Afhverju ekki lestir

Keyrði stanzlaust í 6 tíma í gær, frá Reykjavík til Ásbyrgis. Eina umferðin sem kom á móti mér voru trukkar, og það mikið af þeim.

Á miðri leið uppgvötaði ég að ég vildi miklu meira sitja í lest og horfa á landslagið en að keyra. Í lestum eru svefnklefar, veitingarstaðir, tölvutengingar, sæti , borð, afþreying og margt margt meira. Plús það að vera mun ódýrari ferðamáti.

Við eigum nóg rafmagn, sem þarf til að knýja þessar lestir, lestir fara hratt, lestir flytja vörur jafn og fólk, sem þýðir að þungaflutningur myndi færast af vegunum. Er dýrara að leggja teina en vegi? Er dýrara að bora lestargöng en göng fyrir vegi. Hvað kostar lestarkerfi til helstu þéttbýlisstaða á landinu,  Akureyri, Reykjavík, Ísafjörður, Egilsstaðir og kannski Keflavík airport?

Langar að vita meira um lestir, langar að vita afhverju enginn talar um umhverfisvænari lausnir á öllum sviðum, í staðinn kemur öfgafull umræða um álver. Getum við notað þetta rafmagn í eitthvað annað sniðugt, í staðin fyrir að nota það til að græða pening, notað það til að spara pening. Kemur út á það sama skilur. Að minnka innflutning á olíu er alveg eins og að auka útlfutning á áli. Í báðum tilfellum lögum við viðskiptahallann.

Mig hefur líka dreymt frá því að ég var krakki að verða lestarstjóri. Jóna á sameiginlegann draum með mér í því, henni dreymir um að ég fari í vinnu sem krefst einkennisbúnings, veit ekki afhverju


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svona í framhaldi af fyrra bloggi þínu þá held ég að ég sé kominn með þetta: Pólitíkus, þú hefur greinilega skoðanir á öllu og kemur með tillögur mis góðar að vísu svo að þetta er rétta djobbið. Veit samt ekki hvort þú megir vera berfættur á þingi eins og þú ert svo oft þannig að þetta hentar þér kannski ekki?

hjalti (IP-tala skráð) 10.4.2007 kl. 14:23

2 identicon

Af hverju varstu samt í Ásbyrgi?

Erna (IP-tala skráð) 10.4.2007 kl. 19:11

3 identicon

Hjalti, þarna komstu með það, sendum strákinn á þing og það strax í vor.  Ótrúlegt að engin skuli hafa uppgötvað þetta fyrr.  Spurning hvort Ómar og Margrét í Íslandshreyfingunni hafi samband við hann.  Svo skilt mér að Framsókn taki við öllum þeim sem þora að segja opinberlega að þeir séu Framsóknarmenn. Held reyndar að hann ætii frekar heima með öfgahægri flokk einhverjum, því drengurinn er frjálslyndur í meira lagi.

Þingmennska ætti líka að henta honum vel. Engin krafa um líkamlegt atgervi. Hann fengi örugglega líka bílastæði við dyrnar, hann er nú með slitið liðband. Jafnvel að hann gæti kríað út einhverja sérþjónustu svo hann reyni ekki of mikið á öklann. 

 Ég bíð spenntu eftir að hann setji hér inn pistil þar sem hann leggur til að fíkniefni verði leyfð, hegningarlögum breytt í ca. 1 einfalda setningu ofl. ofl.

Lenti nefnilega í 130km löngum bíltúr með honum þar sem þetta var rætt í þaula. 

Steini (IP-tala skráð) 10.4.2007 kl. 22:49

4 Smámynd: Eybjór

Í botni Ásbyrgis er lítill lundi í litlum birkisskógi, þar einn með sjálfum mér, ég týni mér. Hugleiðslan, nektin, fastan og guðs græn náttúran virkar sem bensín á sálina og ég enduruppgvöta sjálfan mig er ég marka mér nýja stefnu í  þeim djúpa öldudal nútímans sem við öll þurfum að lifa við. Er ég velti mér upp úr moldinni í fölu tunglsljósinu eins og sært villidýr en um leið kjáist við hinar stærri spurningar í lífinu kviknar ávalt sá neisti er brennur í iðrum mér, bál sem ég sæki  í hinu daglegu stréði sem hversdagslífið hefur þröngvað upp á mig.

Restin af tímanum eyddi ég hjá ríkisstarfsmanninum í playstation, en allan þann tíma sem ég var hjá honum komst ég aldrei að því hvort maðurinn væri í fríi eða í vinnu, skilst að það séu aðeins hinir allra elstu heimamenn sem geta séð mun á hvort ríkisstarfsmaður norðuraustur í hvergilandi sé vinnandi eða ei.

Eybjór, 11.4.2007 kl. 01:13

5 identicon

Hvaða nýja stefna er þetta hjá þér Eyþór?

Um daginn lenti í svipuðu atviki og þú Steini: Fór með honum í heimsókn til ákveðins Læknis. Þeir fóru að tala um heilbrigðiskerfið og einkavæðingu spítalana, nema hvað að Eyþór varð eiginlega fúll út af því að Læknirinn var sammála honum um að heilbrigðiskerfið væri gallað og að það þyrfti að einkavæða það að stórum hluta, þar fór margra mánaða undirbúnings vinna fyrir þessa "heimsókn" hjá Eyþóri í súginn, hann ætlaði sér að sigra Lækninn, rökræða hann í kaf og ég hafði verið fenginn með til þess að vera vitni að því.

Eyþór hefur greinilega mikið keppnisskap sem hann þarf að fá útrás fyrir, hann er búinn að fórna skrokkinum í ýmsar íþróttir eins og innanhús-fótbolta, smölun og pílukast, man ennþá eftir testósterón-morðglampanum sem kom í augun á honum þegar við fórum á skytterý um árið, það er svo sem skiljanlegt það er nú bara fengitími einu sinni á ári hjá honum blessuðum.

Eyþór þú gætir líka farið að skrifa fagurbókmenntir í frítímanum greinilega mikið skáld í þér, slepptu samt öllu um að þú sért nakinn, það má tala um ýmislegt á netinu en það eru takmörk. 

Hjalti (IP-tala skráð) 11.4.2007 kl. 09:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband