9.11.2007 | 23:03
Undrabarn ?
Móðirin hefur lengi reynt að halda því á lofti að sonurinn sé undrabarn, svona aðeins fremri sínum jafningjum. Að hér sé að alast upp framtíðarleiðtogi, einungis spurning í hverju hann eigi eftir að skara fram úr, ekki hvort.
Í augnablik í dag kom samt svolítið hik á móðurina er hún horfði á son sinn taka upp ljósakrónu sem faðirinn hafði rifið niður og sett á gólfið , ganga að rofanum og furða sig afhverju það kviknaði nú ekkert á ljósakrónunni þegar hann kveikti ljósin.
Í örvæntingu sannfærði móðirin sig að barnið myndi líklega skara fram úr í eitthverju öðru en eðlisfræði þetta væri einungis frávik af annars glæstum ferli stráksins og hló að honum.
Ég held hinsvegar að strákurinn sé einungis kominn fram úr móðurinni, hann var greinilega að velta fyrir sér ÞRÁÐLAUSU RAFMAGNI..... Það hlýtur að vera framtíðin..
Erum við að tala um 5 klukkutíma fótboltaæfingar og 1 eðlisfræðitíma til vara ef atvinnumennskan klikkar.....
Athugasemdir
Las einhverstaðar að Manure væru búnir að signa einn 14 ára, miðað við það eru því umþb 10-12 ár eftir af þínu æfingaprógrammi. Svo þarftu að pæla í landi sem gott er að byrja í. Mæli með að hann byrji í Hollandi (tækni og hraði) frekar en á Norðurlöndunum (kick and run) þá er hann betur undirbúinn fyrir spánarboltann og CL. Eiður var farinn út 15-16 ára og hann kemst ekki í liðið sitt svo þú verður að vera búinn að koma honum í klúbb fyrir fermingu helst!!!!
Veit ekki hvort þú varst búinn að pæla í því en þú ert auðvitað kominn með backup í Sögu, þú sendir hana bara í háskóla að læra e-ð peningatengt, og bingó hún fær vinnu hjá Kaupþingi eða Björgólfi og þá getur þú hætt að þjást ef Kári nær ekki að uppfylla þína brostnu drauma.
hjalti (IP-tala skráð) 14.11.2007 kl. 13:20
Ég tel mig hafa séð Scout í íþróttaskólanum hans Kára á laugardaginn, mig grunar að ég geti bráðlega fært fólki frekari fréttir. Fyrir fermingu Hjalti, þú verður að fara að fylgjast betur með þar sem þú ert nú að unga út einum núna "step up your game" ..... VIð erum að tala um þriggja til fjagra, fyrsti samningur lágmark.........
Eybjór, 14.11.2007 kl. 19:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.