Færsluflokkur: Bloggar
7.7.2008 | 21:56
Vonlaust
Tær barnagrátur þekkist ekki hjá dóttur minni, hún grætur nær aldrei nema að hún hafi einhvað að segja. Í kvöld let hún mig finna fyrir því. Í þær tíu mínútur sem það tók mig að uppgvöta að náttfötin hennar væru of heit miðað við herbergishita, stóð hún og orgaði á mig.
Gat ég lesið vonbrigði, höfnun, fyrirlitningu, dugleysi, hatur, vonleysi, sorg, ásökun,reiði, bjargleysi og síðasta en ekki síst vorkunn úr dimmum tónum gráts hennar. Á þessarri stundu var ég gjörsmalega gagnslaus í hennar augum.
Öllu þessu skellti i hún á mig á aðeins tíu mínútum, einhvað sem tekur gifta konu fleiri áratugi.......
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.6.2008 | 23:27
Rökræðulistin
Þegar tveir þriggja ára hugar takast á sitthvoru meginn við þig við háttartíma er oft gott ráð að þykjast bara sofa. Og njóta þess að hlusta á rökræður þeirra sem komnir eru jafn langt í lífinu. Fyrst byrjar þetta auðvitað á keppni í vitneskju.
Hún vildi meina að lögreglan myndi handtaka alla þá sem færu út á þessum tíma, Þessu var hann hjartalega ósammála og benti meðal annars á það að hann hefði oft verið úti án þess að vera handtekin,Hún svaraði með hörðum rökum á móti, ef Kári færi út núna yrði hann handtekinn....svona gekk þetta fram og til baka þangað til Kári reis upp með yfirburðarökfærsluvopn í farteskinu, Löggan handtekur ekki fólk sem er gott.......lét sig svo síga aftur í sængina í sigurvímu er hún varð loksins kjaftstopp.....eftir þrjár mínútur í þögn heyrðist svo úr vinstra horninu sem þolir greinilega ekki að tapa,,,en þú ert smá vondur...
Eftir keppni í röklistinni var svo farið í að skiptast á upplýsingum
Næsta umræðuefni var hvernig óskasteinar væru á litinn, taldi hún upp alla sína liti sem hún kunni og bað frænda sinn um að klára litaflóruna, Hann gat bætt tveim litum við (einn af þeim meira segja ljósblár) en eitthvað voru þau samt óánægð með niðurstöðurnar vitandi það að það hlyti að vera til fleiri litir. Eftir fimm mínútur í því að telja upp sömu litina aftur og aftur skall á þögn, sameiginlegt samkomulag þeirra beggja að hugsa þetta í hljóði....
svo allt í einu upp úr þurru mátti heyra söng sem smá hækkaði,,,gulur, rauður, grænn og blár................................
Hún stökk hæð sína í loftinu af einskærri spennu og tók undir með frænda sínum, spennan gríðarleg, skyldi nýr litur leynast þarna einhversstaðar.... þegar kom að brúnum ætla þakið af húsinu... hefur liturinn brúnn líklega aldrei notið jafn mikils sannmælis eins og akkúrat á þessari stundu....
Var ég svo vakinn úr þykjustu svefn mínum og spurður mikilvægar spurningar. Enn og aftur kom sönglagatexta vankunnáttan mín mér í vandræði þegar ég gat ekki svarað fjórum eftirvæntingafullum augum sem störðu stíf á mig og biðu í ofvæni eftir svari við spurningunni..
Hvað kemur á eftir appelsína talandi?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
24.4.2008 | 12:27
Eybjórinn er að verða heimsborgari
Sönderborg er við landamæri þýskalands. Í Þýskalandi er haldin hátíð sem heitir Oktoberfest,
Ég hef ákveðið að fjárfesta í leðursmekkbuxum til að falla sem best inn í menningu þýskarans, hugsanlega tek ég líka mottu á þetta....
Ég er búinn að horfa á heimildarmyndina Bearfest þar sem er farið yfir helstu drykkjuleikina hjá heimamönnum.
Mun mæta til leiks í rétta búningnum og vel undirbúinn..
En áður en oktoberfest byrjar er víst hvítvíns og rauðvíns smökkunarvika í Rínar og Móseldalnum.
Svo eftir Oktoberfest styttist óðum í hina víðsfrægu jólamarkaði í Þýskalandi....
Einhvað hlýtur Daninn að gera líka...sem betur fer er víst oft frí í dönskum skólum,,enda kannski ekki nema von....
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.4.2008 | 00:26
Tímastoppunarvélin virkaði ekki
Mér líður eins og sóknarmanni sem misst hefur allann sinn hraða, eftir stendur smá leikskilningur sem hann þarf að treysta á út ferilinn.......En undir niðri mun hann alltaf sakna þess að þjóta framhjá silugum varnarmönnunum á leifturhraða með augun einungis á markinu. í áhyggjulausum heimi telur hann sig geta skorað eins mikið og hann vill.......
En hvernig virkar þetta þá,,, ef maður hittir núna einhvern tuttuguogeinhvað, á maður þá að segja...nú bara smábarn ennþá....allann tíman lítandi svolítið niður á hann, eins og hann sé óæðri..
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.4.2008 | 19:41
Á morgunn er svartur dagur.
Nú hausta tekur í huga mér
Hér áður gat allt betur
Smá saman mín geta fer
Stefnir í harðann vetur
Í kvöld mun gangsetning tímastoppunarvélarinnar hefjast. Það er bara ljótt fólk sem er þrítugt, þetta vita allir
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
14.4.2008 | 22:30
Krónan
Ekkert annað talað um í dag en að krónar sé ónýt....ég segi nú hvað með það...........mörg ár síðan ég hætti að nota hana, meira segja hættur að nota tíkallinn líka(býst við að hann verði ónýtur næst, búinn að losa mig við alla tíkalla) strákurinn hugsar nefnilega fram í tímann sjáðu til......
Fólk getur bara sjálfum sér um kennt ef það situr uppi með gríðalega mikla krónu.Fólk verður að fara að hugsa.
Eybjór á alþingi.....
Bloggar | Breytt 15.4.2008 kl. 14:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.4.2008 | 00:19
Ofurhetjan ég
Jóna viðurkenndi loksins að ég líktist ofurhetju.....Vandamálið er að það er ekki alveg ofurhetjan sem ég var með í huga....
Ætla í klippingu á morgun...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.4.2008 | 18:12
Íslenskur ríkisborgararéttur til sölu
Fæst fyrir lítið, get látið erlent bílalán fylgja með í kaupbæti. Auðvitað fylgir allt það venjubundna með þessum einstaka pakka, Hátt matvælaverð, Enn hærra Íbúðuarverð og ekki gleyma splunkunýjum bensínverðum á hverri viku.
fyrstur kemur fyrstur fær.
Eybjórinn er á leiðinni til Bjórlandsins góða.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.3.2008 | 00:01
Hversvegna eru börnin kennd eftir feðrunum.
Þar sem við erum núna er ekkert sjónvarp eða net. Höfum því neyðst til að tala saman , úr svoleiðis aðstæðum kemur ekkert gott
Var stoppaður í gær og beðinn um að færa fyrir því rök hversvegna börnin ættu ekki að vera kennd eftir móðurinni í staðinn fyrir föður, fyrirfram var mér tilkynnt að "Að því það er bara svona" rökin yrðu ekki tekin gild. Ég gerði athugasemd við þann tímaramma sem mér var gefinn til að senda út ályktun mína, fannst hann of knappur en það var ekki heldur hlustað á það.
Ég var búinn að hugsa mig upp í gríðlega sannfærandi rökræðu um hin ómetalegu tengsl föðurs við son sem myndast við sameiginlegt nafn, tengsl sem móðirinn fær við fæðingu en faðirinn þarf að vinna sig uppí,
En því miður gafst mér aldrei tækifæri á að flytja þessa ræðu, þar sem hinn stutti tímarammi reyndist svo jafnvél vera of langur fyrir óþreyjufulla móðurina í byltingarhugleiðingum. Mér einungis tilkynnt að hægt væri að kenna barnið eftir báðum foreldrum og það væri sú leið sem við myndum fara,
Held að hún sé ekki enn farin upp í þjóðskrá, en þetta hefur verið ákveðið að ráðandi öflum og er þetta því aðeins tímaspursmál
En þó að ferðin hafi ekki enn verið farin upp í þjóðskrá stoppaði það ekki móðurina í að tilynna þriðja talandi meðlimi fjölskyldunar hið nýja nafn. Kári Eyþórsson Jónusson tók þessu með jafnvægisgeði, gaf ekki mikið upp í fyrstu daga, svona eins og hann væri að melta þetta aðeins.
En núna tveim dögum seinna er hann manna harðastur á þessu nýja nafni og kynnir sig ekki öðruvísi. Hann hefur hinsvegar öllum á óvörum komist að þeirri niðurstöðu að finnst það mætti breyta þessu hvors sem er, gæti hann leikið sér aðeins með þetta, svona aðeins til að líta betur út í leikskólanum.
Þess verður að geta að í upphafi þegar nafnið var valið þá taldist það kostur í augum þeirra er völdui að nafnið væri stutt og lagott.
Kári Sterki Eyþórsson Jónussson Batman er hinsvegar nokkuð ánægður með alla nýju stafina sína í stafabókinni.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.2.2008 | 21:16
Vegna mikilla anna í námi
Get ég ómögulega tekið við þjálfarastarfinu hjá íslenska handboltalandsliðinu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)