8.3.2007 | 12:37
Alltaf busy
Sé að Steini er alltaf merktur "busy" á Msn, þetta þykir mér skrýtið þar sem maðurinn býr á Kópaskeri.... þetta stríðir hreinlega gegn almennri skynsemi að eitthver sem býr svona langt frá mannabyggð sé upptekinn, sérstaklega þar sem hann er að sjá um þjóðgarð sem er hálf lokaður á veturnar.....for christ sakes hann er RÍKISSTARFSMAÐUR
En fattaði þetta núna rétt í þessu,, þetta er auðvitað grín hjá honum, hann situr glottandi bakvið tölvuna sína að bíða eftir því að eitthver fatti þetta.... Ég er búinn að fatta þetta LOKSINS....
Starfsmaður hjá ríkinu busy.....góður.....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.3.2007 | 12:01
Sammála þessum þarna.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.3.2007 | 14:26
Flutningar
Plan A
flytja núna í múlarlandið,,,
vera þar í þrjá mánuði,,,,,
flytja suður,,,,,,
vinna þar
sækja um skóla í bifröst,,,,
flytja þangað.,,,,,,,
Semsagt þrír flutningar á næstunni,,,veiiiiveiiii
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
5.3.2007 | 14:36
Tæki til að lesa hugsanir
Þarna er lausnin um klámið komið, vinstri grænir eiga líklega auðvelt með að samþykkja hóp lögreglu manna sem labba um götunar og mæla fyrirætlanir fólks......ef fólk er að hugsa eitthvað ljótt, henda þeim beint í steininn, ,,,,
Reyna að lesa hugsanir manna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.3.2007 | 22:25
Reglur: þrjár stelpur í koddaslag,allir á móti öllum,fjórar skipt í lið,annað liðið bert að ofan
Hjalti er einfaldur í eðli sínu, vill ekkert vera að flækja málinn, vinstri helmingur stjórnmálanna eru uppgjafahippar, forsjárhyggja er greinilega ekki uppá hillu hjá honum(allavega miðað við commentið) . Ég fór að pæla í þessu hjá honum og hann hefur efni á þessu, hann treystir fólkinu til að velja sjáflt.
Svo mikið að hann hvetur konuna sína í að flytja út (án hans) til að vinna sem flugmaður í bresku flugfélagi, þar sem ég datt aðeins inn þessa þætti mile high club þekki ég aðeins til lífstílsins sem þar tíðkast.
Ég sem lít náttúrulega aðdáunaraugum á mannin sem er ekki að takmarka val konunnar sinnar, þrátt fyrir að hafa sjálfur látið það út úr sér að engin kona getið staðist mátt flugmanns einkennisbúningsins til lengdar. Maðurinn pakkaði sjálfur fyrir hana og bar töskunar út í bíl. Hjalti er nefnilega maður frjálshyggjunar..
Á meðan bullandi forsjárhyggja er við líði hjá okkur hinum, ég kom t.d konunni í kennarann (98% að kennurum eru konur,restinn bótajakka-karlmenn sem enginn ógn stafar af) Aðrir nota aðrar aðferðir eins og flytja á afskekkta staði , neiða þær að klæðast asnalega, brjóta niður sjálfstraustið þeirra og fleiri atvinnuleyndarmál sem ég ljóstra ekki upp hér.
Auðvitað hefur allt þetta sama markmið , það er að geta fitnað og svona kannski ekki "haft fyrir hlutunum" án þess að eiga það á hættu að þurfa að berjast við myndalegara(áhugasamara) karldýr um hylli dýrsins. Því minna val sem þær hafa því betra skilur. Forsjárhyggja.....tökum valið frá konunum okkar....
Eins og ég sagði þá var ég byrjaður að líta upp til mannsins og var að spá í að leyfa konunni aðeins meira frelsi, kannski jafnvél gefa henni leyfi til að tala við íþróttakennarann, en þá lenti ég á spjalli við konuna hans Hjalta á msn...þar var hún ekki að tala um veðrið eða eitthvað flugdót og svona.....nei heldur var hún að skýra út fyrir mér nýjar reglur sem flugmennirnir voru að kenna henni,, þrjár stelpur í koddaslag,,,allir á móti öllum,, fjórar skipt í lið..annað liðið bert að ofan....
Held að Hjalti hafi ekki allar upplýsingar.....hann hefur líklega ekki horft á þættina sem ég bað hann um að horfa á áður en hann samþykkti brottför hennar út úr landinu, Hjalti er ekki frjálshyggjumaður hann veit bara ekki betur......
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.3.2007 | 20:22
Er strákurinn minn liverpool maður?
Horfði á strákinn minn meðann hann var að horfa á Pétur Pan, hann er skíthræddur við Kobba krók. Hangir fyrir aftan sófann mest alla myndina en stekkur öðru hverju fram þegar Pétur hefur betur, voða ánægður með sjálfann sig eins og hann hafi alltaf vitað að Pétur myndi hafa þetta. Ég horfði lengi á þessa hegðun hjá honum því hún minnti mig á eitthvað.......svo fattaði ég það, hann var þarna að sína klássíska liverpool hegðun.....þeir birtast einsog gorkúlur þegar vél gengur........ en hverfa jafnóðum þegar illa gengur.. vonandi verða þeir samt fyrir framan sófann á morgun og skella júnæturum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.2.2007 | 14:28
Forsjárhyggja
Þessi hér var að rökræða við þennan hér Ég var sammála þessu fyrrnefnda, það virðist vera hjá vinstri grænum að það er sama hversu umdeilanlegar aðferðinar eru þá sé hægt að afsaka þær með því að tilgangurinn er svo góður..
Á að verðstýra gosi og sælgæti?
Tilgangurinn er göfugur? minnka sælgætis neyslu barna, hver getur sagt nei við því.
Það er nefnilega ekki hægt að segja nei við því, Kók er bara ekki hollt.
En það er hægt að gagnrýna aðferðafræðina. Fólk verður að sjá munin á tilganginum og aðferðinni.
Aðferðarfræði vinstri græna ganga út á það að, ríkið eigi að reyna að hindra allt í samfélaginu sem þykir ekki heilbrigt með ýmsum leiðum, að ríkið taki að sér hlutverk stóra bróðirs.
Sú hugsun segja margir að sé gjaldþrota, einkum út af því að það skili svo takmörkuðum árangri og skerði einnig frelsi manna, jafnvel manna í að gera mistök.
En þetta er hugsun hjá þeim, þeir eru búnir að stúdera þetta og með ýmsum rökum hafa þeir komist að því að þetta er málið....
þetta er orðinn stór flokkur, það stór að líklegara er orðið en vanalega að hann komist til valda.
Ef forræðishyggja er viðurkennd aðferðafræði í flokknum. í hversum mörgum málum ætla þeir að beita henni...
Sá viðtal við hann Ögmund þar sem hann sagðist ekki vilja banna áfengi en hann vildi banna spilakassa... þegar hann var spurður afhverju ekki, þar sem auðveldalega má uppfæra sömu rök sem hann færði í að banna spilakassa upp á áfengið, sagði hann að menn þyrftu bara að meta svona frá sínu hjarta..... hvert mál fyrir sig....
Ég er ekki alveg tilbúinn í þann pakka. Að hjartað á Ögmundi ráði því hvað má og hvað ekki.
Tek það fram að ég er ekki hlynntur því að menn misnoti áfengi, setji aleigu sína í spilakassa eða fari í sjoppu 5 sinnum á dag. Og það þyrfti að vinna meira í þessum málum en verið er að gera í dag.
Ég er ekki í neinum stjórnmálaflokki og hef ekki hugmynd um hvað ég á að kjósa. Fór að hugsa að þessi og þessi eru nokkuð miðjusinnaðir og kannski væri samfylkingin bara nokkuð sterkur kostur fyrir miðjumenn en þá mundi ég eftir þessum og þessum, þeir eru líklega án þess að ég viti það innst inni meira sammála Ögmundi...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.2.2007 | 12:21
Ég er ekkert hættur að blogga
Bara svolítið upptekinn þessa dagana, Er að reyna að fá Jónu til að vorkenna mér en gengur lítið, málið er það nefnilega að ég er eini karlmaðurinn í heiminum sem má ekki snúa mig, ef ég sný mig er það umsvifalaust mér að kenna, ég kalla þetta nefnilega yfir mig sjálfur skilur , málið er það bara að eftir að ég snéri mig í smölun á síðasta ári þá fékk ég að heyra það (í hvert skipti sem ég stóð upp) í marga mánuði hversu mikill aumingji ég væri, og bent á að svona hlutir gerðust ekki fyrir neinn annan, Fór til læknis um daginn og kemur í ljós að ég er með slitið liðband. Ég hef aldrei slitið liðband áður og eru þetta alveg ný meiðsli sem ekki er hægt að gera lítið úr, hinsvegar á ég mjög erfitt með að fá hana til að taka þessum meiðslum alvarlega þar sem hún er alltaf ælandi eða sofandi....en hún skal vorkenna mér, enda er ég með slitið liðband....
annars er ég líka að að pakka niður, ákváðum í gær að flytja á morgun......
Kári er byrjaður að búa til hríðskotabyssur úr kubbunum sínum. Svoldið síðan hann byrjaði að gera venjulega skammbyssur en er greinilega búinn að upgreida sig, Þar sem mamman er kennari leggst þetta stýft á sálarlífið hennar enda alfarið á móti byssum. Ég hinsvegar nota náttúrulega öll tækifæri á nota frasann minn sem ég hef um börn kennara....
ps
eftir rannsóknavinnu móðurinnar kemur í ljós að fyrirmyndina sækir hann í teiknimyndina Stich....Stich er geðsjúk verulega trufluð geimvera sem fær regluleg geðsýkisköst og er þá ekki aðeins hættulegur jarðarbúum heldur öllum himingeimnum.....Kára finnst þetta einstaklega áhugaverður einstaklingur...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.2.2007 | 16:55
Fílakúkur
Sá í sjónvarpsfréttum um daginn skemmtilega frétt um aðferð sem pappírsfyrirtæki var búið að þróa í Afríku til að gera pappír úr fílakúk, þetta var svona fíl good frétt um hvernig kapitalistinn getur verið góður, bæði var þetta talin vera mjög góð vinna fyrir fólkið á staðnum og einnig voru fílarnir komnir í góð mál, þar sem þeir þurftu ekki lengur að hafa áhyggjur að lífi sínu enda skítandi gulli.....
Það eina sem vantar í þetta er að neytandi kaupi vöruna hérna á vesturlöndunum, hvet alla til að fara út í bókabúð og kaupa ekkert nema það sé búið til úr fílaskít.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
18.2.2007 | 01:17
Pabbi kannski bara fiskur
Strákurinn tók númer á pabba sinn í gærnótt, við vorum tveir feðganir heima í 1800 fermetra frystihúsinu okkar og hann farinn að sofa, ég var búinn að að slökkva flest öll ljósinn kaffistofunni nema að það lifðu eitthver neyðarljós og einstaka flúor ljós . Ég var að smyrja mér eina klassíska samloku Þegar ég heyrði eitthver óhljóð úr svefnherberginu, ég rölti yfir í svefnherbergis álmuna. Menn verða að skilja að í svona húsnæði sem ekki er hannað fyrir heimlisnota er aðeins öðruvísi stemmning, svona stofnanna hljóð í húsinu með flöktandi flúor ljósum
Þegar ég kom inn í herbergið sé ég að drengurinn situr upp í rúminu með augun útglennt og umlar álíka orð eins og "farðu", "ekki" "nei". Ég kalla á hann en engin viðbrögð, hélt bara áfram, virti mig ekki viðlits.
Ég stoppaði í smá stund og horfði á hann, ég komst að þeirri niðurstöðu að þetta hlyti að vera martröð, að hann væri að tala upp úr svefni. Að í draumi hans stæði eitthver fyrir framann hann og væri að tala við hann.
Ég ákvað síðan að vekja hann því hann var augljóslega ekki alltof ánægður í sínum draumi. Ég fór upp að honum og snerti hann, hann var alveg stífur, allir vöðvar í líkamanum þandir og sem meira er hann var ekki sofandi heldur í eitthverju hræðslukasti, glaðvakandi. Hann fann fyrir mér þegar ég snerti hann og sagði við mig að hann vildi fara fram, ég tók hann fram, allan tímann meðan við vorum þarna inni leit hann aldrei á mig, alltaf á sama stað.
Þegar við komum fram byrjaði hann að slaka á og ég spurði hann afhverju hann vildi fram. Hann sagði,, það er ekki hérna,
Þá ákvað ég að yfirheyra aðeins tveggja ára son minn betur og spurði hvað er ekki hérna....
hann leit á mig lengi og hvíslaði svo, "pabbi kannski bara fiskur"
Þá brosti ég að honum og hugsaði með mér að ímyndunarafl lítilla barna getur verið mikið
og sagði við hann, Kári minn þú þarft ekkert að vera hræddur við fiska,
þá sagði hann ennþá lægra "já pabbi en kannski var þetta draugur".
Þar sem ég lifi í einföldu lífi ætla ég að halda mig við að þetta hafi verið fiskur, ímyndunarafl tveggja ára stráks farið úr böndunum, hann fékk hins vegar að sofa í sófanum sem eftir er kvöldsins, enda óþolandi að sofa þegar fiskur stendur við hliðina á þér.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 02:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)