28.2.2007 | 14:28
Forsjárhyggja
Þessi hér var að rökræða við þennan hér Ég var sammála þessu fyrrnefnda, það virðist vera hjá vinstri grænum að það er sama hversu umdeilanlegar aðferðinar eru þá sé hægt að afsaka þær með því að tilgangurinn er svo góður..
Á að verðstýra gosi og sælgæti?
Tilgangurinn er göfugur? minnka sælgætis neyslu barna, hver getur sagt nei við því.
Það er nefnilega ekki hægt að segja nei við því, Kók er bara ekki hollt.
En það er hægt að gagnrýna aðferðafræðina. Fólk verður að sjá munin á tilganginum og aðferðinni.
Aðferðarfræði vinstri græna ganga út á það að, ríkið eigi að reyna að hindra allt í samfélaginu sem þykir ekki heilbrigt með ýmsum leiðum, að ríkið taki að sér hlutverk stóra bróðirs.
Sú hugsun segja margir að sé gjaldþrota, einkum út af því að það skili svo takmörkuðum árangri og skerði einnig frelsi manna, jafnvel manna í að gera mistök.
En þetta er hugsun hjá þeim, þeir eru búnir að stúdera þetta og með ýmsum rökum hafa þeir komist að því að þetta er málið....
þetta er orðinn stór flokkur, það stór að líklegara er orðið en vanalega að hann komist til valda.
Ef forræðishyggja er viðurkennd aðferðafræði í flokknum. í hversum mörgum málum ætla þeir að beita henni...
Sá viðtal við hann Ögmund þar sem hann sagðist ekki vilja banna áfengi en hann vildi banna spilakassa... þegar hann var spurður afhverju ekki, þar sem auðveldalega má uppfæra sömu rök sem hann færði í að banna spilakassa upp á áfengið, sagði hann að menn þyrftu bara að meta svona frá sínu hjarta..... hvert mál fyrir sig....
Ég er ekki alveg tilbúinn í þann pakka. Að hjartað á Ögmundi ráði því hvað má og hvað ekki.
Tek það fram að ég er ekki hlynntur því að menn misnoti áfengi, setji aleigu sína í spilakassa eða fari í sjoppu 5 sinnum á dag. Og það þyrfti að vinna meira í þessum málum en verið er að gera í dag.
Ég er ekki í neinum stjórnmálaflokki og hef ekki hugmynd um hvað ég á að kjósa. Fór að hugsa að þessi og þessi eru nokkuð miðjusinnaðir og kannski væri samfylkingin bara nokkuð sterkur kostur fyrir miðjumenn en þá mundi ég eftir þessum og þessum, þeir eru líklega án þess að ég viti það innst inni meira sammála Ögmundi...
Athugasemdir
Ætlarðu að kjósa Sollu og Össur "ég dýrka Castro" yfir okkur, ætli þau ríkisvæði ekki bankanna og einmitt banni nammi og skafmiða, eini brennsinn í ríkinu verður innlend framleiðsla, ríkis bjór og svo framvegis. Hef ekki mikið álit á þessum uppgjafa hippum verð ég að segja.
hjalti (IP-tala skráð) 1.3.2007 kl. 11:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.