Reynsluboltinn ég

Yfir starfsmannastjóri Vegagerðarinnar hringdi í mig í dag, var það út af atvinnuumsókn sem ég hafði sent á þá ágætu stofnun.

Vildi hann vita meira um mig og spyrjast nánar um reynslu mína og hæfni. Ekki lá ég á því og hófst handa að tjá honum frá víðtæki reynslu minni í vegagerð. Hvernig ég hef í gegnum árin auðlast mikla reynslu í þeim geira, tjáði ég honum að ég hefði bæði unnið við  lagningu vega sem og viðhaldi við hinar ýmsu aðstæður, teldi ég það minn helsta kost þau öryggissjónamið sem ég færi eftir í hvívetna sem og hæfileiki til að vinna hratt og vel með fólki.

Honum fannst mikið til þess koma þegar ég tjáði  honum að hin síðustu  ár hef ég aðalega leiðst í hönnunar og  ráðgjafahlutverkið  og einblíni sérstaklega þá á að koma að stærri verkefnum,  t.d mislægum gatnamótum sem og ýmiskonar burðaþolsmælingum......Eftir langt samtal okkar um kosti og galla mislægra gatnamóta kvöddumst við á þeim nótum að hann vildi endilega fá sendar ítalegri upplýsingar um starfsreynslu mína en í hans huga væri mjög ólíklegt að annar hreppti starfið, enda reynslumenn í geiranum vandfundnir....... 

Var strákurinn bara nokkuð ánægður eftir þetta símtal,,,,,, en svo komu hinir óumflýjalegu bakþankar.

Ég hefði kannski átt að geta þess að þessi reynsla er nær eingöngu einskoruð við  Ikea bílabrautina hans sonar míns sem eingöngu hægt er að leggja í hring?

 

 es

Segi þeim það bara þegar þeir eru búnir að ráða mig, ég meina hvað ætla þeir að gera við mig þá..ekki geta þeir rekið mig,,RÍKISSTARFSMANNINN sjálfan..... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gott plan, ég mæli með að þú haldir þessu áfram og getur kannski bætt við óheyrilegri kunnáttu þinni í byggingatæknifræði og umhverfisskipulagi ( Dundaðir þér í Lego frá 4ára aldi ), svo þegar þetta kemst allt upp þá verður þú brjálaður og heimtar skaðabætur eða ferð í mál, þar sem kröfurnar í auglýsingunni voru svo villandi, hótar að fara með þetta í blöðin og jafnvel dettur í reiði þinni og ferð á slysó ( Enter Magni )þar sem kemur í ljós að  þú hefur hlotið mjög alvarleg hálsmeiðsl eða höfuðáverka, ennþá feitari skaðabætur.....

Hjalti (IP-tala skráð) 10.5.2007 kl. 16:03

2 identicon

og ef þú heldur sögunni um slitna liðbandið leyndri þá getur þú bætt því við höfð- og hálsávrkan. Við erum að tala um himin háar bætur...

Mundu bara eftir Humarhússferðinni forðum daga og í boði hvers??? Því hærri bætur því fínni staður

ps. Og hvað í veröldinni vilja Moggamenn meina með þessari ruslpóstvörn!!! Hver er summan af tveimur og fjórtán, þarf ákveðið IQ til að kommenta hér (hef ekki áhyggjur af þessu mín vegna bara svona fyrir hina!!!)

Kolla (IP-tala skráð) 11.5.2007 kl. 12:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband