21.3.2007 | 16:21
Örlög mín ráðin
Ég var að leita á mbl hvar ég gæti fengið lykilorðið mitt á blogginu sent, sá ég fítus þar sem sagði að ég væri númer 261 í vinsælustu bloggum í heiminum held ég bara.
það var kannski ekkert merkilegt en svo sá ég að í sætinu fyrir neðan mig var Karl V. Matthíasson prestur.
Allan tímann litið á að guð væri eini sem gæti verið fyrir ofan presta.
Ég er í sjokki, ég fyrir ofan prest, ekki nema - gæti það verið, ég meina ég vissi alltaf að ég myndi verða að eitthverju, ég er búinn að vita það frá því í æsku að ég hefði ofurhetjuhæfileika. EN GUÐ
Bíð í partý á helginni, þar mun ég spreyta mig í að breyta þrem tunnum af vatni í vín, vinsamlegast komið með bland, þeir sem ekki mæta verða umsvifalaust lostnir niður með eldingu......
Athugasemdir
Jenný Anna Baldursdóttir, 21.3.2007 kl. 16:32
Þú ert kannski til í að setja partý plön á hold, svona frama að páskum? Veit um landvörð einn sem er alltaf til í mjöð
kolla (IP-tala skráð) 22.3.2007 kl. 10:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.