utan þorpin komu flæðandi inn í þetta risastóra hús. Núna nokkrum kvótakerfisárum síðar er ég að flytja út. 

Ef tómlætistilfinning er orð, þá er það stemmningin sem maður fær þegar maður labbar um húsið,  vinnslusalurinn tómur, allir tómu búningsklefarnir,  kassaloftið, öll klósettin, skrifstofa forstjóra,  reykingarkompunar, tækin, lyftan, kaffistofan og 600 fermetra frystirinn sem hefur ekkert til að frysta. 

Hér voru einu sinni prentaðir peningar, hér kom fólk og fékk pening, hér var peningarstreymi , fólk settist að í kringum þetta hús, byggði sér  minni hús, festi rætur.  

Forsenda minni húsana var hús eins og þetta, þegar það dó, særðust hin, fólk býr í húsum sem misst hafa verðgildi sitt. Þarf að finna aðra leið til að ná sér í pening, þeim leiðum hefur fækkað. Hvort eigum við að öskra á þjófanna eða spara orku og reyna að gera eitthvað annað. Sumir gera bæði, aðrir flytja.

Hérna eru 2 kassar af niðursuðudósum merktum Básafell. ef þú opnar þær eru 2 blöðrur og ópalpakki, hann er  einnig sérmerktur. Ópalið er svoldið gamalt. Við uppgvötuðum að í sumum dósum er miði, þar stendur eftirfarandi texti " VINNINGUR, vinsamlegast nálgist vinninginn ykkar á skrifstofuna" 

 Ég er brjálaður, ég er kominn með 4 vinninga en helvítis kvótakerfið tók skrifstofuna í burtu.....

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Langan dimman vetur dúridúri dadarada dei.

Þú ættir kannski að flytja suður áður en þú gerir einhverja ólétta eins og Bubbi í laginu?

Kv.Hjalti 

hjalti (IP-tala skráð) 16.3.2007 kl. 09:33

2 Smámynd: Eybjór

Ég er búinn að gera eina ólétta, sé að þú hefðir viljað fá þetta aðeins meira dramartískt, skal byja aftur...

" kuldinn sagði ekkert þegar hann skreið upp bakið á mér. Er ég gékk út í síðasta skipti tók vindhviðan á móti mér og æddi inn í húsið einsog síðasti andardráttur hins deyjandi manns. Þegar ég lokaði glumdi í húsinu, síðustu dauðahryglunar þögnuðu þessa dimmu löngu vetrarnótt, enginn heyrir öskrin framar.............................................. 

Eybjór, 16.3.2007 kl. 10:31

3 identicon

Vá þú ættir nú bara að leggja ritstörfin fyrir þig, ekta íslenskur kaldur raunveruleiki deyjandi sjávarþorp og allir í fýlu og öskrandi þunglyndi og svoleiðis, ef þú hendir inní þetta einhverjum viðbjóðsglæpum eða alkóhólisma þá ertu með fínt handrit fyrir Balta eða Hrafn Gunnlaugs. 

 Er nokkuð skammdegið farið að þjarma að þér, komdu þá bara í sólina fyrir sunnan

hjalti (IP-tala skráð) 16.3.2007 kl. 10:57

4 identicon

Já Eyþór þetta er allt saman magnað.  En hvað ætli þú sért að gera í dag annað en að semja stórkostlega pistla um ískaldann veruleikann sem tekur svo djúpt á árinni að það rennur ískaldur sviti niður hryggjasúluna og suðar í eyrum.  Ertu búinn að reisa gler-kastalann ofan á frystihúsinu sem áttu að vera alin upp af rafmagni og sjálfvirk eftir sólarúri eða tölvu.  Hvar er lífið?

Kveðja af kanntinum, einn sem hætti á svipuðum tíma og þú í gamla haughúsinu er hafðist við tölvubúnað.  Hver ætli riti þessi orð? Hver hefur gaman að krækja í sporð?  Hvort það er síðan í soðið getur verið loðið en hefur gaman af.

Venlig hilsen,

unknown   muhahaah

Mast Erat Hiding (IP-tala skráð) 21.3.2007 kl. 13:05

5 Smámynd: Eybjór

Veit hver þú ert, en þar sem þú eins og ofurhetjurnar vilt ekki gefa þitt rétta nafn og þar með opinbera þitt secret indentity mun ég ekki gefa það upp........

Hinn alsjálfvirki glerkastali eins og ég kaus að kalla hann, lenti í brotsjó, þar sem lítill áhugi var hjá bæjarbúum að byggja sér lítil heimili fyrir neðan kallinnn þá þurfti að svo stöddu  að seta þá hugmyndina  í salt.

Eybjór, 21.3.2007 kl. 14:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband