22.3.2007 | 12:55
Minn eiginn berari
Ætli það sé hægt að ráða mann til að bera mann, sinn eiginn berara. Þyrfti aldrei
standa upp og ganga framar, nema kannski þá bara út á sportið.
Ég myndir kalla minn Hans, hann þyrfti að vera stór og skreflangur, koma mér milli herbergja
á meiri hraða en ég færi þangað sjálfur,
Hans komdu hérna, berðu mig út í bíl. Hans þarf að fara inn í eldhús, HANNNNSS
þeir sem þekkja mig vita að ég er ekki latur, þetta væri bara svo praktíst að eiga einn Hans,
hvað ætli maður þurfi að borga honum, ætla að fara að googla þetta, tjékka á hvað menn
eins og Hans fá í laun..
ps
niðurstöður mikillar leitar á veraldvefnum leiddu það í ljós að það tíðkast ekki að fólk
beri fólk. Þrátt fyrir að sonur minn haldi öðru fram..
Athugasemdir
Enda ert þú hans Hans!!!
kolla (IP-tala skráð) 22.3.2007 kl. 14:50
Fann skúra þinn http://www.pcmag.com/article2/0,1759,1901371,00.asp, láttu mg vita ef þú finnur berarann minn
Eybjór, 26.3.2007 kl. 23:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.