Tvö tonn af grjóti

Er í gríðalegum vandræðum, lánaði mágkonu minni íbúðina á meðan ""aldrei fór ég suður hátíðin" stóð yfir, hún fór svo suður, ég kom vestur, á svölunum stendur núna heilt vörubretti af grjóti.

Ég fékk hausverk á staðnum er ég sá þetta, of margar spurningar of fá tiltæk svör.

í fyrsta lagi, afhverju í ósköpunum ætti hún að flytja heilt vörubretti af gangstéttarhellum á svalirnar hjá mér, í öðru lagi bý ég á 3ju hæð, hún er circa 3 sentímetrum yfir dvergamörkum. Hvernig í ósköpunum kom hún þessu hingað upp?, Hvað er hún að reyna að segja mér? Ef þetta er grín, afhverju er ég ekki að fatta það, ég fatta vanalega alla brandara.

Án þess að hugsa tók ég upp símann og ætlaði að fara að hringja í hana, náði svo áttum á síðustu stundu og skellti á, veit ekki afhverju þetta er þarna, en að hringja í hana?  það er örugglega eimmit það sem hún vill......


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

..var að vona að þú myndir ekki fatta þetta - hélt að þú myndir byrja á því að þvo þvott frekar en að fara út á svalir!!!!!! en já..þetta er allt hluti af mínu master plani...kemur í ljós bráðlega...

berglind (IP-tala skráð) 11.4.2007 kl. 08:27

2 identicon

Mér datt í hug að þetta væri kjörin leið til að koma inn smá styrktarþjálfun fyrir Kára, láta hann bera einn í einu niður á götu, minnir mig á Rocky IV þegar Rocky var að lyfta heyböggum og toga dráttarvélar á rússnesku sveitabýli en Ivan Drago var í high tech KGB æfingabúðum með 2 metra ljósku sem þjálfara, hver vann það hah? 

Hjalti (IP-tala skráð) 11.4.2007 kl. 12:51

3 Smámynd: Eybjór

Verndarstefna móðurinnar kemur alltaf í veg fyrir allar góðar hugmyndir Hjalti. Henni finnst ekki eðlilegt að barnið sé að æfa svona oft á dag, hún telur að svona þungar gangstéttarhellur séu of mikil áhætta fyrir aðeins tveggja ára gamlan strák, hennar meginrök snúast um það að henni finnst að börn eigi ekkert að gera annað en að leika sér, þrátt fyrir margítrekaðar tilraunir til að fá hana til að sjá stærri myndina sér hún ekki ljósið. Ég meina þegar hann er orðinn atvinnumaður getur hann bara keypt barnæsku sína aftur. Getur þú nokkuð hringt í hana fyrir mig, kannski byrjað að tala um eitthvað annað en unnið þig svo inn í samræðuna. 

Eybjór, 11.4.2007 kl. 16:34

4 identicon

Búinn að þekkja konuna þína lengi og treysti mér einfaldlega ekki í að tala um þetta við hana, þú ert solo í þessu máli.

Geturðu ekki bara samið við hana, þið alið upp Kára samkvæmt þínum áherslum og svo má hún ráða næst? 

Svo getur þú auðvitað alltaf notað "Börn Kennara" kenninguna. 

hjalti (IP-tala skráð) 11.4.2007 kl. 17:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband