Ég er ekki GUÐ

Vill gera það opinbert áður en orðrómurinn fer lengra. Hann er náttúrulega alþingismaður að aðalstarfi, við vitum öll fyrir hvern alþingismenn vinna fyrir.

Ég mun því hætta við partýið, og eyða helginni í að vona að þetta stundarbrjálæði í mér muni ekki hafa áhrif á ofurmannahæfileikana sem guð ætlar að gefa mér í afmælisgjöf. 

Ósýnilegur með xray-vision (stelpur þurfa ekkert að óttast,, great powers comes with great responsibility) 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ok Eyþór, okkur dreymir alla um að geta verið ósýnilegur af augljósum ástæðum en ef þú þyrftir að velja eitt af þessum atriðum hvað myndi það vera?

ps. hugsaðu aðeins lengra en að horfa á brjóst.

1. Ósýnilegur (perralegt)

2. Xray vision (líka perralegt, og kannski meira en nr.1)

3. Geta flogið eða hlaupið ( sparar ferðakostnað, annars gagnslaust nema ef þú getur eitthvað meira )

4. Ógeðslega Sterkur (Stoppað lest með litlafingri)

5. Lesið hugsanir ( óendanlegir möguleikar)

6. Heyrt ógeðslega vel ( sjá nr.3)

7. Fært hluti með hugarorkunni ( kemur sér vel ef þú ert geðveikt latur)

8. Stoppað tímann ( mætir aldrei of seint )

9. Stjórnað veðrinu ( gott ef þú átt heima á Íslandi )

10. Skotið eldingu úr höndunum eins og Keisarinn í Starwars (datt ekkert annað í hug).

Ég veit þetta er nördalegt en maður verður að rækta nördið í sjálfum sér eins og allt annað.

GodSpeed Mr. Guðmundsson 

hjalti aka The Mind (IP-tala skráð) 22.3.2007 kl. 13:23

2 Smámynd: Eybjór

Þarna ertu kominn í hinar heimspekilegu vangaveltur, Hvaða krafta myndir þú vilja vera með ef þú værir ofurhetja?

Hún kemur rétt á eftir spurningunni, Batman eða Spidermann, hver vinnur í bardaga. (það vita allir svarið við þessari spurningu, Batman, þó svo að hann sé svalur og á fullt  að tækjum býr í reynd ekki yfir ofurkröftum, og mun þar með eftir hetjulega barátttu tapa.)

Hugsa að ég þyrfti að vita hver minn helsti óvinur væri, og hvaða "special ability" hann væri með, áður en ég veldi mér hæfileika. 

Eybjór, 22.3.2007 kl. 13:34

3 Smámynd: Eybjór

Vill taka það fram, að jafnvél þó ég vildi vera ósýnilegur með x-ray vision ( sem ég er ekki endilega að segja )  er það ekkert perralegt, ofurhetja notar aldrei krafta sína til eigin framdráttar, en auðvitað verður maður að horfa á fólk, er það ekki.....

Þarf að velta þessarri spurningu fyrir mér í smá tíma, er eiginlega of stór til þess að það sé hægt að svara henni strax, 

Hvað má maður vera með marga hæfileika? 

Eybjór, 22.3.2007 kl. 13:43

4 identicon

Svona í tilefni af því að ég nennti að lesa þetta blogg hjá þér drengur þá varð ég að kvitta. 

En svo að öðru, veistu virkilega ekki hver er þinn helsti andstæðingur, hélt að það hefði komið skýrt fram hjá þér í fyrri færslum?

Steini (IP-tala skráð) 22.3.2007 kl. 14:26

5 identicon

Mátt bara vera með einn aðal svo kannski annan minniháttar í bónus. 

Sammála þér Steini, Eyþór lifir samkvæmt máltækinu "hafðu vini þína nálægt en andstæðinga ennþá nær" án þess að vita af því.

Ok kannski ekki andstæðing en alla vega OFJARL! 

Hjalti (IP-tala skráð) 22.3.2007 kl. 14:47

6 Smámynd: Eybjór

Auðvitað, nú skil ég, hún hefur vilt á sér heimildir öll þessi ár, hlýtur að vera einhver ofur hæfileiki hennar í mind control, en nú er ég búinn að finna minn erkióvin. Þá er bara að velja rétta ofurhæfileika sem duga gegn hennar.

