Gjörsamlega agndofa

Sonur minn þjáist að lepidophobia , eins og það kallast á engilsaxneskri tungu.Hafa foreldrar hans núna í þónokkurn tíma rokið á fætur við brjálæðislegt öskur barnsins, ástæðan er oftast sú að hann telur að fiðrildi sé að éta af honum hendina.  Þetta er semsagt óstjórnleg hræðsla við fiðrildi, áður en barnið fer að sofa þarf móðir hans að athuga og þá taka öll hugsanleg mannskæð fiðrildi af honum, Ímynduð sem raunveruleg.

Þetta er víst ekki einsdæmi, ef menn vilja fræðast meira um þetta geta menn farið á http://www.ihatebutterflies.com sen er klúbbur eða lesið hér  reynslusögur  þeirra sem þjást af þessum hræðilega sjúkdómi.

Ég hef hinsvegar sent bréf til Roman Abróhamvíts, eiganda Chelsea

Dear Roman,

As we discussed i intend Kari to come to you on his 12th birthday, he should be ready then to go directly to the starting line up....we however have a slight problem, it turns out that he has an illness called  lepidophobia , i dont know what that is called in russian, but it means that he is afraid of butterflies, I need some information, can there be some messuares taken so the threat of an butterflie attack can be minimized?

In other news things are same, i will continue the training program tha Maurinhio sent me, and hopefully will the new director sweet that you promised me be ready when i bring my kid.

PS 

Maður bara bíður og vonar eftir jákvæðu svari, vonandi á þetta ekki eftir að há hans fótboltaferli. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er þetta ekki ættgengt, man ekki betur en þú sért sjálfur í einhverskonar skordýra krísu ofurhetjan sjálf?

hjalti (IP-tala skráð) 27.3.2007 kl. 17:09

2 identicon

     Er ég búinn að finna Kryptónítið þitt????????????????????????  

hjalti (IP-tala skráð) 27.3.2007 kl. 17:12

3 Smámynd: Eybjór

Allar ofurhetjur hafa einn veikleika, þetta veistu Hjalti.....

Svona hlutir minna mann á að maður ræður ekki öllu...ég meina ég hef auðvitað hótað leikskólanum miljóna lögsókn ef krakkinn slasast þar, Og tekið alla starfsmenn á eintal og skýrt þeim út fjárhagstap mitt ef hann slasast alvalega, , sumir skildu það en hinir vilja endilega taka hann úr  svampbúningnum sem ég læt hann vera í þegar hann er ekki á æfingum, svo fannst þeim ekki eðlilegt að barnið æfði 6 tíma á dag. Við vitum báðir Hjalti að pabbi Tigers var með draumsýn, hver vill ekki vera Tiger í dag?

En núna gæti þetta allt farið í vaskinn, ég meina hann er í úrslitaleik á new camp, fær boltan leikur á fjóra varnamenn, fer auðveldlega framhjá markmanninum með sexföldu skærunum sem ég kenndi honum. En í þann mund sem hann er að fara að leggja hann innanfótar ala Henry flýgur fiðrildi framhjá......ósanngjarnt líf.

Eybjór, 28.3.2007 kl. 12:38

4 identicon

Ja hvaðan ætli sonurinn hafi ímyndunaraflið........

Bessa (IP-tala skráð) 28.3.2007 kl. 16:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband