23.3.2007 | 14:56
Túss gekk berseksgang.
Keyptur var svokallaður permanet marker, eitthver geimfaratúss sem hannaður er sérstaklega í það að vera endingargóður. Greinilega hafa þeir passað sig að ekkert gæti unnið á blekinu, vara sem algjörlega er hægt að treysta að þegar þú skrifar eitthvað með honum, þá er það varanlegt....
En hugkvæmdist þeim að hafa BARNALÆSINGU á þessu kvikyndi.
Eftir leikskólann í dag fer strákurinn í þriðju gráðu yfirheyrslu, hann er með pennan faldan eitthverstaðar, hann neitar öllum sökum en ég mun hafa betur.
ps
Ef eitthver veit hvernig á að ná bleki af lcd skjá, vinsamlegast látið mig vita.
Athugasemdir
Var ekki kominn tími á að update-a tölvuna hvort eð er
Svo ef þú skilur tússinn óvart eftir beint fyrir framan sjónvarpið þá er aldrei að vita nema þú nauðsynlega þurfir að fá þér nýtt sjónvarp, hann er nú meiri gaurinn hann Kári.
Hjalti (IP-tala skráð) 23.3.2007 kl. 20:51
Er nú þegar búinn að koma þeirri hugmynd að, að það dugir líklega ekkert minna en skjávarpi og hengja hann upp í loftið svo strákurinn nái ekki í hann, hérna er ég að tala sem skynsamur faðir, ekki vonlaus fótboltafíkill.........
Eybjór, 23.3.2007 kl. 21:33
þegar öryggi barnsins er í húfi er ekkert of dýrt er það nokkuð?
Hjalti (IP-tala skráð) 23.3.2007 kl. 23:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.