16.4.2007 | 01:26
Lame Superman
Það var hringt í mig um daginn og var ég beðinn um að fjarlægja athugasemd sem var sett inn að sögn viðmælanda míns af slysni. Var þetta Hjalti Gylfasson sem nokkrum dögum fyrr hafði gengist undir ofurhetjupróf á síðu minni og fengið út úr því að hann væri Superman. Superman er lame, og Hjalti veit það. Var hann staddur á bar á fríhöfninni búinn með nokkra bjóra, var á leið á man city leik en engin hamingja var samt í hjarta hans, Superman var að plaga hann.
Ég tók það strax fram við hann að það væri ekki vani minn að eyða færslum úr blogginu mínu og endurspeglaði það alls ekki þeim vinnureglum sem ég hef sett mér varðandi þessi mál. En þegar á leið símtalið varð sífellt erfiðara fyrir mig að andmæla , er hann rakti sína örlöga sögu, tjáði hann mér að í barnæsku á tímum erfileika hefði hann ávalt ( um dimmar vestfirskar vetrarnætur) flúið raunveruleikann inn í í heim ofurhetjunar, þar sem hann skiptist á að vera ein af þeim eitursvölu hetjum sem björguðu heiminum og enduðu ávalt með aðal stelpunni. Er lame superman kom upp úr hattinum hafði sá heimur hrunið.
Ég er ekki vondur maður svo ég sagði við hann eftir að hann hafði kjökrað eins og ung fermingarstúlka í símann nokkuð lengi, að ef hann gæti sannað fyrir mér að hann væri efni í eitthverja aðra ofurhetju myndi ég ekki aðeins eyða út færslunni heldur breyta henni honum í vil. Samþykkti hann það og var afráðið að hann myndi hlaupa inn á heimavöll ManCity í Spiderman búningi. Komumst við að þeirri niðurstöðu að það væri ómögulegt að kalla hann eitthvað annað en Hjalti Spiderman eftir svoleiðis stunt.
Fékk ég svo sms frá honum þar sem hann var á vellinum að hans sögn beint fyrir aftan Stuart Pearce í kóngurlóabúningi búinn að finna glufu í öryggisgæslunni, tilbúinn og bað mig um að skipta yfir á leikinn í sjónvarpinu þar sem hann væri að leggja í hann.
Ég hef hvorki heyrt néð séð af Hjalta síðan, annaðhvort er lítill rauðhærður Spiderman að berjast að lífsins sálar kröftum við Stóra-Brúnó í þröngum fangklefa eitthverstaðar í Manchester, eða að ofurhetjan Hjalti hafi misst kjarkinn er á reið.
Ég sá allavega engann Spiderman hlaupa inn á völlinn í sjónvarpinu og áskil mér því þann rétt á að halda þessarri færslu hér á síðunni minni.
Við Hjalta vill ég segja þetta, þó svo að þú getir ekki hlaupist undan veruleikanum lengur í ofurhetju heimum, þá getur úr öllu vondu komið eitthvað gott, það getur verið gott að keyra bíl án bílbelta, þá keyrir þú bara hægar......
Ég mun líka sem Spiderman halda röð og reglu þar anyway...........................
Athugasemdir
Hulk og Robin..hmm..hvað þýðir það eiginlega!!!!
berglind (IP-tala skráð) 16.4.2007 kl. 08:39
Jæja komin með kaffið mitt fyrir framan tölvuna, týpíst að sálfræðingurinn heimti greiningu eftir hvert próf sem hún fer í.
Ég skal samt sem áður gera mitt besta, geri ráð fyrir að þú hafir skorað jafn hátt Robin og Hulk.
Nú Robinn er eini sidekickinn í þessu prófi, svo ég hugsa að í eitthverjum spurningum hafi litli
ríkisstarfsmaðurinn í þér svarað, þú villt greinilega ekki allann vandamálapakkann sem kemur með
því að vera ofurhetja, greinilega nægjusöm í þér.Hugsanalega má greina innst inni hjá þér hræðslu við sviðsljósið. Annað sem mér dettur í hug að á meðan Batman var meira að miða á eina gellu, Er Robinn náttúrulega player, spurning hvort þú sækist ekki í hið ljúfa lífi sidekicksins.
Hulk er annað mál, þar held ég að feministinn í þér hafi gosið upp og er í raun yndisleg þverstæða,
að innst inni viljir þú breytast í reiðann stera púnkteraðann grænan karlmann sem hleypur í gegnum veggi. (kannski veggi kynjamisréttis?) Sem notar reiði og vöðvaalf til að leysa vandamál sín.
Upplifir þú þig nokkuð fasta í karlaveröld, ertu að springa úr reiði yfir ósanngjörnu samfélagi kynjahlutverkanna?
Þú sem græni maðurinn, myndir ekki aðeins breyta valdatafli kynjana, þú myndir breyta skákinni, enginn er sterkari en HULK, enginn.
Er í raun að spá í að skifa smásögu um þig, Plottið verður lítil kennslukona sem springur af reiði t.d þegar hún heyrir "nú er hún Gunna á
nýju skónum, nú eru að koma jól" og breytist í græna skrýmslið HULK og berst við hinn vonda útvarpsmann KINGPIN heiminum til heilla.
Eybjór, 16.4.2007 kl. 11:25
jiminn..það er spurning hver er sálfræðingurinn ha!!! hvernig er þá málið með köngulóamanninn??? djúp löngun til að geta skipt yfir í þröngan latex galla af og til -spurning hvort að þetta sé e-h trans dæmi??? baráttan á milli þess "góða" þ.e. að vera hinn hefðbundni karlmaður og hins "vonda" , að leyfa sér að skottast um í pilsi af og til....
berglind (IP-tala skráð) 16.4.2007 kl. 13:37
Bara þótt þú hafir ekki fengið eins eitursvalt og ég þarftu ekki að bera þig svona ófagmannlega, það geta ekki allir verið spiderman, ég bað ekki um þetta, það bara gerðist að ég fékk svölustu ofurhetjuna. Og svo er ekki möguleiki að þú hafir skorað Robin svona hátt nema að þú hafir svarað já við "viltu ganga í þröngu" spurningunni, þú ert bara leynilatexskápastelpuwannabeeee
Að þessu sögðu hefðir þú getað fengið marg verra en HULK, og getur verið nokkuð sátt bara, annað en sumir sem ég þekki
Eybjór, 16.4.2007 kl. 22:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.