16.5.2007 | 22:58
Sloppinn lifandi úr borg óttans
Ferðinn ágæt, svifryksmengun haldið í lágmarki með grímum, var ekki rændur og náði öllum mínum helstu markmiðum í ferðinni..
Frétti að hópur sem vill oft kenna sig saman ræði það nú títt sín á milli hvernig beri að fagna næsta stórafmæli sem meirihlutinn á nú á næsta ári.
Að sjálfum mér er það að frétta að þriðji áfangi er á lokastigi, beyging tíma og rúms gengur nú loks upp á blaði hjá mér, nú þarf ég einungis að útvega mér nægt rafmagn fyrir fasa fjögur, Tímastoppsvélinn mun nást fyrir þrítugsafmælið mitt !
Hjalti eða MAVERIC eins og hann vill láta kalla sig núna , er orðinn flugmaður sjúkraflugsvélar vestmannaeyjar.......Þetta hlýtur að styrkja málflutning þeirra sem vilja göng til eyja strax.......
Hjalti tekur samt starfi sínu alvalega og sefur nú í fluggallanum til að spara mínútur,,,,,Ekki þarf að taka það fram að hann býr þarna einn. Enda maðurinn gjörsamlega óþolandi í þessu nýja hlutverki sínu, sem að hans sögn er ekkert síður mikilvægt en Læknastarfið...þar sem hann sé náttúrulega að bjarga lífum líka...........
Athugasemdir
Verð að leiðrétta þig, við erum tveir strákarnir hérna og ég er Flugstjórinn ekki flugmaður. Höfum þetta alveg á hreinu.
Það er rétt ég tek þetta mjög alvarlega, er til dæmis búinn að komast að því að það sparar 5,3 sekúndur að sofa með RayBaninn þegar ég tek tímann út á völl.
Segðu mér eitt fórstu í bæinn en ekki á Spiderman ???? Þú verður nú að rækta Nördið í sjálfum þér betur...
Capt. Gylfason (IP-tala skráð) 17.5.2007 kl. 01:20
Nei ég komst ekki á Spiderman í kínó......
Sem var mjög leitt þar sem ég er nýbúinn að lesa bókina "The Spiderman handbook, the ultimate training manual, by Seth Grahame-Smith foreword by Stan Lee"
"For would-be super heroes of all ages"
The spider man handbook describes everything you need to live the super hero live from the fine points og webslinging and wall crawling to keeping your identity a secret, You'll also discover
Þetta er bara lítill hluti af efnistölum bókarinnar, tildæmis er sér fjármála kafli þar sem mönnum er kennt að spara, enda ljósmyndaralaunin lá........
Er ég að rækta mig nóg fyrir þig núna, síðan er ég náttúrulega að horfa á Comic Book Superheroes Unmasked fræðslumyndina........kominn háfla mynd.....
Eybjór, 17.5.2007 kl. 13:39
Ok sé að þú ert að jafnvel ofrækta í þér Nördið, mættir kannski snúa þér að raunveruleikanum og rækta í þér....
Slepptu því, þér líður örugglega betur sem ofurhetja, menn verða að einbeita sér að því sem þeir eru góðir í...
Capt. Gylfason (IP-tala skráð) 17.5.2007 kl. 15:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.