það þarf að fara að uppfæra þetta

Hvaða GULL. var spurt og áframhaldandi flutningur settur á bið.

Gull þýðir dót var svarað.

Dót,,,segðu þá bara dót, hversvegna ertu að segja gull þegar þú meinar dót

Var lítið um svör, og lagi breytt

Mamma geymir dótin þín
Gamla leggi og völu...............  flutningur stoppaður aftur, hin óumflýjalega spurning kom... HVAÐ er það?
Það eru leikföng var svarið.......
Leikföng ég á enga svona leggi.... texta breytt....

Sofðu unga ástin mín
úti regnið grætur
mamma geymir dótin þín
playmóið og Leift mqkvín
við skulum ekki, vaka um miðjar nætur.

Í lok flutnings var mér tilkynnt enn og aftur að söngur minn væri hrikalegur miðað við móðir.


Kastljósið

Kári var fljótur að planta sér fyrir framan sjónvarpið og ætlaði ekki að missa af kastljósi kvöldsins, enda ekki á hverjum degi sem Edda Heiðrún BATMAN kemur fram í Íslensku sjónvarpi.........

 


Þroskaleikfang

Afhverju þarf konan að fara með sömu ræðuna um það að maður sé bara að kaupa þetta fyrir sjálfan sig....

 Nintendo Wii er þroskaleikfang sem mun nýtast þriggja ára syni mínum um aldur og ævi...... og er því prýðileg jólagjöf


Hvar voru myndavélarnar....

Í gærkvöldið var lamið á hurðina, konan hljóp fram, er hún opnaði heyrði ég í Lögreglunni öskra að það væri kviknað í húsinu og við þyrftum að fara út strax......í sömu mund fóru brunabjöllurnar að öskra í sameigninni...

Ég brást auðvitað við á ofurhraða, rauk inní herbergi greip sofandi strákinn og rauk út, Bjóst við að sjá konuna standandi í sömu sporum ráðalaus ennþá við útidyrahurðina. Það reyndist hinsvegar ekki málið, hún hafði klófest dótturina og var kominn langleiðina út úr dyrunum, móðureðlið bregst ekki á ögurstundu.....

Ég var meira segja í náttslopp, þetta gat ekkii verið meira bíómyndalegara....

En það voru engar myndavélar þegar út var komið, ekkert tökulið gat smellt af gríðalega myndalegum Eybjórnum hlaupandi út úr eldi vöfðu húsinu með soninn í fanginu.... ég hafði meira segja planað að rífa mig úr sloppnum, það hefði verið flott myndskeið í kvöldfréttirnar, Eybjórinn ber að ofan í rigningunni með bæði börnin í fanginu, með alelda húsið í bakgrunninum......ég hefði auðvitað sagt eitthvað töff, horft í myndavélina með karlmannssvip og stingandi augnaráði....

Maður verður eiginalega að spyrja hvort fréttamenn hérna á Íslandi taki starfi sínu alvalega....að vera ekki mættir á svæðið væri talin vera brottrekstrarsök í öðrum siðmenntaðri löndum eins og t.d Bandaríkjunum,,,,(ég hinsvegar get huggsanlega sviðsett þetta aftur ef ég verð beðinn um það)

es

það kom hinsvegar í ljós að eldurinn var minniháttar og engin slys voru á fólki, það kviknaði í steikarpönnu upp á 2,hæð...það þýðir samt ekki að ég hafi ekki verið töff þegar ég hljóp út úr húsinu....


Flugmaðurinn er kona

Var að kubba með syninum. Smíðuð var legolest, þega faðirinn ætlaði að keyra á stað var rekið upp vein. Flugmaðurinn varð að sitja undir stýri, var þá gramsað í skúffu og rétti kallinn tekinn upp. Reyndist flugmaðurinn vera ljóshærð konulegókall, meira segja með sítt hár, Þetta þótti mér svosem ekki frásögu færandi þar sem strákurinn þekkir nú tvo flugmenn og annar þeirra er kona með sítt ljóst hár.......

Annað sem kom þó á óvart var að freknótti rauðhærði legókallinn var gjörsamlega vonlaus, honum var engann veginn treystandi að stýra nokkrum sköpuðum hlut, hann fékk þó far með lestinni þar sem hann gat ekki labbað, var sleppt út á tún og fékk að bíta gras í smá tíma þangað til honum var skutlað heim í legókastalann en þar var hann skilinn eftir meðan restin fór í ísbúðina,.... Hannn var nefnilega svo leiðinlegur skilur........

þar hefur þú það Hjalti meðan þú ert með konunni þinni þá munu allir telja að hún sé að halda þér uppi, fólki finnst þú greinilega sí étandiog í  samanburði við konuna þína þá ert þú hreinlega leiðinlegur.....

en þetta er svo sem bara skoðun þriggja ára krakka, hvað veit hann..... 


Raksturskennsla

Kenndi syninum að raka sig í dag, helvíti gott að vera búinn með þetta bara, mun líklega bara klára skylduna og kenna honum allt um blómið og býflugurnar, henti jafnvél bara sömu ræðu á dótturina. Verður eitthvernveginn miklu vandræðaminna að halda ræðuna þegar þau eru bara 3 ára og tveggja mánaða.......

Hvernig var þetta svo, eru margar býflugur en bara eitt blóm?

er það heilbrigt? 

 


Undrabarn ?

Móðirin hefur lengi reynt að halda því á lofti að sonurinn sé undrabarn, svona aðeins fremri sínum jafningjum. Að hér sé að alast upp framtíðarleiðtogi, einungis spurning í hverju hann eigi eftir að skara fram úr, ekki hvort.

Í augnablik í dag kom samt svolítið hik á móðurina er hún horfði á son sinn  taka upp ljósakrónu sem faðirinn hafði rifið niður og sett á gólfið , ganga að rofanum og furða sig afhverju það kviknaði nú ekkert á ljósakrónunni þegar hann kveikti ljósin. 

Í örvæntingu sannfærði móðirin sig að barnið myndi líklega skara fram úr í eitthverju öðru en eðlisfræði þetta væri einungis frávik af annars glæstum ferli stráksins og hló að honum.

Ég held hinsvegar að strákurinn sé einungis kominn fram úr móðurinni, hann var greinilega að velta fyrir sér ÞRÁÐLAUSU RAFMAGNI..... Það hlýtur að vera framtíðin..

 Erum við að tala um 5 klukkutíma fótboltaæfingar og 1 eðlisfræðitíma til vara ef atvinnumennskan klikkar.....


Köngurlóarmaðurinn

Sonur minn tilkynnti mér að hann væri orðinn vel mælskur á hinu skemmtilega tungumáli enskunni.

Hann spurði mig hvort ég vildi heyra Íslenska orðið fyrst, ég játti því og kom hann með það

Pabbi SpiderMAN og svo á  ensku SpiderMEN  ( með gríðalegum Texas hreimi)

Gaman að hann sé byrjaður þriggja ára að æfa sig í enskunni, en hinsvegar þyrfti hann kannski að æfa aðeins Íslenskuna betur.......

 


Erum við að tala um faðernispróf ?

TrollHotPinkHairBabysaglitil

Alltaf erfitt svona,  þegar maður finnur einhvern annan aðila sem er nauðlíkur barninu þínu, Þá fer maður gjarnan að gruna konuna... .

 

Ég ætla samt að vera rosalega þroskaður og leyfa henni að skýra út sína hlið áður en ég fer í "the blaming game" sko...


Ég er komin með grá hár

Og týni núna reglulega hvít hár úr skegginu á mér. 

Ég hef því hringt núna daglega upp í Hitaveitu Suðurland og beðið þá um að tjékka á vatninu hérna.......Það bara getur ekki verið önnur ástæða fyrir þessu.....

Annars er það að frétta að ég er að verða stórt nafn í heimi skordýrafræðarinnar eftir fund minn á gammayglu,  kvikindi sem hefur aldrei áður fundist innandyra á Íslandi. 

Þrátt fyrir að hafa sent náttúrufræðistofnun bréf um þennan fund minn hafa þeir ekki ennþá svarað mér. Bíð  því ennþá eftir  að þeir viðurkenni Eybjórinn sem einn af áhrifamönnum íslenska skordýrasamfélagsins. Ég er nú þegar búinn að hanna forsíðumynd af mér og pöddunni minni fyrir öll helstu dagblöð landsins, tímaspursmál þangað til MAFÍAN í náttúrufræðistofnun láti undan þrýstingi og skrái gammayglufundinn minn.....

 Annars mun ég fara í hart.....

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband