Hinn hverfandi karlmaður

Á tannlæknastofunni greip ég Lifandi Vísindi, þar var verið að fjalla um hinn merkilega litning Y, eða öllu heldur hversu ómerkilegur hann er.  XX er kvenmaðurinn ,XY er karlmaðurinn. Þetta var mjög vísindaleg grein sem ég ætla nú ekki að hafa beint eftir  en inntakið var sláandi, Y litningurinn er  95% rusl, eina sem þeir segja sé nysamlegt í honum er þessi 5 prósent sem gera eistun, virkni sem þeir spá að X taki yfir með tímanum. Eina setningu man ég orðrétt, "Það sem við köllum karlmennska mun einungis fyrirfinnast í nokkrum konum í framtíðinni"

Semsagt það að segja að karlmenn hugsi bara með *****, er greinilega ósköp skiljanlegt, Y litningurinn hefur hreinlega ekkert uppá annað að bjóða. 

Y litningurinn hefur stökkbreytt sér fjórum sinnu, eftir stendur að hann getur bara 5% tengst X litningnum ( var fimmtíu prósent)

Þannig að þegar konan öskrar á þig næst um að þú skiljir hana ekki, segir þú bara 5%, ástin ég skil þig bara  5%.

Ég var auðvitað að lesa þessa grein undir gríðalegri pressu, fólk öskrandi inn í tannlæknastól o.s.fr en ég sá ekki í þessari grein mikla von fyrir karlkynið, hin ískalda staðreynd er sú að kvenfrelsis barátta á sér stað á stöðum sem við  getum engu breytt, eftir nokkur miljón ár verðum við öll konur.

Á erfitt með hugsa þetta til enda, þýðir þetta tildæmis að enginn fótbolti verður spilaður framar......hvað er í gangi!!!!!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Í gangi? Nú... þið eruð að fjara út.  Næsta skref í þessari þróun er að mikil notkun okkar á plasti utan um matvöru, sem við stingum svo inn í örbylgjuofn þannig að efni sem ég kann ekki að nefna fara í matinn. Efnið veldur því að fyrst verðið þið kynlausir og svo líklega ..konur?

Heiða B. Heiðars, 24.3.2007 kl. 14:14

2 identicon

Ok Eyþór, fyrst þú ætlar þér að verða kona eftir nokkur ár þá langar mig að spyrja: Af öllum konum í heimi hvaða þekkta KONA í veraldarsögunni myndir vilja vera? 

Hjalti (IP-tala skráð) 24.3.2007 kl. 15:19

3 Smámynd: Eybjór

Til að fyrirbyggja allan misskiling þá breytist enginn Hjalti samstundis á staðnum í kvennmann, þú munt líklega vera karlmaður sem eftir er að ævinni. Við erum að tala um þróun ekki vísindaskáldskap. munur Hjalti munur.

En mig grunar hvaða jarðveg þú ert að reyna að leggja, ég held að þú sért að reyna skapa umræðuvettfang sem þú getur í sakleysi þínu kastað fram áralöngum draumi sem þú hefur alið með þér, þar sem þú vaknar í heitum kvennmannslíkama og getur eytt degi ef ekki dögum fyrir framan spegilinn í tilraunastarfsemi. Veit þegar þú sagðir mér þetta varstu fullur og í millibilsástandi kvennalega séð og varst hugfanginn að kvennmannslíkamanum sem þér þótti jafnt spennandi sem ógnvekjandi ,  en þetta er ekki rétti staðurinn til að opinbera þessar tilfinningar Hjalti....

Þarf að hugsa þetta aðeins með hvaða kona ég vildi vera...... erfið spurning 

Eybjór, 24.3.2007 kl. 22:56

4 identicon

Það var nú algjör óþarfi að uppljóstra þessu öllu Eyþór, ég sagði þér þetta allt í fullkomnum trúnaði, Gosh!!!

Var það ekki annars rétt áður en þú sagðir mér að þér þætti Enrique Iglesias vera stórkostlega vanmetinn listamaður sem ætti skilið meira hrós á alþjóðlega vísu, hittararnir Bailamos og Hero séu meistarverk sem toppi bestu verk sjálfs Phil Collins og þá erum við að tala um eftir að hann sagði skilið við Genesis, og ef þú myndir einhvern tímann "þurfa" að eyða nótt með karlmanni þá væri hann rétti maðurinn fyrir aftan þig!    

Annars held ég að ég hafi toppað sjálfan mig með þessari spurningu hún er ennþá erfiðari en superpower spurningin. 

