22.3.2007 | 13:46
Tannlæknirinn at 1400
Er að fara til tanza, ef þið heyrið ekkert í mér aftur hefur saddistinn drepið mig......
blómar og kransar afþakkaðir.
22.3.2007 | 13:46
Er að fara til tanza, ef þið heyrið ekkert í mér aftur hefur saddistinn drepið mig......
blómar og kransar afþakkaðir.
Athugasemdir
Hvað kallarðu Læknadeildar DropOut? ..... Tannlækni
Tannlæknirinn minn hefur hringt í mig þrisvar í mánuði frá því fyrir jól, hef ekki ennþá svarað honum, veit hann þarf bara að uppgreida vélsleðann sinn helvítið á honum.
Það var einhver könnun í gangi um daginn í Danmörku spurningin var hvað er skelfilegast. Svörin voru:
1. Lofthræðsla
2. Tannlæknar
3. Dauðinn
Þú ert hugrakkur maður Eyþór
hjalti (IP-tala skráð) 22.3.2007 kl. 23:40
Veit, Fór til hans en gleymdi veskinu mínu, hann sagði það væri allt í lagi tók bara bílinn minn í staðinn,
Þeir hafa ekkert uppfært sig frá því í gamla daga, sömu borarnir , sama sprautan, sama glottið á honum þegar verkurinn klýfur í sundur höfuðkúpuna á mér og sendir 1000 volta rafstraum í gegnum líkamann á mér sem enda í eistanu, sem reynir að springa en getur það ekki. Síðan kemur setninginn, við þurfum kannski að deifann aðeins meira..... og freddy krúger sprautan kemur aftur í ljós.......
Mín ráðlegging Hjalti, notaðu klauf á hamar til að ná tönninni, jafn vont en þú borgar bara 2200kr fyrir góðan Stanley hamar í húsasmiðjunni. bættu við 3300kr í góða tékílaflösku og gerðu þetta fyrir framan hóp af karlmönnum og nafn þitt muna lifa eilífu,,,,
Eybjór, 22.3.2007 kl. 23:55
Myndi örugglega enda tannlaus með þynnku dauðans, hef ekki góða reynslu af Tekíla eins og fleiri!
Do It yourself tannlækningar eru frekar vafasamar en ég myndi kannski reyna að gömlu góðu binda spotta í hurð og tönn og svo Skella!
Hjalti (IP-tala skráð) 23.3.2007 kl. 00:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.