29.4.2007 | 21:25
DEXTER
Dexter í kvöld, eini þátturinn sem ég horfi á í sjónvarpinu, Það er eitthvað við það að halda með fjöldamorðingja og vona að þeir nái honum ekki. Dexter nefnilega er aðeins breytt útgáfa af Hróa Hetti, lætur sér ekki nægja að ræna þá vondu,,,,Líklega þarf ég samt að leita mér hjálpar, held að það sé sjálfgefið að það er vont fólk sem horfir á þennan þátt , en ég get svo sem andað rólega ef hið illa leynist í mér mun lögreglan ná mér , ef þeir sjá ekki í gegnum mig þá finnur DEXTER mig......
PS
Fann hérna gamla þætti sem á einhvern hátt orsökuðu margar svefnlausar nætur hjá mér þegar ég var lítill,,hver man ekki eftir þrífætlingunum. ( TRIPODS )
Þú getur horft á flest alla sjónvarpsþætti hérna (þegar sæstrengurinn í lagi þar að segja)
Athugasemdir
Já vá...ég man eftir þeim...eða ég man eftir því að hafa verið svo hrædd við þessa þrífóta að ég gat ekki horft á þættina....
og p.s. ég horfi líka á Dexter og finnst hann skemmtilegur...þannig að þú getur verið alveg rólegur því að ég er mjög góð..en ekki vond!
berglind (IP-tala skráð) 30.4.2007 kl. 08:38
Takk fyrir Berglind, hélt að ég væri sá eini..... ertu að segja mér að ef Dexter bankaði uppá hjá þér, þá myndir þú bjóða honum í kaffi??
Eftir að ég horfði á hluta af fyrsta þætti af þrífótunum fóru minningar að koma upp, minningar sem ég hef greinilega bælt niður í æsku, man núna afhverju ég var svona óeðlilega hræddur við þennan þátt. Mínir eldri bræður sannfærðu mig nefnilega að þetta væri nefnilega að gerast í útlöndunum skilur, að þetta væri því meira svona fréttir en þáttur...... ég man núna að ég gat eiginlega ekki farið út úr húsi nema að kíkja hvort ég sæji þrífót eitthvernsstaðar......
Eybjór, 30.4.2007 kl. 17:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.