Þetta er vonlaus barátta

Gerði tilraun um daginn að tileinka mér eitthvað sem ég las, ég er að fara eignast dóttur, á strák. Las í grein um kynjafræði að ég  myndi  líklega ala upp dóttur mína í að vera stelpulega og strákinn minn að vera strákalegann. Samfélagið, fjölmiðlar umhverfið og jafnvel skólar munur aðstoða mig í þessu.

Meðan Kári er hvattur til að  þora og auðlast sjálfstraust og  framkvæma mun ég hrósa dóttur minni hversu dugleg,samviskusöm og góð hún er. Auðvitað gerir maður þetta allt við bæði kynin, spurning hvar áherslunar eru samt. Síðan eru náttúrulega jólalög og barnabækur og margt annað meingallað efni sem munu hjálpa mér að færa krakkana mína í fastmótuð kynjahlutverk.

Tilraunin var gerð um daginn, sögð er ein saga áður en farið er að sofa, sagan sem er oftast sögð er einföld í eðli sínu, þarf ég oftast nær aðeins að opna hana og sér strákurinn um framhaldið. í sveitinni dettur kindin hans Móra ofaní skurð, Pétur Pan kemur fljúgandi með tíðindin,  verður þá meistarinn sjálfur ásamt afa sínum að drífa sig í dráttarvélina og bjarga kindinni, stundum koma fleiri með stundum ekki. Drengurinn tilkynnti mér að hann ætlaði ekki að keyra í þetta skipti, afi myndi keyra hraðar, datt mér þá snilldarráð í hug, sagði að amma myndi nú keyra ennþá hraðar og líklegast væri best að láta hana keyra dráttavélina. Hann settist upp í rúminu og horfði á mig með vanþókknun AMMA hún keyrir ekkert dráttavélinni. Ég maldraði í móinn og sagði að amma gæti víst keyrt dráttavélinni og hefði oft gert það, þrátt fyrir þetta ákvað hann að Afi myndi keyra, sögunar vegna ákvað ég að halda áfam með afa sem bílstjóra, reyndi hinsvegar að koma ömmu að í björgunaraðgerðunum sem mikilvægann þáttakanda, endaði það með því að strákurinn settist upp aftur, skildi ekkert í því afhverju ég væri vísvitandi að eyðileggja söguna..og sagði skiluru ekki amma er bara heima að elda mat.......Ég reyndi að þræta við hann en endaði á því að hann heimtaði aðra sögu....... Næsta saga var um Pétur Pan og var tekin upp úr mynd sem hann var að horfa á. Kobbi Krókur hafði rænt Jónu dóttur Vöndu og var búinn að binda hana ofaní poka, Pétur Pan vopnaður sverði og Kári Eyþórsson vopnaður snöru eru að berjast við þennan skaðvald til að frelsa stelpuna. í miðjum bardaganum læt ég Pétur Pan opna pokann og frelsa Jónu, ætlaði ég að taka smá twist á þetta og láta Jónu taka sverðið af Pétri og berjast við Kobba þangað til hann dytti í sjóinn, en þá var staðið upp aftur og spurt hvaða sverð Pétur væri þá með, ég sagði ekkert, það var alls ekki nóg og gott, tók hann til sinna ráða og samdi framhaldið, Kobbi Krókur náði Jónu aftur og setti hana ofaní pokann.

Þrátt fyrir frekari tilraunir til að koma Jónu upp úr pokanum var ávalt gripið fram í mér og henni samstundis troðið aftur ofaní pokann.

Ég hef ekki sagt konunni minni þetta, hún hefur ekki grænan grun um að einhvernveginn hefur okkur tekist að ala upp karlrembuskrýmsli......


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég verð að kommenta á þetta eins og annað, búinn að hugsa þetta lengi og jú jú það þarf ballans í þessu eins og öllu, mín hugmynd er að láta hann horfa á myndir með kvenhetjum, (gætir gert þetta þegar hann er orðinn aðeins eldri), mæli með þessum myndum.

1. Alien serían, kona drepur haug af skrímslum í geimskipi og á öðrum plánetum hvað gæti verið betra?

2. Elektra, kona í þröngum fötum sem kann Kúngfú

3.  Barbwire, Pamela sem ofurhetja þarf ekki að segja meira.

4. X-Men, fullt af kvenhetjum með ofurkrafta 

5. Tomb Raider, kona með stórar byssur ahemm, svar kvenna við Indiana Jones

6. Kill Bill, kona sem kann að nota sverð 

7. Nikita, kona sem leigumorðingi

8. Fifth Element, kona sem talar frönsku lemur menn

9. Resident Evil, kona drepur Zombies í hundraðatali

10. Set þessar sem last resort:  Underworld, Aeon Flux, Catwoman

Láttu sjónvarpið um að ala hann upp þú þarft bara að velja myndirnar! 

hjalti (IP-tala skráð) 13.4.2007 kl. 11:08

2 Smámynd: Eybjór

Enn og aftur bjargar djúp þekking þín á "the cinema" mér algjörlega... ætla að láta strákinn horfa á Alien seríuna. Martraðirnar eru lítil fórn gagnvart ávinningnum sem næst ef það tekst að snúa honum af þeirri braut sem öfgakarlremban er.

Undirritaður var líka á sínum bernskuárum heillaður að Sigourney Weaver. á engann hátt truflaði það mig að hún væri kona, og tel ég að hún sé án efa mesta kvennhetjan úr þessum valmöguleikum sem þú gafst mér. Tek það fram að þó svo að hún hafi auðvitað verið kyntákn í sínum stuttermabol og með mjög stór brjóst, var aldrei eins grunnt á þessu eins og í hinum nýrri myndunum. Hún var hetja fyrst svo með stór brjóst, skilur. 

Eybjór, 13.4.2007 kl. 12:05

3 identicon

Man ekki eftir að hún hafi verið með stór brjóst, ég skal kann það betur. 

Hver man ekki eftir að hafa vaknað í svitabaði um 8-10 ára aldur við það að 3ja metra Geimvera með 4 klær í stað fyrir hendur og Kjaft sem gæti klippt fullvaxinn Landkrúser í tvennt tala nú ekki um Skull Crusherinn sem er sér hannaður til að éta úr þér heilann glefsandi og slefandi á eftir þér, er hlaupandi á eftir þér í dimmu geimskipi og áhöfnin þín er öll steindauð og nokkrar sekúndur í að allt springi í loft upp.

 Svo reynirðu að sofna aftur og segir við sjálfan þig: Þetta er allt í lagi Ripley (Sigourney) bjargar þér ef Alienið kemur aftur til að éta úr þér heilann eða búa til hýsil úr þér til að fæða ný Alien börn sem springa útúr brjóstholinu á þér.

Ef þettir kennir honum ekki að konur geti sparkað í rassa þá ertu í vondum málum! 

They mostly come at night, Mostly..... 

Hjalti (IP-tala skráð) 13.4.2007 kl. 12:33

4 Smámynd: Eybjór

Sé það hér að barnsminning mín hefur brugðist mér, myndatakan  gerir samt gott úr þessu. Vill ítreka samt að ég lít á hana sem hetju og vill ekki fara meira út í brjóstaumræðuna, get ekki talað svoleiðis um stelpuna sem hefur bjargað mér mörg hundruð sinnum í draumum mínum.

Í niðurlagi vill ég taka til baka brjóstacomment mín um eina best heppnuðu kvennhetju í sögu kvikmyndagerðar, Alien hefði aldrei verið svona vinsæl ef t.d. Harrison Ford hefði leikið aðalhlutverkið....

Eybjór, 13.4.2007 kl. 12:51

5 identicon

I rest my case!

Þú berð greinilega mikla virðingu fyrir Ripley. 

Ég get samt sagt þér að í einmitt þessu atriði eru minnstu nærbuxur sem sést hafa á hvíta tjaldinu, en samt er það ekki neitt svaka hot af því þetta er Ripley Skrímslabani... Skrýtið

hjalti (IP-tala skráð) 13.4.2007 kl. 13:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband