3.4.2007 | 10:41
Hermaður í Írak
Nú er ég kominn til siðmenningarinnar, hérna hitti ég fólk. Það virðist vera venjan að spyrja mann hvað maður gerir.
Ég reyni þá eins alvalega og ég get að svara, Ég er maðurinn hennar Jónu.
Sumir hlæja að þessu, og fara, kannski til að leita að Jónu.
Aðrir eru handvissir um að svar mitt sé byggt á misskilingi, spyrja aftur, vitum hver þú ert Eyþór, en
hvað gerir þú?
Nú ég er maðurinn hennar Jónu, svara ég ögn hægar
Og hvað þá? spyr það með meiri forvitni, hefur þú enga vinnu?
Jú ég hafði einu sinni starf en það hentaði engann veginn og átti ekkert sameiginlegt með því sem ég geri núna, í raun voru sífelldir árekstrar að koma upp og endaði með því að ég þurfti að segja upp.
Nú hvaða árekstrar
Jú gamla starfið mitt krafðist þess að ég væri með sjálfstæða hugsun......
Þá fara allir í burt , allir nema einn , sem spyr hálf örvæntingafullt, og hvað getur þú þá ekkert gert....
Gat ekki svarað honum,
Ef eitthver veit um vinnu sem eftirfarandi hæfileikar gætu nýst sem kostir látið mig vita,
Ég hlýði skipunum án þess að hugsa, ekki snefill að gagnrýnni hugsun skilar sér upp á yfirborðið og í raun er ég orðinn svo skilyrtur að hlýða að það er byrjað að skila sér í eðlisávísun mína. Á móti þarf ég gríðalega mikinn aga, það þarf stanzlaust að vera að segja mér hvað á að gera, á engann hátt getur mér verið treyst til að taka sjálfstæða ákvörðun en get sem betur fer nýst til að framkvæma ákvarðanir annarra,
veit að það eru ekki margar vinnur, eina sem mér dettur í hug er hermaður í Írak.
Athugasemdir
ég held þessir kostir þínir nýttust vel í þeim heimaviðskiptum sem eru mest í tísku í dag............vændi. þar er mikill kostur að hlýða skipunum og það er örugglega betur borgað en það sem þú hefur hingað til gert...og mjög fjölskylduvænn vinnutími...tekur enginn eftir því þegar þú ferð í vinnuna
Jónína (IP-tala skráð) 3.4.2007 kl. 23:39
Já góð hugmynd, eins og alltaf þegar maður fer í sjálfstæðan atvinnurekstur þarf maður að kanna markaðinn, athuga hvort eftirspurn sé mikil, Er ekki viss með vændið, en veit að það þarf alltaf einhverja nýja til að deyja í Írak.
Eybjór, 4.4.2007 kl. 12:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.