18.2.2007 | 01:17
Pabbi kannski bara fiskur
Strákurinn tók númer á pabba sinn í gærnótt, við vorum tveir feðganir heima í 1800 fermetra frystihúsinu okkar og hann farinn að sofa, ég var búinn að að slökkva flest öll ljósinn kaffistofunni nema að það lifðu eitthver neyðarljós og einstaka flúor ljós . Ég var að smyrja mér eina klassíska samloku Þegar ég heyrði eitthver óhljóð úr svefnherberginu, ég rölti yfir í svefnherbergis álmuna. Menn verða að skilja að í svona húsnæði sem ekki er hannað fyrir heimlisnota er aðeins öðruvísi stemmning, svona stofnanna hljóð í húsinu með flöktandi flúor ljósum
Þegar ég kom inn í herbergið sé ég að drengurinn situr upp í rúminu með augun útglennt og umlar álíka orð eins og "farðu", "ekki" "nei". Ég kalla á hann en engin viðbrögð, hélt bara áfram, virti mig ekki viðlits.
Ég stoppaði í smá stund og horfði á hann, ég komst að þeirri niðurstöðu að þetta hlyti að vera martröð, að hann væri að tala upp úr svefni. Að í draumi hans stæði eitthver fyrir framann hann og væri að tala við hann.
Ég ákvað síðan að vekja hann því hann var augljóslega ekki alltof ánægður í sínum draumi. Ég fór upp að honum og snerti hann, hann var alveg stífur, allir vöðvar í líkamanum þandir og sem meira er hann var ekki sofandi heldur í eitthverju hræðslukasti, glaðvakandi. Hann fann fyrir mér þegar ég snerti hann og sagði við mig að hann vildi fara fram, ég tók hann fram, allan tímann meðan við vorum þarna inni leit hann aldrei á mig, alltaf á sama stað.
Þegar við komum fram byrjaði hann að slaka á og ég spurði hann afhverju hann vildi fram. Hann sagði,, það er ekki hérna,
Þá ákvað ég að yfirheyra aðeins tveggja ára son minn betur og spurði hvað er ekki hérna....
hann leit á mig lengi og hvíslaði svo, "pabbi kannski bara fiskur"
Þá brosti ég að honum og hugsaði með mér að ímyndunarafl lítilla barna getur verið mikið
og sagði við hann, Kári minn þú þarft ekkert að vera hræddur við fiska,
þá sagði hann ennþá lægra "já pabbi en kannski var þetta draugur".
Þar sem ég lifi í einföldu lífi ætla ég að halda mig við að þetta hafi verið fiskur, ímyndunarafl tveggja ára stráks farið úr böndunum, hann fékk hins vegar að sofa í sófanum sem eftir er kvöldsins, enda óþolandi að sofa þegar fiskur stendur við hliðina á þér.
Athugasemdir
Góður... Annars eru litlir krakkar oft svo næmir fyrir ýmsum straumum. Kannski var einhver gamall fiskikall að að minna á sig
Fishandchips, 18.2.2007 kl. 02:50
ojojojojojojojojojojojojojjjjjjjjjjjjj.....en ég meina..þið búið í frystihúsi þar sem mikið "blóðbað" átti sér stað í mörg ár....fiskar flakaðir..plokkaðir , skornir....og pakkaðir niður...þannig að þetta er kannski bara byrjuniin......................................ohohohohohohohoh
berglind (IP-tala skráð) 20.2.2007 kl. 08:22
Þetta er eins og Berglind segir aðeins byrjunin. Draugafiskur hér á ferð
Kolla (IP-tala skráð) 20.2.2007 kl. 13:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.