Að vera brjóstaður

Hef nokkrum sinnum gegnum lífsævina lent í brjóstadaðri, eftir að ég komst að þessu sem virðist vera leyndarmál meðal kvennþjóðarinnar hef ég fengið nokkurn áhuga á þessu tæki kvenna.

Oftast gerist þetta þegar þú situr og ert að gera eitthvað, t.d fyrir framan tölvu.  Inn kemur brjóstadaðrarinn og hallar sér yfir þig, undir því yfirskyni að ræða við þig um eitthvað eða t.d lesa eitthvað með þér á skjánum. Við yfirhöllunina snertir brjóst hennar öxl þína greinilega, þín fyrsta hugsun er að færa þig tvo sentímetra fram til að laga ástandið, en upp sprettur sú hugsun að þú varst þarna, hún kom með brjóstið sitt á þitt svæði, og þú ákveður að færa þig ekki neitt, kemur þá cirka tveggja sekúndu hik, oftast fylgir því andartaksþögn á meðan tímaramminn sem hún hefur til að færa sig líður út. Ef hún gerir ekkert og brjóstið situr bara þarna ert þú staddur í brjóstadaðurs aðstæðum, þið eruð bæði meðvituð um snertinguna en hafið hvorug  ákveðið að gera neitt í málinu. Vill vara við því að oftast nær fylgir það þessarri stöðu að brjóstadaðrarinn hefur eftir eitthverju að sækjast frá þér.

Vill taka það fram að mér finnst ekkert að þessum aðferðum, finnst þetta jafn skemmtileg mannleg samskipti og tvíræður húmor eða hársveiflu tæknin sem kvennmenn nota mikið. Hef tekið eftir því að um leið og maður spyr konur hvort þær noti þessar tækni fara þær í gríðalega vörn, segja að maður sé veruleikafirrtur. Þetta er greinilega leyndarmál sem karlmenn eiga ekki að vita af. Ég hef því læst þessa grein inní bankahólfi sem mun verða opnuð af karlkynslögfræðingum við dauða minn með fyrirmæli um alheimsbirtingu.

Tek það fram að ég uppgvötaði ekki þetta leyndarmál einn, Hjalti var einu sinni að lýsa reynslusögu sinni af brjóstadaðri fyrir hóp af karlmönnum. Allir gátu þá allt í einu tengt reynslusögu hans við sína eigin lífsreynslu og leyndarmál kvenna því afhjúpað.

Gott ef brjóstadaðrarinn þá sé ekki bara konan hans nú.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er oft notað þegar þeim vantar eitthvað frá þér, og oftast eitthvað leiðinlegt sem þú nennir ekki en getur ekki sagt nei við eftir að þú hefur verið brjóstaður. 

Ég vill samt leiðrétta þig Eyþór, konan mín notaði þessa tækni aldrei á mig en ég asnaðist til að spyrja hana útí þetta einu sinni og var samstundis dæmdur sem ímyndunarveikur pervert sem kynni ekki mannleg samskipti, þetta væri bara eitthvað sem gerðist stundum óvart og að konur tækju hreinlega ekki eftir þessu. 

Ég hrökklaðist í burtu og var lengi að jafna mig en svo áttaði ég mig á því að ef þú ættir leynivopn myndir þú þá segja öllum frá því? 

hjalti (IP-tala skráð) 13.4.2007 kl. 11:21

2 Smámynd: Eybjór

Verst þykir mér að ég er búinn að vera meðvitaður um þetta vopn þeirra í langann tíma, en samt þegar ég lendi í þessum aðstæðum frýs ég alltaf upp, hjartað fer á stað og ég get ekki hreift mig, missi alla einbeitingu og bara sit eins og lítill krakki á meðan hún ákveður að fara, þær bestu skilja þig eftir stjarfann klukkutímum eftir að hún er farin úr húsinu. Það er eins og það sé ekki til neitt mótefni gegn þessum ofurhæfileika. 

Eybjór, 13.4.2007 kl. 11:31

3 identicon

Hefur það sömu áhrif ef maður er með geðveikt útstæðan maga???? En vegna síðustu færslu þinnar þá gætiru kannski nýtt þér þessar upplýsinga fyrir væntanlegt stúlknauppeldi þitt: Bresk rannsókn unnin af Carrie nokkurri Paechter við University og London en Paechter þessi er þekkt nafn innan uppeldisvísindanna og nýtur virðingar sem fræðimaður. Samkvæmt niðurstöðum hennar er stúlkum sem klæðast tískufatnaði hættara við að fitna en öðrum stúlkum einfaldlega vegna þess að þær hreyfa sig minna. Paechter leggur til að skólar fari að leggja sitt af mörkum til þess að auka hreyfingu stúlkna og meðal þess sem hún leggur til er að hvetja – eða jafnvel skylda – börn til þess að ganga í fötum sem henta til þess að leika sér í s.s. jogging-buxum og strigaskóm

Þarna hefuru það...

berglind (IP-tala skráð) 15.4.2007 kl. 12:44

4 Smámynd: Eybjór

Bíddu bíddu, er ég að skilja þetta rétt , Carrie þessi vill semsagt lögleiða skólabúninga og erum við þá að tala um JOGGING!!! magnað...

Ég er búinn að ákveða að vera sammála þér, en hvernig á ég að rökstyðja þetta við aðra sem eru þröngsýnir og kunna ekki að vitna í virta fræðimenn eins og við. Ég er þegar byrjaður að semja reglunar í huganum. Vill miklu meira lögskylda krébgallann,hver man ekki eftir því átfitti ,hjón gátu alltaf verið í stíl í þá daga. Og síðan afhverju að stoppa við skólaaldurinn? sé þig til dæmis fyrir mér í bleikum krébgalla með grænni rönd á toppstykkinu, þvert yfir brjóstið. Sum fötin sem þú keyptir í japan eru tildæmis svoldið þröng á þig, þó þú sért ekki feit ertu örugglega í meiri áhættuhópi fyrir vikið.

Síðan er það hin leiðin, þegar Britney Spears réði eitthvern klámyndaleikstjóra til að leikstýra toxic myndabandinu sínu var hún ekki í neinu nema gegnsæjum netabol (eða eitthverju fljótandi hvítu latexi, geri mér ekki grein fyrir efninu) allavega hún var eiginlega nakin, en það er akkúrat málið , ef börn eru meira meira að taka sér til fyrirmyndar ömulegar fyrirmyndir þá endar það náttúrulega með því að of þröng föt verða ekki málið, ég meina fljótandi latex hindrar ekki hreifigetuna. Kannski bara að láta þau horfa meira á mtv?

Eybjór, 16.4.2007 kl. 00:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband