20.2.2007 | 16:55
Fílakúkur
Sá í sjónvarpsfréttum um daginn skemmtilega frétt um aðferð sem pappírsfyrirtæki var búið að þróa í Afríku til að gera pappír úr fílakúk, þetta var svona fíl good frétt um hvernig kapitalistinn getur verið góður, bæði var þetta talin vera mjög góð vinna fyrir fólkið á staðnum og einnig voru fílarnir komnir í góð mál, þar sem þeir þurftu ekki lengur að hafa áhyggjur að lífi sínu enda skítandi gulli.....
Það eina sem vantar í þetta er að neytandi kaupi vöruna hérna á vesturlöndunum, hvet alla til að fara út í bókabúð og kaupa ekkert nema það sé búið til úr fílaskít.
Athugasemdir
Þetta var í Sri Lanka og þetta er bara hinn fínasti pappír - get vitnað um það (sjá færslu á síðunni minni)
Auður H Ingólfsdóttir (IP-tala skráð) 20.2.2007 kl. 17:04
Takk fyrir, náði nefnilega ekki hvar þetta var þegar ég horfði á fréttina....
Eybjór, 20.2.2007 kl. 17:17
Það er þó skárra að skrifa á skít en éta hann, manstu eftir þættinum um náttúruverndar sinnana sem nota mannaskít já mannaskít til að rækta grænmetið sitt? Gefur orðatiltækinu "Good Shit" alveg nýja merkingu.
Hjalti
hjalti (IP-tala skráð) 20.2.2007 kl. 23:34
Fyrirgefðu! En þú ert nýbyrjaður að blogga og strax hættur. Þetta veit ekki á gott.
Kolla (IP-tala skráð) 28.2.2007 kl. 11:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.