1)Ósýnileiki má sér lítis gegn ofurlyktaskyni hennar, þar með vill ég hann ekki.
2)Ég vopnaður x-ray vision myndi líklega gagnast henni betur en mér, svo ég passa það líka
3)Flogið eða hlaupið, það væri skásti kosturinn ef málið væri að flýja, geymi þetta
4)Ógeðslega sterkur, spurning hvort ég eigi að vera eyða öllu púðrinu í það. Ég er eiginlega það núna(held það allavega)
5)Að lesa hugann, var eiginlega búinn að velja þennan, með því að lesa hugsanir hennar gæti ég snúið á hana og látið hana tortíma sjálfum sér, en svo fór ég að hugsa, hvað ef hún er ekki með neinar!!!! tel líka líklegt að það sem hún hugsar fer beint í málstöðvarnar, hef séð mímörg dæmi um það, græði þannig kannski lítið á þessum ability.
6)Heyrt ógeðslega vel er hennar hæfileiki, þar sem tveir óvinir mætast er aldrei sami hæfileiki, virkar ekki svoleiðis.
7)Fært hluti með hugarorkunni, hjá þeim sem ég þekki til er þetta mjög óstabíll hæfileiki, menn hafa lent í því að missa fjöll ofan á sig, passa á því
8)Stoppað tímann, málið er bara og hvað svo, þarft væntalega að setja hann í gang eitthverntímann, og þá er hún enn þarna, hugsanlega samt betri lausn ef maður vill flýja en númer 3
9)Stjórnað veðrinu, get ekki alveg séð hvernig þetta hjálpar mér, þú meinar að þegar hún sigrar mig þá ræð ég því hvort það sé sól eða rigning?
10) Þetta er náttúrulega lifandi dæmi um að þú hefur ekki vandað þig nóg og mikið þegar þú skrifaðir þetta, vill endilega fá fleiri hæfileika sem ég get valið úr áður en ég felli dóm minn, þess má geta að ég hef uppgvötað að hennar sterkasta vopn er að senda út skærar hljóðtíðnir sem drepur allt sem á vegi þess verða, hef þurft að skerða heyrn mína þessvegna. 

Eybjór, 22.3.2007 kl. 17:18

7 identicon

Afsakið, var í raunheimum að gera skattaskýrsluna, náði í sumt af þessu á Wilkipedia

Super Powers II

1. Labba í gegnum veggi, gott þegar hún eltir þig með kökukeflið á lofti

2. Spider Sense, hvernig gat ég gleymt því

3. Dáleiðandi augu, og svo dáleiðsla í framhaldinu

4. Heeler, Klappstýran í Heroes ef þú veist ekki hvað ég meina,

5. Sjá fram í tímann, í svona flashi svipað og flashback bara flashfront

6. Stjórn á eld eða vatni: The Torch / Hydro-Man

7. Orku suga: Núllar út ofurkrafta annara í návist þinni

8. Gúmmí Líkami, eins og Reed Richards í Fantastic 4

9. Leiser sjón, ( Þarft reyndar alltaf að vera með sólgleraugu ) 

10. Klónar sjálfan þig ( max 3 Eyþórar samkvæmt Wilkipedia ) 

Vá hvað þetta er orðið nördalegt, minni á að þú getur valið 2 jæja Eyþór choose your destiny! 

Hjalti (IP-tala skráð) 22.3.2007 kl. 19:58

8 Smámynd: Eybjór

Tek orkusuguna og lazer sjón sem sidekick, taktíst séð er það líklega skynsamlegast hjá mér,,,,

 Geri ráð fyrir þar sem klukkan er orðin tíu að þú sért undir sæng með vasaljós að lesa nýju marvel seríuna sem þú varst að fá senda í gær...........

Eybjór, 22.3.2007 kl. 23:41

9 identicon

Ég er einn heima og geri það sem ég vill !!! 

Núna er tækifærið að gera allt sem ég gat ekki gert þegar ég var lítill.

Hjalti (IP-tala skráð) 22.3.2007 kl. 23:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband