29.4.2007 | 20:33
Danmörk
Hef verið að spá í skóla í Danmörku, og höfum við konan verið að ræða þann möguleika á heimilinu.
Kári hefur greinilega verið duglegur að sía inn upplýsingar um þessa Danmörku, og hefur nú staðurinn orðið að eitthverri útópíu í hans huga.
Eitthvað vorum við að reyna að siða hann til um daginn, vorum við bæði sammála um að framkvæmdageta hans færi stundum úr böndunum og vildum við setja niður ramma um hvað mætti gera og hvað ekki.
Varð hann samstundis pirraður á þessarri afskiptasemi í okkur, og fylgdi þessu löng ræða hjá honum þar sem megin línan var sú að hann vildi bara vera látinn í friði, fannst þetta í raun ósanngjarnt af okkur og benti á að í Danmörku væri hann allavega látinn í vera.
Mér fannst þetta í lokinn vera gríðalega sterk rök hjá honum, það vita allir Íslendingar að Danir eru svo ligeglad...meira segja þeir sem eru tveggja ára....
Vissuð þið að kassi af bjór kostar þar 1000 kall út í BÚÐ......
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.