Kenning

Ég hengdi upp stórann spegil hérna við hliðina á tölvunni, tek eftir því að þegar konan labbar framhjá er ávalt komið við í speglinum. Ég er ekki að segja að þetta sé eitthvað öðruvísi með hana farið en aðra, en þó tel ég mig hafa grun um að kvenkynið eyði meiri tíma fyrir framan spegilinn. Svo fór ég að spá í þessu meira, konur mála sig, eitthverntímann á leið í veislu varð ég óþolimóður og sagði að hún þyrfti ekki að mála sig fyrir mig. Háðsglósur komu til baka, ég er ekki að mála mig fyrir þig, ég geri þetta fyrir sjálfan mig, var svarið. Vinkonustóðið jarmaði allt í kór til samþykkis, konur mála sig ekki fyrir karlmenn, þær mála sig fyrir sjálfan sig. Þessa staðreynd átti ég sem nútíma karlmaður að muna, sem ég gerði.

Ég hef nú myndað mér kenningu, "konur eru meira og minna ástfangnar að sjálfum sér".  Því til sönnunar vill ég benda á að einungis konur hafa sérútbúna spegla sem henta í veski, henta á púðurdósir, þær eru bókstaflega með "walk on" spegil á sér öllum stundum allstaðar. Ég vill kenna þorra aftaná-árekstra  þeirri einföldu staðreind að í staðinn fyrir að horfa með speglinum afturfyrir sig, horfa þær á sjálfan sig. 

Það er önnur kenning sem er á reiki í karlaheiminum. Orðrómur sem hefur lifað í mörg ár, kenning sem engum hefur bókstaflega tekist að sanna en er samt ótrúlega lífseig.

"Það er lesbía í öllum konum" 

Fyrsti karlmaðurinn sem nær að færa rök fyrir þessarri kenningu og sanna mun enda sem goðsögn innan karlheimsins.Er ég kominn á sporið, er ég með eitthvað í höndunum sem gæti gert mig að einum helsta heimspekingi 21 aldarinnar. Ég meina ef konan mín er ástfangin að sjálfum sér, gerir það hana þá ekki að konu ástfangna að konu?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurpáll Björnsson

Heyrðu, já þú segir nokkuð. Ég hef nefnilega verið að taka eftir þessu sama, það virðist vera lífsnauðsynlegt fyrir konur að hafa spegla í kringum sig og allur þessi tími sem fer forgörðum í ekki neitt. Þessu til sönnunar vil ég benda á vefsvæðið minnsirkus.is þar sem þetta atriði er afar áberandi. Þá á ég við þessa sjálfsdýrkun kvenna að mynda sjálfar sig, taka helst ótvíræðar brjóstamyndir af sér og eru mjög áberandi hrifnar af sjálfum sér. Og þar er kannski sönnunin komin á kenningunni um að konur séu skápalessur upp til hópa, já svei mér ef ekki er. 

Sigurpáll Björnsson, 11.4.2007 kl. 22:28

2 identicon

Þetta er gömul kenning sem alltaf er gaman að tala um, ég myndi segja Já það er eitthvað þarna úti, mis mikið eftir einstaklingum en ekki hægt að sanna frekar en hvort Steini sé í vinnunni eða ekki. 

Spáðu samt í eitt Eyþór, af hverju er staðal ímynd lessunar ótilhöfð sveitt kona í ermalausum bol í engum haldara og með skrýtna hárgreiðslu? Sjáðu bara L-word ekkert nema sviti og ekki haldari í 100km radíus. 

Nei nei bara aðeins að æsa upp feministann í þér, ég myndi samt ekkert vera að kvarta undan þessu. Ég meina þú skeinir þig fyrir sjálfan þig ekki Jónu þetta er svona svipað, hún gæti líka tekið upp á því að fara alveg í hina áttina og þá ferð þú að kvarta yfir því hvað konan þín lyktar illa eða að hún er í ljótum fötum, þá ertu kominn í vandræði!


hjalti (IP-tala skráð) 11.4.2007 kl. 23:09

3 Smámynd: Eybjór

Já veit það, maður á ekkert að vera að pæla of mikið í þessu, konur eru líka bara fallegari en karlar, þarafleiðandi hafa þær meira efni á því að horfa í spegil.

Eybjór, 11.4.2007 kl. 23:16

4 Smámynd: Eybjór

En svona til að svara þessarri staðalímynd lessunar, þá held ég að þessi staðalímynd sé  búin til af óöruggum karlmönnum sem sjá lesbíur sem flokk af konum sem eiga ekki bara eftir að hafna honum heldur kom hann ekki einu sinni til greina. Þar með sést biturðin inn og karldýrið  reynir á andstyggilegan máta að gera lítið úr lesbíum.

Kvennmenn hafa ekki séð ástæðu til að gera hið sama með með homma, trukkahommi er ekki talsmáti sem maður heyrir frá konum.

Eybjór, 11.4.2007 kl. 23:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband