Hvert er þitt versta videoleigu val?

Jóna sló öll met um daginn er hún borgaði fyrir myndina "Midsummer Murders" fullu verði á vídjóleigu , myndin var gefin út af BBC 1997 og fór beint á spólu, gott ef hún var ekki bara sýnd það sama þriðjudagskvöld á rúv, á eftir myndinni um fimmtán barna einstæðu móðurina sem bjó á búgarðinum  sem vondi bankastjórinn var að taka af henni. ....Tek það fram að engin önnur mynd var tekin þetta kvöld.

Er undirritaður  sá myndina í pokanum er heim var komið,  gat hann ekki unnið úr öllum taugarboðunum sem heilanum voru send,, hvílíkt var sjokkið...... þegar ég loksins jafnaði mig , var of seint að skjóta föstum hnitmiðuðum hnyttnum athugasemdum á hana, hún var þegar farin að horfa á óskapnaðinn.....

Ég man þegar ég leigði CATWOMAN með Halle Berry, finnst það vera mitt low point í sögunni, finnst eins og Jóna hafi núna fundið sitt.......hún er ekki sammála skilur ekkert í því afhverju myndin fór aldrei í bíó.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

George Clooney skuldar mér 90 mínútur af líftíma fyrir að láta mig horfa á Solaris, ömurleg mynd með eintómum leiðindum. Tók hana af því þetta átti að vera Sci-Fi Þriller.

Clooney er reyndar ábyrgur fyrir fleiri leiðindastundum í lífi mínu svo sem þegar ég horfði á The perfect storm og Batman and Robin, tala nú ekki um tilgerðarlegu Ocean´s 11-12 og svo á 13 að koma í ár jeyj. Er búinn að taka dramatíska ákvörðun um að taka aldrei aftur mynd með þeim manni í aðalhlutverki eða í hans leikstjórn, óskarverðlaun eða ekki hann er búinn með sína sjénsa...

hjalti (IP-tala skráð) 21.4.2007 kl. 14:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband