Ég er víst fallegari

Ef ég myndi taka þátt í fergurðarsamkeppni og lenda í öðru sæti, þá myndi ég kæra úrslitin......
Fullyrða að ég væri miklu fallegari en sá í fyrsta, verða alveg brjálaður og heimta skrifleg rök fyrir því afhverju ég var dæmdur ljótari.  

Fegurðarsamkeppnir eru magnað fyrirbæri......Jóna entist í heilar fimm mínútur, en svo gerðist það óumflýjalega....kjánahrollurinn kom og skipt var um rás.... 

Sumir eru á móti þessu alfarið, gæti trúað að VG væri á móti þessu,  

Ég er með hugmynd að kosningarloforði fyrir þá, get ekki stillt mig, BANNIÐ SPEGLA Í LANDINU ef fólki væri ómögulegt að sjá sjálfan sig myndi útlitsdýrkun og hégómi hverfa eins og dögg fyrir sólu, allir myndu bara vera venjulegir. (þyrftuð að vísu að banna tjarnir líka).

Aðrir sem er með þessu, segja að þeir sem eru á móti þessu séu bara ljótir. ég kaupi það, enda hangi ég  alltaf með fallega liðinu að drekka sprite.

(ég hef enga skoðun á fegurðarsamkeppnum en vantar röksæmdarfærslu fyrir því afhverju þessar keppnir eru ógeðslegar og ætti að hætta þeim, þá get ég umræðuna vegna  á næsta hvítvínsfillerí rústað honum félaga Hjalta en hann er PRO fegurðar)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Við Hulk og Robin skiljum bara ekki hvernig er hægt að keppa í fegurð...það væri kannski hægt ef fegurðarhugtakið væri skilgreint betur í þessum keppnum. T.d. að ummál maga þyrfti að vera ákveðið og í ákveðnu hlutfalli við mjaðmir...oddur nefsins ákkurat jafn stór og baun  osfrv. Þá væri bara hægt að mæla og meta hver væri með fallegasta andlitið og líkamann skv. stöðluðum mælingum um fegurð - annars er þetta náttúrulega bara ósanngjarnt fyrir hinar stúlkurnar ... hvernig í ósköpunum eiga þær að geta keppt ef þær vita ekki hvaða markmiði þær eiga að ná - T.d. væri alveg fáránlegt ef að spretthlauparar væru látnir hlaupa 100 m - og svo væri bara metið hver ynni - ekkert endilega farið eftir besta tímanum -

berglind (IP-tala skráð) 17.4.2007 kl. 08:42

2 identicon

En það er til staðall fyrir fegurð. Ákveðið bil skal vera á milli augna, nef liggur svo og svo langt fram/niður/út, eyru x mörgum gráðum þar fyrir aftan o.s.frv. Svo má kannski líka minna á 90 60 90 "regluna". Gallinn er bara sá að þessi staðall er ekki notaður enda svo sem ekki von. Það er ekkert comercial við fegurðarsamkeppni í Háskólabíó þar sem verkfræðinördar með reglustiku og gráðuboga finna sigurvegarann.

Og Eyþór. VG myndi aldrei banna spegla. Þeir myndu stofna speglalöggu til að halda hégóma í skefjum...

kolla (IP-tala skráð) 17.4.2007 kl. 08:54

3 identicon

Nei það myndi kannski ekki vera comercial en kannski sanngjarnari "keppni" - en það væri náttúrulega hægt að keppa í t.d. hver nær að labba lengstu vegalengdina á sundbolnum og hælaskóm án þess að detta, - hver nær að taka sem flest hár af líkamanum (að undanskildnu höfðinu) - hver nær að halda brosinu lengst (má ekki hætta að brosa þegar snúið er undan áhorfendum)- og svo er náttúrulega spurning um að keppa í líkamsþyngd...

En guð hjálpi okkur að eithvað yrði bannað...við erum svo heppin að hafa ríkisstjórn sem leyfir kaup og sölu á stelpum og strákum - það væri kannski hægt að tengja þessa keppni við það, eftir sýninguna gætu þeir sem vildu keypt stúlkurnar (já eða trákana)....

berglind (IP-tala skráð) 17.4.2007 kl. 09:43

4 identicon

Nei sko sjáðu til Berglind þriðji aðili má ekki græða á kaupunum og því þyrfti að gefa góssið. Stjórnvöld amast varla út í það, helduru

kolla (IP-tala skráð) 17.4.2007 kl. 10:58

5 Smámynd: Eybjór

Ég vill setja á lappinar"fegurðarráð ríkisins" það væri eitursvalt, ráðið myndi meta alla einstaklinga um segjum 18 ára aldur og gefa öllum fegurðareinkunn frá 1 -10. Spáðu í þægindum að vita hversu fallegur maður sé, Já hvernig lít ég út.... tja ég er sexa....

Gætum meira segja gert smá svona reglur, aðeins má giftast einum fyrir ofan sig, þ.e.a.s ef þú ert 5 máttu ekki giftast sjöu, enda er það bara sóun á góðri sjöu að fimma sé að eignast börn með henni, úú önnur regla , allir sem eru 7 og yfir fá að eignast eins mörg börn og þau vilja,,,,,, 5 og yfir tvö, ,,, 3  og yfir aðeins eitt....... án þess að vera leiðinlegur og eitthvað þá sé ég ekki pointið að ásarnir,tvistarnir og þristarnir séu eitthvað að fjölga sér....

Ég á mér draum og fallegari heim,,,,

 úú síðan getur icelandair haldið svona dirty weekend í miðbænum fyrir túrhesta, lofað þar hestunum aðeins níum og tíum...ljóta fólkið verður bara heima að horfa á sjónvarpið....

Eybjór, 17.4.2007 kl. 23:12

6 identicon

Þetta er ekki ósvipuð hugmyndafræði og þótti mjög vinsæl í Þýskalandi 1938-1945 og í Former Republic of Júgóslavía in the ninetís, kallast þjóðernis-hreinsun, hélt að hinn alvitri og góðhjartaði Eyþór myndi ekki setja fram svona hugmyndir, en ég er nú allavega 8 svo mér er sama.....

hjalti (IP-tala skráð) 19.4.2007 kl. 22:46

7 Smámynd: Eybjór

Ég er ekki viss um að þetta rati nú í málefnahandbók flokksins sem ég er að vinna í að setja á lagginar um þessar mundir, en maður veit aldrei, maður myndi ná í atkvæði fallega fólksins með þessu....Hjalti þú ert ekki átta , segjum að konan þín sé átta á skalanum, sem myndi þá gera þig að fimmu, samkvæmt úttekt fegurðarráðsins mættir þú þar með ekki vera með konunni þinni. Heppinn að ég er ekki við stjórn í þessu landi....múhahahahah

Eybjór, 19.4.2007 kl. 23:37

8 identicon

Jájá vertu bara á ísafirði með öllu óbeislaða-fallega fólkinu, þér líður örugglega eins og Brad Pitt þarna.

Það er samt rétt hjá þér ég er pro-fegurðar, af hverju ekki að leyfa þessu liði að spranga um á brókinni ef það vill það. Er það eitthvað asnalegra en gæinn fyrir utan málverka sýninguna sem sagði "málverk eru eins og bækur þau segja sögur" þegar hann var að reyna að hössla einhverjar ex-MH 101 spútnik lufsur. Þú manst eftir því er það ekki, sami kjánahrollurinn og þegar þær segja: Hestar, ferðalög og stoppa hungursneyð í Afríku.  

Viðurkenndu það bara ef jóna hefði ekki skipt um stöð  vegna óstjórnlegs kjánahrolls þá hefðir þú horft á baðfata atriðið eins límdur við skjáinn og þegar þú horfir á best of Chelsea DVD diskinn þinn

Beauty is pain

Hjalti (IP-tala skráð) 20.4.2007 kl. 12:29

9 Smámynd: Eybjór

Já gaurinn fyrir utan málverkasýnunguna var klassíker, svona "you had to be there" dæmi. Tilgerðin í overdrive, súpandi kampavín í múnderíngu dauðans, búinn að taka það að sér að fræða hinn lítt fróða almenning um listina, og síðan kom þessi setning, sem hljómaði eins og hann væri að uppljóstra stærsta leyndarmáli sögunar, beint frá hans dýpstu hjartarótum, "málverk eru eins og bækur, þær segja sögur.." góð þögn á eftir svo aðdáun múgsins fengi að njóta sín, og svo kom svipurinn, svipur sem kemur aðeins hjá mönnum sem telja sig hafa farið fram úr sjálfum sér í sniðugheitum.....magnað.... 

Skil þig, þín rök eru að þó svo að fegurð sé afstæð, þá stoppar það ekki fólk til að verðleggja listina, afhverju má þá ekki leika sér að verðleggja keppendur í fegurðarsamkeppni......ásamt þessum klassísku rökum þínu , engin að neyða þessar stelpur í þetta, engin að neyða þig til að horfa á þetta, o.sfr.

Allt í allt er þetta sterk röksemdarfærsla hjá þér,,,,,

En ef sundbolum væri skipt út fyrir snjógalla, værir þú þá jafn á að þetta væri málið????? 

Eybjór, 20.4.2007 kl. 13:10

10 identicon

Nei ég ætla nú ekki að vera jafn súr og gaurinn fyrir utan gallerýið og játa það að kraftgalla tískusýningu myndi ég ekki horfa á.

Ég set þessar keppnir eins og margir í sama flokk og nautgripasýningu, bændur sjá fegurð í fallegum kvígum með heilbrigð júgur og listasnobbarar sjá fegurð (eða þykjast sjá hana til að fitta inn) í ryðguðum nagla fljótandi í Bernaise sósu, við hin/ir látum okkur nægja að horfa á og gagnrýna rassa í sundbolum enda eru þeir þarna til þess og allt á þetta rétt á sér

Hjalti (IP-tala skráð) 20.4.2007 kl. 16:39

11 identicon

Ps. Sá samt ekki keppnina í ár, var í fangaklefa með Franky The Fist í miðborg Manchester í Spiderman búning....

Hjalti (IP-tala skráð) 20.4.2007 kl. 16:46

12 Smámynd: Eybjór

Svo ég túlki þetta alveg rétt hjá þér, 

þá er þetta þín skoðun,,,,

Stelpur í fegurðarkeppnum eru beljuskrokkar sem  þú villt eingöngu sjá í sundbolum, þú villt helst ekki að þessar stelpur tali þar sem það truflar þig í dómum þínum um hver af þeim er með slappasta rassinn...þú villt ekki aðeins verja þetta heldur telur þú einnig að fleiri stelpur eigi að gangast undir svona keppnir þér til skemmtunar.....

Finnst eins og ég þurfi að segja þér þetta þó svo að ég telji að þú vitir það einhversstaðar innst inni......

Konan þín les þetta bloggggg................................ 

Eybjór, 20.4.2007 kl. 21:55

13 identicon

Þetta er nú svolítið dramatískt hjá þér, en ég kýs að svara þessu ekki þar sem svarið gæti verið notað gegn mér í framtíðinni...

hjalti (IP-tala skráð) 21.4.2007 kl. 14:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband