28.2.2007 | 12:21
Ég er ekkert hættur að blogga
Bara svolítið upptekinn þessa dagana, Er að reyna að fá Jónu til að vorkenna mér en gengur lítið, málið er það nefnilega að ég er eini karlmaðurinn í heiminum sem má ekki snúa mig, ef ég sný mig er það umsvifalaust mér að kenna, ég kalla þetta nefnilega yfir mig sjálfur skilur , málið er það bara að eftir að ég snéri mig í smölun á síðasta ári þá fékk ég að heyra það (í hvert skipti sem ég stóð upp) í marga mánuði hversu mikill aumingji ég væri, og bent á að svona hlutir gerðust ekki fyrir neinn annan, Fór til læknis um daginn og kemur í ljós að ég er með slitið liðband. Ég hef aldrei slitið liðband áður og eru þetta alveg ný meiðsli sem ekki er hægt að gera lítið úr, hinsvegar á ég mjög erfitt með að fá hana til að taka þessum meiðslum alvarlega þar sem hún er alltaf ælandi eða sofandi....en hún skal vorkenna mér, enda er ég með slitið liðband....
annars er ég líka að að pakka niður, ákváðum í gær að flytja á morgun......
Kári er byrjaður að búa til hríðskotabyssur úr kubbunum sínum. Svoldið síðan hann byrjaði að gera venjulega skammbyssur en er greinilega búinn að upgreida sig, Þar sem mamman er kennari leggst þetta stýft á sálarlífið hennar enda alfarið á móti byssum. Ég hinsvegar nota náttúrulega öll tækifæri á nota frasann minn sem ég hef um börn kennara....
ps
eftir rannsóknavinnu móðurinnar kemur í ljós að fyrirmyndina sækir hann í teiknimyndina Stich....Stich er geðsjúk verulega trufluð geimvera sem fær regluleg geðsýkisköst og er þá ekki aðeins hættulegur jarðarbúum heldur öllum himingeimnum.....Kára finnst þetta einstaklega áhugaverður einstaklingur...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.