Hjalti (IP-tala skráð) 25.3.2007 kl. 00:10

5 identicon

Þetta þykir mér hröð þróun. Þið eruð strax farnir að kíta eins og konur...

kolla (IP-tala skráð) 25.3.2007 kl. 12:32

6 Smámynd: Eybjór

Ok núna er ég búinn að henda örbylgjuofninum, síðan til að taka af allan vafa þá hlusta ég einungis á Metalica, og þá erum við að tala um harða efnið þeirra, hlusta ekk rólegu lögin. 

Var einu sinni í partý þar sem ein stelpan kom með þá framtíðasýn að  í framtíðinni myndu konur smala saman nokkrum karlmönnum saman og setja þá í gáma upp á hálendið og nota þá til undaneldis, hinum yrði eytt.

Mjög harður talsmáti svona en allir strákarnir hugsuðu það sama þó þeir segðu það ekki, vonandi lendi ég í gámnum.....Innst inni held ég að karlmenn séu búnir að sætta sig við að þeir eru víkjandi kynið, vorum kannski að vona að við gætum verið nýttir til frjósemis aðgerða. 

Ég hef eytt deginum í að spá í hvaða kona ég vildi helst vera, datt Eva í hug í morgun, hún var svolítið villt svona, át eplið þó að henni væri bannað það, nú hún bjó í paradís, ekki hægt að toppa það. En þá uppgvötaði ég að Adam myndi vera að þvælast þarna líka, ég meina ég sem kona hlyti að verða lesbía ekki satt. Og þá datt ég inní heimspekilegar vangaveltur, ef ég væri kona þá myndi ég ekki vilja hafa karlmenn í þeim heimi.

Í raun er ég á móti mínu eigin kyni. Hvaða karlmaður hefur ekki hugsað þá hugsun, hvað ef ég væri eini karlinn í heiminum......OK taktu þetta aðeins lengra Hjalti, hvað ef í heiminum væru bara kvennmenn, þar sem alheims lesbískar kynlífsorgíur væru stundaðar, stelpur út um allt að hjálpa hvor annarri að sápa sig í sturtum, og þú upplifði þetta í líkama sem byði upp á raðfullnægingar.

Annars ætla ég ekki að hafa þessa færslu uppi lengi, held að heimurinn sé ekki tilbúinn í þann sannleika að næsta þróunarstökk mannkynsins sé að annað kynið verður yfir.

Eybjór, 25.3.2007 kl. 13:39

7 identicon

Það er auðvelt að velja á milli þessara tveggja en til að rökstyðja þetta þá stilli ég þessu svona upp:

World Domination 

A) Konur 

+ Sennilega engin stríð, svaðalegar kynlífsorgíur eins og þú bentir á, Kallar í búri sjá um að viðhalda mannkyninu plús fyrir þá. Ilmkerti út um allt (góð lykt).  

- Rosa mikið af bakka í stæði árekstrum, mikið talað, enginn fótbolti (almennilegur) 

 B) Kallar

+ Þarft ekki að setja setuna niður á klósettinu, minna tuð ef þú nennir ekki neinu, þarft ekki að horfa á rómantískar gamanmyndir.

- Svitalykt út um allt (notum roll-on fyrir þær), mannkyninu viðhaldið í verksmiðju/tilraunastofu (krípí að vera með konur í búri), leiðinlegt, pungsviti allstaðar og prumpulykt, allir að hommast.  

 Niðurstaða: Ég geri auðvitað ráð fyrir að allar konurnar séu bráðmyndarlegar með úrvalsgen svo að ég myndi velja kost A. Hver myndi annars vilja lifa í heimi með engum kellingum? Vonandi ekki þú Eyþór

þannig að þú velur Evu, hmmm Adam var ekki lengi í paradís en var Eva þar áfram? Reikna bara með því þá er þetta Sweet Deal hjá þér 

Hjalti (IP-tala skráð) 25.3.2007 kl. 14:35

8 Smámynd: Eybjór

OK, svo ekki aðeins erum við jafnréttissinnar, heldur tölum við fyrir eyðingu okkar eigins kyns.

Við erum semsagt búnir að hækka markið á öfga-femenista.....

es

Eva fór í raun verra út úr dílnum þegar hún át af eplatréinu, þannig að ég er ekki viss um ég vilji vera hún, lokasvar hlýtur að vera í lesbískum heimi myndi ég vera Angelica Jolie, ekki út af kynþokka heldur eingöngu þar sem ég virði hana sem persónu.

Eybjór, 25.3.2007 kl. 14:59

9 identicon

Aha en ef þú værir ekki búinn að sjá Tomb Raider tuttugu sinnum í slowmó, myndirðu þá virða hana jafn mikið?

Nei nei ég kaupi þetta alveg hún er ofarlega á mínum lista líka! Rétt fyrir ofan Opruh, Vigdísi Finnbogadóttur, Margareth Tatcher og Pamelu Anderson.

Hjalti (IP-tala skráð) 25.3.2007 kl. 15:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband