31.10.2007 | 01:38
Ég er komin með grá hár
Og týni núna reglulega hvít hár úr skegginu á mér.
Ég hef því hringt núna daglega upp í Hitaveitu Suðurland og beðið þá um að tjékka á vatninu hérna.......Það bara getur ekki verið önnur ástæða fyrir þessu.....
Annars er það að frétta að ég er að verða stórt nafn í heimi skordýrafræðarinnar eftir fund minn á gammayglu, kvikindi sem hefur aldrei áður fundist innandyra á Íslandi.
Þrátt fyrir að hafa sent náttúrufræðistofnun bréf um þennan fund minn hafa þeir ekki ennþá svarað mér. Bíð því ennþá eftir að þeir viðurkenni Eybjórinn sem einn af áhrifamönnum íslenska skordýrasamfélagsins. Ég er nú þegar búinn að hanna forsíðumynd af mér og pöddunni minni fyrir öll helstu dagblöð landsins, tímaspursmál þangað til MAFÍAN í náttúrufræðistofnun láti undan þrýstingi og skrái gammayglufundinn minn.....
Annars mun ég fara í hart.....
Athugasemdir
Já, það finnst víst sitt af hverju á suðurlandinu.... Ætti að vita það, fædd og uppalin.
Þetta hefur örugglega eitthvað með vatnið að gera, þetta með gráu hárin.... Hef einmitt lent í þessu sama, þegar maður skreppur yfir nótt á æskuslóðir.
Annars ekki mjög hrifin af skordýrum yfirleitt, takk fyrir.
Fishandchips, 31.10.2007 kl. 01:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.